Tákn tímanna - 01.11.1919, Síða 5
13
TÁKN TÍMANNA
hrópa á hjálp; það hafði ekki séð hvað
gerðist bak við þokuna. Neyðarópið
hafði hreyft móttökutækin í mörgum
skípum, þau breytt stefnunni og komið
til hjalpar. Alt þetta skeði bak við þok-
una. Fyrst þegar þokuna birti sást að
meira en næga hjálp var að fá!
Þegar ég las þetta, datt mér í hug,
hvort vér mundum sjá það, sem gerist
bak við þokuna! Hvort vér mundum
sjá hvernig himnarnir hrærast þegar vér
sendum skeyti þangað upp, sendum vor
þráðlausu skeyti! Því heima hjá Guði
eru móltökutæki. Hann heyrir bænir.
»Ákalla mig í neyðinni og ég mun frelsa
þig«. Vér erum svo oft staddir á sökkv-
andi skipi. En séu hraðskeylatæki vor
í lagi og vér kunnum að nota þau,
munum vér ekki farast. Hjálpin mun
koma. Enda þótt oft líti svo úl setn
bænir vorar séu árangurslausar, þá
hrærast þó himnarnir þegar vér þrýst-
um á hraðskeytatækin. Vér sjáum það
ekki, þokan — efa og vantrúarþokan —
umkringir oss, en Guð mun gefa oss
heiðskírt veður svo vér sjáum að hann
vill frelsa oss. Daníel bað, en það leit
út fyrir að Guð heyrði ekki. Hann hélt
áfram að biðja. Þá lætur Guð ílytja
honum þennan boðskap. »þegar þú
byrjaðir bæn þína, út gekk orð, og ég
er hingað kominn til að kunngera þér
það, því þú ert ástmögur Guðs«. Þegar
þú byrjaðir bæn þína! Ekki þá fyrst,
er hann hafði lengi beðið. Nei, þegar
hann byrjaði bæn sína, strax þegar
bænin steig upp til Guðs, bjó hann sig
til að svara, en svarið kom ekki strax
í ljós. Hjálpin var á leiðinni, en Daníel
sá ekkert. Svo lélti þokunni og dagur
ljómaði yfir ástmög Guðs. Þannig er
það ælíð. Engin bæn er árangurslaus,
Guð heyrir hvert andvarp og hann
hlustar ekki á það aðgerðalaus.
Skovgaard-Petersen.
Sjálfsögð skylda.
Mörgum þykir mjög gaman að því,
að segja það, sem þeir vita að öðrum
fellur illa að lieyra. Þetta kalla þeir
»að segja meiningu sína« eða »að tala
blátt áfram«. Sumir velja því enn virðu-
legri orð og kalla það að segja sann-
leikann« — alveg eins og sannleikur-
inn hlýtur að láta illa í eyrum fyrir
það, að vera sannleikur! Er ekki marg-
ur sannleikur til, sem er bæði fagur,
góður og yndislegur? Ef svo er, hvers-
vegna ællum vér þá ekki að reyna að
gera aðra liamingjusama með því, að
halda því á lopti, sem er gott, í stað
þess að flýta oss að koma með alt það
leiða, sem vér getum fundið? Mennirn-
ir hafa oft meira af sorg en gleði. Það
er því blátt áfram skylda vor að reyna
að gera eins mikið og vér getum úr
öllu því góða, en eins litið og vér get-
um úr hinu. Ev. S.
Peningar.
í sjálfu sér hafa peningar .[ekkert
gildi. Þú getur ekki etið þá, ekki drukk-
ið þá, ekki klætt þig i þá. Þú rgetur
haft fulla vasana af peningum — og þó
dáið úr hungri, þorsta og kulda, ef
hvorki matur, drykkur eða klæði eru til.
Það er langt frá að peningar séu hin
æðslu gæði, þeir eru heldur ekki hin