Tákn tímanna - 01.10.1919, Side 5

Tákn tímanna - 01.10.1919, Side 5
TÁKN TÍMANNA 5 garðinn minn; því eg hélt, að þau mundu verða góð fyrir drengi, sem vildu stela eplum. Og þau eru ágæt í þeim tilgangi. — En ef þér viijið koma heim til mín, þá mun eg koma með yður í eplagarðinn, það er: fyrir innan þessi súru epli, og þá skuluð þér finna hin fínustu og in- dælustu epli«. — »Eg skil«, sagði grann- inn, »eg skil«. — En lesari góður! Sérðu, hvert eg stefni? Fyrir utan kristindóm- inn er hinn súri ávöxtur bannlaga og hegningardóma, iðrunar og sjálfsafneit- unar, til þess að halda hræsnurum úti. Hefirðu nokkurntíma séð, hvaða andlit þeir sýna, þegar talað er um lífið í Guði? f*að er af því, að þeir hafa gengið fyrir utan og að eins bragðað hin súru epli. — En ef þú gætir náð til hins sanna, inra lífsins, trúarinnar og gleðinnar, sem er í Jesú Kristi. þá mundir þú sjá, að það er eitthvað annað, þá mundir þú gleðjast með óúlmálanlegum fögnuði. H. C. Spurgeon. Hans nafn skal vera á ennum þeirra, Faðir hennar setli liana á kné sér, og liún las í biblíunni: »Og hans nafn skal vera á ennum þeirra«. »Hvernig getur Guð skrifað það, pabbi?« »Guð skrifar það ekki«, sagði hann. »Hvernig gelur það verið þar þá?« spurði Eva. »Ymsir hlutir skrifa sig sjálfir«, sagði faðir hennar. Eva varð liissa. »Þegar þú sérð hin silfurhvitu hár á höfðinu hans afa þíns«, byrjaði faðir- inn, »hvað sérðu þá skrifað?« »Er það ekki, að afi sé orðinn gamall maður?« »Hver hefir skrifað það?« »Það skrifaði sig sjálft«, svaraði Eva. »Alveg rétt«, svaraði faðirinn. »Dag eftir dag, ár eftir ár, koma hin hvítu hár unz það er eins skýrt skrifað, eins og með penna og bleki væri skrifað á hvít- an pappír. En þegar mét verður litið á munninn þinn, hvað sé eg þá? Eg sé að þessi stúlka er ekki lítið barn leng- ur, hún er búin að fá allar sínar tenn- ur, og er fær um að bita sundur harða hluti«. »Hvað það er undarleg ritunaraðferð«, sagði Eva. »Þegar litlu stúlkurnar eru óþekkar og óhlýðnar«, hélt faðirinn áfram, »hvar skrifar það sig? Horfðu i spegillinn í næsta skifti, þegar þú hefir verið slæm og óþekk«. »Eg veit það«, sagði Eva: »er það ekki skrifað á andlitinu?« »Og ef þið eruð góðar?« »Á andlitinu einnig. Er það það, sem ritningarstaðurinn meinar?« »Það er meiningin«, sagði faðirinn; »því ef vér höldum áfram að vera vond, alt okkar líf, skrifar það sig svo í and- lit okkar, að ekkert getur afþvegið það. En ef við, með Guðs hjálp, erum góð, mun engill Guðs lesa á ennum okkar, að við lilheyrum Guði: þess vegna verð- um við að kappkosta að skrifa þannig«. Falleg'ir siðir. Það var einu sinni um vorið síðari hluta dags, að Horace B. Claflin, ríkur kaupmaður í New-York, sat á einka- skrifstofu sinni. Það var barið að dyr- um og ungur maður fölur og þreytuleg- ur gekk inn eins og með hálfum huga.

x

Tákn tímanna

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tákn tímanna
https://timarit.is/publication/498

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.