Tákn tímanna - 15.11.1918, Blaðsíða 8

Tákn tímanna - 15.11.1918, Blaðsíða 8
16 TÁKN TÍMANNA rr ....... ■.................... Tálíii Tímanua, málgagn S. D. Aðventista, kemur út einu sinni í mánuði. Kostar kr. 1,75 árgang- urinn. Gjalddagi 15. okt. og fyrirfram. Útg.: Trúboðsstarf S. D. Aðventista. Rilstjóri: 0. J. Olsen. Sími 498. Pósthólf 262. Afgreiðslum.: G. G. Hjartarson. Simi 498. Óðinsgötu 21. ki .......... ..........-V sem til skamms tíma hafði verið eign skipstjóra nokkurs og lengi fylgt hon- um á ferðum hans heimsálfanna á milli. Fuglinn þekti ekki annað mál en fyrir- skipanir skipstjórans. Meðan á ræðu- höldunum stóð liafði hann verið eftir- tektasamur áheyrandi. Þegar einn af stjórnarmeðlimunum var búinn að halda alvarlega ræðu um ódugnað prestsins, tók páfagaukurinn til orða án þess að hafa beðið sér hljóðs og kallaði eins og hann oft hafði heyrt skipstjórann gera : »Vinnið þið slánar, vinnið«. Ósvífni fuglsins hafði nærri gert hann höfði styttri, því ræðumaðurinn var til með að framkvæma verkið, en það varð fuglinum til lífs, að annar greip fram í og sagði: »Páfagaukurinn hefir á réttu að slanda, en við ekki; vinna er liið eina sem hér dugar«. Þeir sáu, að þeir höfðu verið alt of uppteknir með galla prestsins til þess að sjá sína eigin. Þeir tóku tillögu sína aftur og fóru heim ákveðnir í að hjálpa prestinum eins og þeir bezt gætu. Eftir fáeinar vikur byrjaði söfnuður- inn að blómgast. Allir fóru að vinna eins og maurar og blessunin streymdi inn í söfnuðinn, inn í hjörtu og heimili safnaðarmeðlimanna. Páfagaukurinn lifði mörg ár eftir þetta og ætíð hélt hann áfram að kalla: »Vinnið þið slánar, vinnið«. Vinna hefir göfgandi áhrif á menn, og er bezla hjálpin við hroka og að- finslusýki. Rauða flaggið. Eimreiðarstjóri nokkur gaf einu sinni dóttur sinni fallegt rautt flagg að leika sér að, og sagði henni um leið, livað rauði liturinn þýddi á járnbrautarspor- inu. »Mundir þú stöðva lestina ef þú sæir rautt flagg á sporinu?« spurði dóttirin. »Já, vissulega«, svaraði faðir- inn, »að halda áfram gæti haft verstu afleiðingar í för með sér«. Þegar faðir- inn var farinn, fór dóttirin út til mömmu sinnar og fann hana grátandi í eldhús- inu. »Af hverju grætur þú, mamma mín?« spurði liún; móðirin svaraði engu. En þegar dótlirin sá stóra flösku á eldhús- borðinu og fann um leið grunsamlega lykt streyma úr flöskunni, sagði hún: »Þú þarft ekki að segja mér það, eg veit af hverju þú grætur; það er af því að pabbi heíir drukkið innihaldið úr þessari ílösku áður en liann fór af stað, er ekki svo?« Móðirin kinkaði kolli um leið og hún segir: »Það fer altaf versnandi. Hann heldur að engin hætta sé á ferðum, því hann heldur að yfirmenn hans viti ekki um það, en eg heíi heyrt annað, og innan skamms mun hann missa atvinnu sina«. Hvað gat litla stúlkan gert til þess að aftra þessu ? Hún hugsaði um margt, en loksins kom lienni ráð í hug. Næsta dag, þegar faðirinn ætlaði að fá sér sopa, áður en hann færi af stað, fann hann rauða flaggið í flöskutappan- nm. Viðvörun barnsins breytti þessu hættulega áformi föðursins. Prentsm. Gutenberg.

x

Tákn tímanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tákn tímanna
https://timarit.is/publication/498

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.