Tákn tímanna - 01.10.1919, Qupperneq 1

Tákn tímanna - 01.10.1919, Qupperneq 1
II. ár. Reykjavik október 1919. 1. tbl. Pannig skuluö þér vita, aö þegar þér sjáiö alt þetta, þá er hann í nánd, fyrir dyruni. Hróp til skyldunnar. Sannarlega hefir frelsari vor, Jesús Kristur, ætlast til þess, að meira yrði unnið að andlegum framförum mann- kynsins, af hálfu mannanna, en hingað til hefir átt sér stað. Ekkert er vissara, en að það er móti hans blessaða kær- leiksríka vilja, að svo margir, að því er virðist, skuli standa undir merki freist- arans og vera þar af leiðandi uppreist- armenn gegn stjórn og lögum drottins. Endurlausnari heimsins ætlaðist ekki til þess, að hans dýrkeypta arfleifð skyldi lifa og deyja í syndum sínum. Hvers vegna er þá hið andlega ástand mann- anna svo bágt og horfurnar svo ískyggi- legar? — t*að er af því að kristindóm- ur svo margra er ekki anriað en nafuið tómt, og þar af leiðandi vanrækja þeir sína himnesku köllun. F'eir mörgu menn, sem en í dag ekki þekkja guð, gætu glaðst við kærleika hans, ef þeir, sem nefndir eru erindrekar hans, vildu starfa á sama hátt og Kristur gerði. Sjá fyrirskipunina í 3. og 5. bók Mósesar, sem ísraelsmönnum var gefin. Þótt þeir, sem voru Guðs útvalið fólk, ættu að vera heilagir og skildir frá þeim, sem ekki þekktu hann, áttu þeir þó að auðsýna hinum úllenda kærleiksfult og bróðurlegt hugarþel. Þeir áttu ekki að álíta hann sér minni, þó hann væri ekki af ísrael. E*ar eð Kristur dó til þess að allir yrður hólpnir, áttu ísra- elsmenn að sýna hinum útlenda kristi- lega samhygð. Þegar þeir, á þakklætis- hátíðum sínum, komu saman til að tala um kærleika og velgerðir Guðs, átti

x

Tákn tímanna

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tákn tímanna
https://timarit.is/publication/498

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.