Tákn tímanna - 15.11.1918, Qupperneq 7

Tákn tímanna - 15.11.1918, Qupperneq 7
TÁKN TÍMANNA 15 sjálfsagl aldrei sjá þig framar. Eg fer nú heim til þjóðar minnar. Eg er veik- ur og verð að fara, annars dey eg í þessu landi. En eg skal senda ykkur annan mann og eg vona, að þið takið vel á móti honum«. t'egar hann hafði kvatt á þennan hátt, fékk Guðs andi vald yfir þessari spiltu sál; liann lagði liendurnar um liáls trú- boðans, hallaði sér grátandi upp að brjósti hans og sárbændi hann um að koma aftur. Hann sagði: »Þú getur gengið hér um; þú frelsar; þú bróðir minn. Eg skal gæla þín. Við elskum Guð«. Hann lofaði að láta reisa kirkju þar á fjallinu handa þeim trúboða, sem kæmi næst. Það liðu átján mánuðir áður en við gátum sent trúboða þangað. Við sótt- um um leyfi til sljórnarinnar í Ástralíu um að senda hann þangað, en það liðu átján mánuðir þangað til hann komst af stað. Nú er það ungur maður og kona hans sem búa meðal þessara mann- æta. Eg vil biðja yður að minnast þeirra í bænum yðar«. Það er vissulega salt, sem br. Wat- son segir, að það sé mikils vert að taka ákvarðanir um að senda menn og kon- ur á þvílíka staði. Við ætlum daglega að muna eftir þeim i bænum vorum, biðja Drottinn að vernda þau og gefa þeim þrek til þess að boða hans orð. Ráðlegging páfagauksins. Eftirfarandi frásögn lieíir inni að halda uppfræðslu, sem allir geta lært ineira eða minna af. Einu sinni kom stjórn safnaðar nokk- urs i borg einni saman, til þess að at- huga hvað hægt væri að gera, því á- standið í söfnuðinum var ekki hið á- kjósanlegasta. Mjög sjaldan tók nokk- ur maður sinnaskifti og margir bekkir voru alveg auðir meðan á samkomun- um stóð. Tala hinna óánægðu var nógu slór til þess að mynda úr marga söfn- uði og jafnvel safnaðargjaldið var orð- ið mörgum ásteitingarsteinn. Þella á- stand gerði það nauðsynlegt fyrir stjórn safnaðarins, að athuga ýmislegt söfnuð- inum og framþróun lians viðvíkjandi. Daprir í hnga komu sljórnarmeðlim- irnir saman í húsi safnaðarbróður síns. Að lýsa hér ræðum þeirra og tillögum muridi taka of mikið rúm. Það nægir að segja, að þeir voru ekki allir sam- mála, en í einu voru þeir það þó, og það var, að áslandið slæma væri prest- inum að kenna. Einn sagði, að hann prédikaði of lengi og liræddi þannig fólkið frá. Annar bætti við, að hann heimsækti ekki fólkið. Sá þriðji, að hann vanlaði alveg líf og fjör í ræðum sínum o. s. frv. Þeir ákváðu því loks- ins að heimsækja hann og segja hon- um sínar hjartans liugsanir; og til þess að gera honum það skýrt, hvað um var að vera, var eftirfarandi tillaga sam- þykt í einu hljóði: »Þar eð ástandið í söfnuðinum er i orðsins fylsta skilningi hörmulegt, finnum vér oss knúða til vegna stöðu vorrar og þeirrar ábyrgðar, sem henni fylgir, að gefa sálusorgara vorum það ráð, að fylgja liandleiðslu Guðs og leita sér stöðu annarsstaðar; því hegðun lians hefir sýnt, að hann er ekki þeirri stöðu vaxinn, sem hann nú hefir á hendi«. Þegar þessi tillaga var samþykt, var rætt um veður og vind lengi vel. Nú vildi svo til að í horni einu í herberginu þar sem fundurinn var hald- inn, stóð búr og í því var páfagaukur,

x

Tákn tímanna

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tákn tímanna
https://timarit.is/publication/498

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.