Merkúr - 01.07.1918, Blaðsíða 5

Merkúr - 01.07.1918, Blaðsíða 5
MERKUR 3 Loknnartími sölnbúða. Eitt af áhugamálum verslunarmanna hér - og víöar er þaö, aö fá vinnutíma sinn stytt- an og svo reglubundinn sem unt er. Og þar sem þetta kemur eigi í bág viö hags- muni kaupmanna, hafa margir þeirra verið málinu fylgjandi og hafa kaupmenn hér í Reykjavík haft samtök um það, að loka búöum sínum á ákveöinni stundu á hverj- um degi. Nú verður lokunartíminn bráö- lega fastákveöinn meö reglugerð, sam- kvæmt lögum frá síðustu þingum. Þau lög mæla svo fyrir, aö1 í kaupstöðum megi á- kveöa lokunartíma sölubúða, og er von- . andi, að reglugeröir veröi allstaöar settar um það efni. Kaupmenn í Vestmannaeyjum hafa sam- tök um það í sumar, aö loka Ijúöum sínum klukkan 6 á hverju kvöldi, nema á laugar- dögum kl. 7 aö kvöldi. Gildir samþykt þeirra um það fyrir tímabiliö 5. júní til 15. .september aö báðum dögum meðtöldum. fioðorð verslnnarmanna. Vertu kurteis. Þetta er eitt hið æösta boöorð, sem hver -góöur verslunarmaður veröur jafnan aö hafa hugfast og rækja, hver sem í hiut á og hvernig sem á stendur. Kurteisin kostar ekkert, en er höfuökosi- • ur, sem eigi veröur metinn til peninga. Meö því aö vera kurteis viö alla, gerir þú húsbónda þínum meira gagn, heldur en tiu Ætirðbusar mundu geta gert honum. Vertu jafn kurteis viö þann mann, sem kaupir fyrir 5 aura, eins og vtö þann sem kaupir fyrir 100 krónur. Vertu jafn kurteis viö fátæka og ríka. Vertu ekki óþolinmóður og ókurteis við þá, sem koma aö skoða vörur en kaupa ekkert. Mundu þaö, að almenn- ingur metur það mikils, og að menn koma jafnan aftur þangað sem þeim er sýnd lip- urð og kurteisi. Mundu það, að með kur- teisi við hvern mann aflar þú sjálfum þér heiðurs og viröingar þeirra allra. Besti maðurinn í hverri verslun er sá, sem allir spyrja eftir og vilja helst versla við — og þaö er eigi sá, sem er stirður og af- undinn. Þaö er einkenni allra dugandi manna, aö þeir setja markið hátt. Þaö er einkenni góöra verslunarmanna, að þeir vilja verða sjálfstæöir. En til þess að þeir geti orðið góðir kaupmenn, verða þeir að skoða versl- unarstarf sitt sem skóla, og þar eiga þeir aö læra þau verslunarvísindi er þeir þurfa til aö grípa síðar. Með því að ganga i skóla safna menn sjaldan fé og fæstum verslun- armönnum hér á landi mun svo vel launað, aö þeir geti safnað fé. En minstu þess þá, aö eftir því sem þú lærir meira, og eftir því sem þú verður húsbónda þínum a'o meira gagni, því fúsari mun hann á það aö greiöa þér hátt kaup og því ófúsari er hann á það að missa þig úr þjónustu sinni. En gleymdu ekki því, aö þótt þér hafi eigi tekist aö safna miklu fé, og viljiröu veröa þinn eigin húsbóndi, þá áttu þó góðan og gildan höfuðstól þar sem er álit almenn- ings, ef þú hefir jafnan kappkostaö að vera kurteis, — aö vera sá maðurinn í búö- inni sem allir spyrja eftir.

x

Merkúr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Merkúr
https://timarit.is/publication/491

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.