Tákn tímanna - 15.11.1918, Blaðsíða 5
TÁKN TÍMANNA
13
unga manninum að koma inn á skrif-
stofuna og lokaði svo dyrunum á eftir
þeim.
»Hvaða áríðandi erindi eigið þér í
þvílíku veðri?« spurði hann vingjarn-
lega.
»Það voru nokkrar bækur, sem eg
keypli hér í vikunni sem leið, og þegar
eg kom heim, sá eg að reikningurinn
var ekki réttur«,
»Nú, svo við höfum þá fengið meira
en okkur har að fá«. »Nei, þér hafið
fengið 3 kr. of lítið; hér eru þær«.
»Það verð eg að segja, að er viðburð-
ur, sein eg hefi ekki þekt dæmi til í
þau 40 ár, sem eg hefi rekið verzlun-
ina. Hver hefir kent yður svo mikla
ráðvendni?«
»Það gerði móðir mín«.
»Drottinn blessi þvílíka móður; en
segið mér, því komuð þér þá ekki und-
ir eins aftur?«
»Það skal eg gjarnan segja yður. Eg
á heima nokkuð langt uppi i sveit, en
er bókari við verzlun hér í bænum.
Einu sinni í síðustu viku, þegar eg fór
að borða miðdegisverð á malsöluhúsinu,
keypti eg þessar bækur hjá yður á leið-
inni, en þegar eg kom til matsöluliúss-
ins, lá þar símskeyli til mín þess efnis,
að móðir mín væri látin. Og í gær
lögðum við hana lil hinnar síðustu hvílu
til upprisudagsins«.
Rödd unga mannsins tilraði og bók-
salanum vöknaði um augu.
»Er ekki faðir yðar á líti enn þá?«
»Nei, hann dó þegar eg var tveggja
úra gamall, svo nú er eg foreldralaus«.
»Guð blessi yður, ungi maður. Ráð-
vendni þarfnast ekki neinna launa. Hún
heíir launin í sér fólgin, og fær þau í
blessun frá liæðum. En sem einn af
framtíðarvinum yðar bið eg yður að
velja yður fimm bækur, sem þér kunnið
að þarfnast, úr bókhlöðunni þarna úti,
og ef þér mætið einhverjum erfiðleikum,
þá reiknið mig sem vin yðar«.
Ungi maðurinn þakkaði bóksalanum
lijartanlega fyrir vinsemd hans og hlut-
tekningu og síðan skildust þeir. Þeir
mættust þó rélt ofl á götunni og skröf-
uðu saman, svo bóksalinn lékk tæki-
færi til að kynnast framlíðarhorfum
unga mannsins. Hann tók viðunandi
slúdenlspróf og las síðan til lögfræð-
ings. Þótt bóksalinn byði honum styrk,
vildi hann helzt komast fram úr því
sjálfur og með iðni, sparsemi og þeim
litla höfuðstól, sem móðir hans hafði
látið eftir sig, náði hann með tímanum
því takmarki sínu að stofna eigin skrif-
stofu.
Kvöld nokkurt, þegar hann var kom-
inn heim og ætlaði að hvíla sig eftir
annir og erfiði dagsins, var dyrahjöll-
unni hringt í ákafa. Það var símskeyti
frá lækni, sem bað hann um að koma
tafarlaust til J. W. bóksala, sem lang-
aði lil að sjá hann áður en hann dæi.
Hann fór í skyndi til járnbrautarstöðv-
arinnar og náði nælurlestinni á síðasta
augnahliki. Tveim tímum síðar kom
hann til bóksalans, þar sem læknirinn
lók á móti honum. »Hann á ekki langt
eftir«, sagði hann, »og þráir að fá að
sjá yður«.
Þegar þeir koinu inn í heibergi sjúkl-
ingsins, hrá gleðiblæ á andlit bóksalans,
og er þeir tókust í hendur sagði hann :
»Eg vissi að þér munduð koma. Lækn-
irinn segii' að minn timi sé kominn.
Heimkynni mín þar uppi eru tilbúin,
Guði sé lof. Það er eins ástatt fyrir
mér eins og yður, eg hefi enga ætlingja,
og nú vil eg arfleiða yður að liúsi mínu
og öllu sein eg á af jarðneskum mun-