Tákn tímanna - 01.10.1919, Qupperneq 7

Tákn tímanna - 01.10.1919, Qupperneq 7
TÁKN TÍMANNA 7 Döpur stund. »Eg get ekki Iifað lengur við slík kjör Jóhanna. Eg verð að fara út og reyna að fá mér atvinnu«. »Kvöldloftið er svo kalt, Róbert«. »Iíalt. Já, en það er lítið kaldara úli, heldur en hér inni. Eg vildi að þú hefðir al- drei gifst mér«, sagði hann næstum gremjulega. »Talaðu ekki svona, Róbert, mig hefir aldrei iðrað þess að eg átti þig«. »Ekki einu sinni þegar þig vantar brauð handa þér og börnunum?« »Við skulum vera hughraust Róbert, guð hefir ekki gleymt okkur. Hver veit nema hagur okkar batni strax í kvöld og betri dagar renni upp yfir okkur«. Róbert hristi höfuðið og sagði: »Þú ert vonbetri en eg, Jóhanna. Dag eftir dag hef eg leitað atvinnu, eg hef reynt á yfir 50 stöðum, en allstaðar fengið sama svarið«. í sama bili vaknaði Hans litli og kall- aði: »Mamma mín, gefðu mér svolítinn brauðbita, eg er svo svangur«. »Við höfum ekkert brauð barnið mitt«. »Nær fæ eg það ?« spurði barnið. Tárin komu fram í augu móðurinnar, hverju átti hún að svara. »Grát þú ekki Hans«, sagði faðir hans ineð geðshræringu, »eg ætla út að sækja brauð«. Hann greip hatt sinn og sneri til dyra; augnaráð hans bar vott um örvæntingu og kona hans óttaðist fyrir að hann mundi leiðast afvega, hún lagði hönd- ina á handlegg hans og sagði mjög al- vörugefin: »Pað er þungt að líða skort, en þó er annað til sern er miklu verra«. Hann gekk út án þess að svara. Gat- an hlaut hvort sem var að verða heim- ili hans innan skams, því hann hefði ekkert til að borga liúsaleigu með um næstu mánaðamót. Róbert var duglegur og áreiðanlegur vélafræðingur, hann hafði áður búið uppi í sveit þar sem útgjöldin voru minni, og þá veitti honum létt að sjá fyrir fjölskyldu sinni, en honum fór að leiðast sveitalííið og hélt sér mundi líða betur í borginni, þess vegna flutti hann þangað og leigði sér herbergi. Fyrst framan af gekk alt vel, en svo fór liann að vanta atvinnu og hafði ekkert að gera. Hefði hann nú að eins verið uppi i sveitinni þá hefði hann þó haft einhverja vinnu. Eins og oftast á sér stað hjá fátæklingum hafði Róbert ekkert að lifa á, nema hann hefði stöð- uga atvinuu. Þótt hann væri sífelt að leitast fyrir um vinnu, þá var honum jafn oft synjað um hana, og með hverj- um degi sem leið, varð það æ þyngra fyrir hann að snúa heim aftur og mæta börnum sínum hungruðum án þess að geta satt hungur þeirra. Róbert ráfaði fram og aftur um göt- urnar í þungum hugsunum, hann vissi ekki hvað ætti til bragðs að taka, til þess að geta efnt loforð sitt við Hans litla. Hann álti engan eyrir í eigu sinni, og hvernig gat hann þá strax fengið peninga lil að kaupa brauð. »Eg hlýt að veðsetja yfirhöfnina mína«, sagði hann við sjálfan sig, »eg get ekki horft á að konan mín og börnin líði skort«. í slíkum kulda sem þá var, gat hann varla komist af án þess að hafa yfir- höfnina, sem þegar var orðin talsvert slitin. »Hvað stoðar það«, sagði hann við

x

Tákn tímanna

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tákn tímanna
https://timarit.is/publication/498

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.