Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.01.1938, Blaðsíða 4

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.01.1938, Blaðsíða 4
2 MANAÐARBLAÐ K. F. U. M. Brjef Krists. II. Kor. 3, 2—3. Vjer viturn allir hvað brjef er, að það er tæki, sem vjer notum til að gjöra cðrum, t. d. ástvinum vorum og kunningjum, sem vjer clveljum fjarvistum við, kunnar hugsanir vor- ar, tilfinningar og skoðanir. Vjer getum oft- astnær ekki gjört það á annan hátt, þegar fjarlægð eða önnur aðstaða hindrar oss frá að tala við þá. Brjefin færa oss þá og þeim fregnir af gleði og sorg lífsins. Brjef ber ekki að meta eða dæma eftir ytra útliti þess; eftir pappírsga ðum eða því hvort það er íallega eða miður skrifað. Nei, það verður að metast eftir innihaldi þess. Efni þess getur verið ágætt, þó að pappírinn í því sje slæmur og ódýr, eða rithöndin á því með mörgum rit- og mál-villum. ★ Jesús kom til manna sem brjef frá föðurn- um. »Orðið varð hold — og hann bjó með oss, fullur náðar og sannleika, og vjer sáum dýrö hans sem eingetins sonar frá föður«. I þessu brjefi lesum vjer um kærleika Guðs. Um frelsi til handa syndurum, um varðveit- andi náð, um helgun og endurlausn. Guði sje lof! En höfum vjer svo gjört oss ljóst hvað vjer erum? »Pjer eruð brjef Krists«, segir Páll postuli. Það skulum vjer reyna að hafa hugfast, bræð ur, sem höfum öðlast trúna á endurlausnina í Kristi Jesú. Hinn guðvana heimur les líf vort eins og opna bók og vjer eigum að vera og lifa þa(nn- ig, að oss megi líkja við opið brjef, »þekkt og lesið af öllum«. Þá er nú alvarlega, spurningin þetta.: »Er jeg, ert þú, trúaði vinur og bróðir, brjef, sem aðrir trúaðir geta lesið sjer til uppörfunar. göfgunar og gleði, til hvatningar í karleik- anum til góðra verka? Eða hverskonar brjef ert. þú? Setjum sjálfa oss í ljós Andans heilaga og spyrjum sjálfa oss, í heilagri alvöru: Lifi jeg líf mitt þríeinum Guði til dýrðar? Heimurinn kemur ekki auga á Jesúm Kt ist; en hann sjer lærisveina hans. Hann sjer ao hve miklu leyti kærleika hans hefir tekist aö umskapa hjörtu þeirra. Heimurinn dæmir kristindóminn ekki eftii Jesú Kristi, því að hann þekkir hann ekki. heldur eftir lærisveinum hans. Petta hefir aö vísu í sjer fólgna viðurkenningu heimsins á umsköpunarmætti Krists kærleika, þó að heimslundin varist í lengstu lög að láta þenna mátt fá vald yfir sjer. Þess vegna skilja þeir, sem heiminum heyra til, ekki kristindóminn, því að ákveðnasta sönnunin er reynslusönn- unin, og á meða,n þeir eiga hana ekki sjálfir, þá eiga börn Guðs í heiminum að sýna þeim hana. Þess vegna þurfum, vjer þá líka að gjöra oss þetta vel ljóst og eftirminnilegt, að vjer erum augljósir orðnir sem brjef Krists, ekki skrifað með bleki, heldur með anda lifanda Guðs, ekki á steinspjöld eða pappír, heldur á hjartaspjöld úr holdi. En nú sjáum vjer og finnum að vjer ná- um svo skammt í þessu og öllu. Hvað gjör- um vjer þá? Spyrjum vjer, hvar er kraft, hreinleika og sigur að fá? Svarið við því finnum vjer í 7. kapítula Matteusarguðspjalls 7 versi: »Biðjið og yð- ur mun gefast, leitið og þjer munuð finna, knýið á og fyrir yður mun upp lokið v'erðav. Göngum svo veg hlýðninnar, klæddir krafti Andans og þá mun Guð gjöra, oss að brjéfi. sem, ávallt verður nafni hans til dýrðar og oss sjálfum og meðbræðrum, vorum til bless- unar og gleði. Sj.

x

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík
https://timarit.is/publication/497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.