Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.01.1938, Blaðsíða 6

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.01.1938, Blaðsíða 6
4 MANAÐARBLAÐ K. F. U. M. Starfsskýrsla Skógarmanna 1937. Árið 1937 er áttunda starfsárið í sögu . Skógarmanna. Hefir það ár að ýmsu leyti ver- ið ólíkt undanförnu;ml árum. Sumarstarfið hefir átt við meiri erfiðleika blómgast mikið á þessum vetri, V. Ð. þurft að skipta sjer vegna þrengsla og Y. D. stund • um þurft að bera inn sæti eða víkka út sal- inn. U. D. hefir ekki ætíð verið eins fjöl- menn og æskilegt væri, en þó hefir margt gleðilegt gerzt þar. A. D. hefir hert fundar- sókn nokkuð á þessum vetri, en lítt sótt bib - líulestrana. Skógarmenn hafa sjeð um biblíu- lestra U. D., og hefir sjera Bjarni Jónsson stjórnað þeim, en eldri Skógarmenn í for- föllum hans. Bænavikan var haldin 14.—21. nóvember. Samkomurnar voru ekki fjölsótt- ar að jafnaði, en vjer megum1 vænta oss mik- ils af þeim. Næstu viku voru æskulýðssam- komur. Þær fengu góða aðsókn, einkum er áleið. Vitað er um árangur. Almennar sam- komur hafa, verið á sunnudagskvöldunum. Foa’eldramót Y. D. og V. D. var í Dómkirkj•• unni 23. janúar við afar mikið fjölmenni. Knud Zimsen hefur látið af stjórn Sunnu- dagaskólans eftir langt, og vel unnið starf. Iíann hefur þó komið öðru hvoru og talað til barnanna. Þeim hefur fjölgað ört, upp á síð- kastið. Með aðstoð Ingvars Árnasonar og Sig- urjóns Jónssonar hefur Magnús Runólfsson haft á hendi stjórn skólans í vetur. Æsku- lýðsvika var aftur haldin 6.—13. marz og voiru samkomurnar vel ,sóttar eins, og fyrr. Sjera Friðrik Friðriksson hefur því miður þurft að vera alltof mikið fjarverandi, og hefur bæði sumarstarfið og annað starf fje- lagsins liðið við það. Samt hefur verið reynt að halda öllu í horfinu eins og fyrr segir. ■— Guði sje lof fyrir liðið starfsár. M. R. að etja en áður, vegna fjárpestar þeirrar, er geisaði hjer um ýmsar sveitir landsins. Vatna- skógur var notaður til þess að einangra sýkt eða, grunað fé, til þess að reyna að hefta út- breiðslu veikinnar .Var Skógarmönnum því ekki leyfð dvöl í skóginum, heldur varð að flytja sumarbúðirnar innar í Svínadal, i Kornahlíð, á landamerkjumi Geitabergs og Dragháls. Olli þetta talsverðum erfiðleikum og aukakostnaði við sumarstarfið. 1 Koirnahlíð dvöldu í sumar 4 flokkar alls, 3 vikuflokkar og einn 10-daga flokkur,' með um 98 þátttakendum alls, og voru margir þeirra í fleiri flokkum1 en einum. 53 af þeim höfðu aldrei verið áður í sumarbúðum með K. F. U. M. — Voru flokkarnir yfirleitt ó- heppnir með veður, en það hamlaði ekki gleöi þeirri, sem ríkir í sumarbúðum, K. F. U. M. Sumarstarfsnefnd ha.fði lát,ið sauma nýtt tjald, í stað gamla matartjaldsins, sem lítt hefði dugað í rigningu. Var aflað fjár til þess með því að selja einskonar gjafahlutabréf á 10 krónur, en hlutur kaupenda í staðinn skyldi vera gleði yfir því, að hafa orðið til þess að styrkja goitt málefni. Nánari upplýsingar um, sumarstarfið er hæ,gt að fá í Mánaðarblaði K. F. U. M. Hvað viðvíkur starfinu heima í Reykjavík, hafa 12 almennir Skógarmannafundir veiið haldnir á árinu. Hafa fundirnir verið sæmi- lega sóttir nema sumarmánuðina, þá dregur venjulega úr fundasókn, vegna dreifingar. Þegar flestir mættu voru um 128 Skógarmenri (á árshátíðinni), en þegar fæst, var, voru 30 (á júlí-fundinum). Að meðaltali mættu 68 Skógarmenn á hverjum, fundi og er það tveim fleira en árið áður. Þá mœttu 68 að meðal tali. Á aprílfundinum voru auk Skógarmanna 32 Hafnfirðingar, sem komu í heimsókn frá hálfu sumarbúðaflokksins í K. F. U. M. í Hafnarfirði. Á maífundinn kom síra Friðrik Friðriksson í heimsókn ásarnt 16 Skógarmönnum frá Akra,nesi.

x

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík
https://timarit.is/publication/497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.