Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.10.1935, Side 13
MÁNAÐARBLAÐ K. F. U. M.
59
V. D.
Vinadeildin, fyrir 7—9 ára drengi og jafn-
vel yngri, hefur breytt um fundartíma og
vaxið við það. Henni stjórnar Ingvar Árna-
son. Fundir eru nú kl. 2 á sunnudögum.
Y. D.
Yngsta deild, hefur fundi klukkan 1L e. h.
á sunnudögum.. Hefur fundasókn verið í
minna lagi. Farið hefur verið yfir boðorðin
og faðirvorið.
U. D.
Unglingadeildin, hefur fundi kl. 81-! á
sunnudögum. Hefur hún sótt aljvel og trú-
lega. Á fundum er optast tvennskonar efni:
fyrrihluti, venjulegur fyrirlestur eða, upplest-
ur, og síðari hluti prjedikun. Tvisvar hafa
vitnisburðir verið og tvisvar sambren. Söng
höfum vér líka fengið. Ennfremur hefur ver-
ið eitt spurningakvöld, Fermingardrengja-
hátíð var 17. nóvember.
A. D.
Aðaldeild, er ekki stór en trúföst. Á fund-
um hefur ekkert verið til skemmtunar (að
undanteknum einum fundi). Einn umræðu-
fundur um K. F. U. M„ og kirkju var hald-
inn (31. okt.); sjera Bjarni Jónsson, prófast-
ur, var frummælandi. Eptir fundina. hafa opt
verið kaffisamsæti niðri í litla sal. Par hafa
menn tekið til máls um andleg efni; hefur
það verið skemmtilegt og þroskandi; þar hafa
og komizt að vitnisburðir.
Bænavikan
hófst 10. nóv. Hugleiðingar um erindreka
Krists voru á hverju kvöldi og skipt niður a
menn efnunum. Opt var fámennt, einkurn
framan af; en Guð hefur ekki daufheyrst.
Sú nýbreytni var nú tekin upp og kom frá
sjera Friðrik, að sunnudag'inn eptir bæna-
vikuna var bænadagur K. F. U. M. á íslandi.
Mætti það haldast og vei*ða til mikillar bless-
unar. Pann dag var altarisganga í Dómkirkj-
Unni og sóttu fjelagsmenn hana, því miður of
fáir. K, F. U. K. var með í þessari viku,
eins og gefur að skilja.
Æskulýðsvika
hófst 18. nóv. Sótti hana fjöldi ungljnga og
fullorðins fólks, en fá.tt er það þó hjá fjöld-
anum. Daglega voru tveir ræðumenn, annar
með fyrirlestur um kristilega leiðtoga (einn
með ávarp til íslenzks æskulýðs), hinn með
prjedikun. Auk þess var söngur og hljóðfæra-
sláttur nema eitt kvöldið, auk þess venjulega.
Bæði K. F. U. M. og K. stóðu um þetta mál
og lögðu niður fundi þess vegna.
Vakningarvika æskunnar
hófst 25. nóv. og endaði 1. des. Frumkvæðið
kom frá ungum mönnupi í fjelaginu, sem
vildu ekki missa svo gott tækifæri, sem nú
var fyrir hendi. Þá viku voru ræður, vitn-
isburðir og sambæn, og auk þess söngur og
hljóðfæi asláttur, nema á U. D.-fundinum
seinast.
1. des, var aftarisganga í Dómkirkjunni í
hámessu, Um kvöldið var tvískipt samkoma,
önnur fyrir stúlkur kl, 5i í safnbandi við
yngrideildarfund, K. F. U. K. og hin kl.
8-v í sambandi við U. D.-fund K. F. U. M.
Guði sjeu þakkir, því að synd var játuð, sálir
frelsuðust og fagnaðarerindi Krists opnuðusl
dyr. — Síðar var haldin samkoma fyrir þau,
sem tóku þátt í vitnisbui’ð’unum og nýunn-
ar sálir. Vonandi verður áframhald á þessu
með almennum samkomum eftir nýjárið.
Væringjar
hjeldu nýlega einn fund í K. F. U. M. og
j