Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.10.1935, Page 14
60
MANAÐARBLAÐ K. F. U. M.
mun það halda áfram. Pví miður verða þeii-
að hafa flokksfundi sína annars staðai-.
Valur
hefur haldið aðalfund í húsi félagsins í
haust og myndasýningu nokkru síðar.
Biblíulestrar
U. D. og Skógarmanna eru á mánudögum
kl, 9 e. h.; hlje verður nú á þeim þar til eptir
nýjár. — Biblíulestrar A D. og annara, senv
vilja koma, eru á þriðjudögum kl. 9 e h. Einn-
ig verður eitthvert hlje á þeim núna um há-
tíðina. Sjera Bjarni Jónsson les Postula-
söguna á mánudögum, en Magnús Runólfsson
les I. Korintubrjef á þriðjudögum.
Sr. Fr. Friðriksson
hefur þjónað prestakallinu á Akranesi :
haust, en kom heim rjett fyrir jólin.
»Parfur til pjónustu«.
I bænum Haslev á Sjálandi í Danmörku
er m. a. skóJi, sem heitir »Den udvidede Höj-
skole«. Hann var stofnaður árið 1916 sem
deild við lýðskólann i Haslev, en varð árið
1920 .sjerstakur lýðskcli. Skólinn tekur 70
nemendur, Námsgreinar eru þessar: Danska,
bókmenntir, reikningur, landafræði, saga,
kirkjusaga, kristniboðssaga, trúfræði, sál-
fræði, bibiía, fyrirlestrar frá mannlífi og
trúarlífi, bókfærsla, enska, leikfimi, heil-
brigðisfræði; spurningum svarað; teksta-
fræði, nokkrir tímar, ef óskað er, Stúlkur fá
tilsögn í handavinnu og hjúkrun. Vetrarnám-
skeið hefst í nóvember og endar í marz.
Sumarskóii fyrir stúlkur er í maí, júní og
júlí. Auk þess eru, framhaldsnáðskeið sumar
og' vetur.
Skólinn veitir almenna lýðskólamenntun
aukna, en miðar þó starf sitt við þarfir krist-
ins safnaðar og fjelagsskapar fyrir starf-
andi meðlimi. — Veitið þessu athyg'li, þjer,
sem viljið afla yður menntunar tii kristilegs
leikmannastarfs. K. F. U. M. er leikmanna-
starf. Vjer eigum engan biblíuskóla. Parna
er dálítið tækifæri, J)ótt langt sje að sækja,
Einnig er þar námskeið fyrir skátafor-
ingja.
Einkunnarorð skólans er: »Þarfur til pjón-
ustu« (II. Tím. 4, 11.).
Þenna skóla hafa tslendingar sótt cg kom-
ið aptur þarfir til þjóni'stu, Mætti s\o verða
enn.
M. R.
------•> <2> -----
Baráttan gegn trúnni
heitir erindi, er sjera Bjarni Jónsson, próf-
astur, hjelt í útvarpið nýlega. Er það nú
komið á prent; útgefandi er ÓJafur Erlings-
son prentari. Það! er fallegt Jitið kver, sem
skiptist í 12 smákafja. Fyrst er sagt frá of-
sóknum gegn kristinni trú frá upphafi fram
á vora daga og bent á mótsagnir andstæö-
inganna.. I3á er minnst á vísindin og sýnt
fram á, að guðleysið hefur enga stoð í sönn-
um vísindum og að vísindi geta ekki bætt
upp trúna. Sýnt er fra.m á tilverurjett trú-
arinnar, og að lokum mörkuð afstaða. —
Fjör og snarpleiki einkenna framsetninguna
eins og höfundi er lagið. — Reynið að eignast
ritið. Þá eignist þjer vopn til sóknar og varn-
ar. —
■----------------
A.-I). íiuidm' hvern fimmtudag kl. 8‘/2 síðd. Ýmsir
ræðumenn.
U. -I). I'undui' á hverjum sunnud. kl. 8% slðd. Mari>-
breytt fundarefni. Auglýst fyrir hvei n
fund.
V. -I). fiiildiir á hverjum sunnudegi kl. 1V2 e. h. —-
Sveitafundir ýmsa daga vikunnar, boð-
aðir sjerstaklega.
V.-I). I'iindiir á hverjum sunnudegi kl. 2 e. h.
SiinntidagaskóIIim á hverjum sunnudagsmorgni kl.
10. Textafundir kennaranna á miðviku-
dagskvöldum kl. 8.
Kóknsafnió opið eins og áður fyrir allar deildir
K. F. U. M. og K. F. U. K.
ötgefandi K. F. U. M. I Reykjavík.
Prentsmiðja Jóns Helgasonar.