Tákn tímanna - 01.11.1919, Síða 6

Tákn tímanna - 01.11.1919, Síða 6
14 TÁKN TÍMANNA næst æðstu. En þær ern mjög mikils virði fyrir þá, sem kunna að nota þá réttilega. »Alt fæst fyrir peninga«, er venjulega sagt. Nei, það er ekki satt. Maður getur keypt: Mat, en ekki malarlyst, meðöl, en ekki heilbrigði, mjúka rekkju, en ekki svefn, lærdóm, en ekki snild, fegurð, en ekki yndi, skemtanir, en ekki gleði, félaga, en ekki vini, þjóna, en ekki trúmensku, gráar hærur, en ekki heiður, rólega daga, en ekki frið. Hj'ðið af öllu fæst fyrir peninga, en ekki kjarninn. Fyrir peninga er hann ekki falur. í tölu spottaranna. Ung stúlka sat og var að lesa í bib líunni sinni þegar maður nokkur sagði við hana: »Anna, þessa bók getur þú ekki skilið; það er heldur ekki salt, sem í henni er«. Stúlkan Ieit upp og svar- aði: »Það er eitt í biblíunni, sem þú fullvissar mig um að sé satt«. »Svo, hvað getur það verið?« Anna leit í augu mannsins og sagði: »Biblían segir, að á síðustu dögum muni koma spott- arar, og þú talar eins og þú værir einn af þeim«. Döpur stund. — Nl. »Eg get ekki horft á fjölskyldu mína líða skort«, ’sagði hann við sjálfan sig, »ef það er rangt að halda peningunum þó svona standi á fyrir mér, þá vona eg að Guð fyrirgefi mér það, hann þekk- ir kringumstæðurnar«. Meðan hann var að velta þessu fyrir sér mintist hann orða konu sinnar er hún sagði: »Það er þungt að líða skort, en þó er annað til, sem er miklu verra«. Hann var gagntekinn af öllum þess- um hugsunum, og flýtti sér nú sem mest hann mátti á eftir kaupmanninum, stóð að vörmu spori við hlið hans og rélti honum bókina. »Þakka yður fyrir«, sagði hann og sneri sér við, »eg tók ekki eftir að eg misti hana, eg er yður mjög þakk)átur«. »Þér hafið líka fulla ástæðu til þess«, svaraði Róbert í hálfum hljóðum, það var nærri að mér komið að skila henni ekki. »Það hefði verið óráðvendni«, svaraði kaupmaður Griem og breylti málrómn- um. »Já, en það er sárt að vera gjald- þrola, heyra böinin grátandi biðja um mat og hafa ekkert til að gefa þeim«. »Þér eruð þó víst ekki svo illa stadd- ur«, sagði kaupmaðurinn mjög alvar- legur. »Það er því miður alt of satt, eg lief gengið alvinnulaus nærri tvo mánuði og hvergi getað fengið vinnu, eg sneri inér einnig lil yðar fyrir nokkruin dög- um«. »Ó! nú inan eg eftir yður; mér fanst eg hefði séð yður fyr«. »Eg get ef til vill úlvegað yður vinnu«. »Hvað eg væri yður þakklátur ef þér gerðuð það«. »Verkstjórinn minn veiklist í gær, viljið þér taka starf hans að yður?« »Eg þakka yður innilega fyrir«. »Þá komið þér í fyrramálið. Hér haf- ið þér nokkuð til bráðabyrgða«, sagði

x

Tákn tímanna

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tákn tímanna
https://timarit.is/publication/498

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.