Tákn tímanna - 01.10.1919, Side 6

Tákn tímanna - 01.10.1919, Side 6
6 TÁKN TÍMANNA »Hr. Claflin«, sagði hann, »eg þarfn- ast hjálpar, eg get ekki borgað kröfur þær, sem til mín eru gerðar nú sem stendur. Sumir af viðskiftamönnum mínum hafa ekki haldið orð sín, og þannig steypt mér í vandræði. Eg vildi gjarnan fá lánaða 10,000 dollara. Eg kem lil yðar af því þér voruð vinur föður míns, og eg hugsaði að yður væri má- ske líka vel til mín«. »Komið nær, sagði Claflin, »má eg bjóða yður eitt glas af víni?« »Nei, þakka yður fyrir«, sagði ungi maðurinn, »eg drekk ekki áfengi«. »Viljið þér þá vindil? »Nei, þökk fyrir, eg reyki ekki«. »Jæja«, sagði kaupmaðurinn, »eg hefði gjarnan viljað bjálpa yður, en eg lield eg geti það ekki«. »Þá er ekki meira að tala um það«, sagði ungi maðurinn og bjóst til að fara. »Eg hugsaði máske þér gætuð hjálpað mér, herra minn. Góða nótt«. »Bíðið svolítið«, sagði Claílin. »Þér drekkið ekki?« »Nei«. »Og reykið heldur ekki?« »Nei«. »Spilið þér heldur ekki eða neitt slíkt?« »Nei, herra minn, eg stend fyrir sunnudagaskóla«. »Það er gott«, sagði Claílin með tárin í augunum. »Þér getið fengið þrefalt meiri peninga ef þér viljið. Faðir yðar lánaði mér einu sinni 5000 dollara, og hann lagði fyrir mig sömu spurningarn- ar. Hann lánaði mér, og eg vil lána yður og óska ekki eftir þakklæti fyrir. Eg er skildur til þess fyrir hjálpsemi föður yðar við mig«. Yinna. Það, sem vert er að gera, er þess vert að gera það vel. Þegar þessari reglu er fylgt, þá er það fyrst, að sannast máltækið: vinnan göfgar manninn«. Hversu göfugur sem maðurinn er, þá er einhver lilið hjá honum, sem þarf að göfgast, eða einhver eiginlegleiki, sem getur þroskast og náð meiri full- komnun. Þannig einnig með starf hans. Ekki svo að skilja, að vinnan geri inanninn strax að göfugmenni, þ. e. veiti honum þá eiginlegleika, sem verð- skulda það nafn. Meðan hann vinnur, er sífelt tækifæri til þess, að vinnan göfgi hann, eða að hann verði göfugri fyrir vinnuna, en það verður einungis með þvi móti, að hann leysi verk sitt vel af hendi og verði æ fullkomnari. Formaður fyrir einni af lielslu verk- smiðjum í Englandi sagði einu sinni: »Ef sá maður, sem tekur að sér ein- hverja vinnu, getur ekki fundið upp á aðferð, til þess að vinnan verði belri en áður, þá er hann gagnslítill fyrir mig«. Sá, sem aldrei leysir verk sitt betur af hendi, heldur en svo, að það sé að eins notandi, kemst aldrei langt í iðn sinni. Hann getur verið dágóð vél, en ekkei t frekar. Sérhver kristinn maður ætti að skilja það, að játning hans skuldbindur hann til að gera svo vel, sem unt er, alt, sem hann gerir, og mismunurinn milli mannsins og vélar- innar er þessi, að maðurinn getur lært af reynslunni og þannig smám saman orðið fullkomnari. Það er skönim fyrir þann, sem kallar sig kristinn, að vanda ekki verk sitt, hversu lítilfjörlegt sem það er. H. M. L.

x

Tákn tímanna

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tákn tímanna
https://timarit.is/publication/498

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.