Tákn tímanna - 01.12.1919, Síða 2
1$
TÁKN TÍMANNÁ
og fæðir son og lætur hann heita Im-
anuel«, Es. 7, 14. Hann er það »barn«
og sá »sonur«, hvers nafn er kallað.
»Undraráðgjafi, guðhetja, eilífðarfaðir,
friðarhöfðingi«, er sami spámaður spáði
um hér um bil 740 árum áður. Es. 9,
6. Hann er sá, er sami spámaður nokkr-
um árum síðar enn fremur segir um:
»Hann rann upp eins og viðarteinungur
fyrir augliti hans og sem rótarkvistur
úr þurri jörð — en vorar þjáningar
voru það sem hann bar, og vor harm-
kvæli er hann á sig lagði; vér álitum
honum refsað, hann sleginn af Guði og
lítillættan, en hann var særður vegna
vorra synda og kraminn vegna vorra
misgerða; hegningin sem vér höfðum
til unnið, kom niður á honum, og fyrir
hafis benjar urðum vér heilbrigðir«, Es.
53, 2 — 5. Hann er sá, sem Daníel 540
árum áður talaði um sem hinn »smurða«
sem »þjóðhöfðingja«, er átti að koma
fram á þeim tíma, er sami spámaður
svo nákvæmlega hafði tiltekið, Dan. 9,
25—27. Já, hann er sá, sem Móses og
»a 11 ir spámennirnir« liafa talað um að
ælti að fæðast, líða og deyja sem frels-
ari heimsins, Luk. 24, 25—27. Ps. 2,
18, 24. Og honum bera allir spámenn-
irnir vilni, að sérhver sá er á hann
trúir, fái fyrir lians nafn syndafyrirgefn-
ingu«, Ps. 10, 43.
y>Dýrd sé Gudi i upphœðum!«
Pað voru ekki margir, sem skyldu,
hverja þýðingu fæðing litla barnsins í
Betlehem hafði. Frelsari heimsins var
kominn — hann var kominn til sinna,
en þeir hvorki væntu hans, þektu hann
eða tóku á móti honum. Af öllu hinu
glataða mannkyni, voru að eins örfáir,
er höfðu nokkurn skilning á, hvað þá
skeði, og sem þess vegna sendu þakk-
læti sitt upp í himininn. Ekki var það
þó svo, að þessu háleita verki, sem
Guð var nú að gera, væri enginn gaum-
ur gefinn. Þeir voru til, sem gátu séð
viðburðina frá hærra sjónarsviði og
kveðið upp réltan dóm yfir þeim, ekki
að eins gagnvart mönnunum, heldur og
öllu sköpunarverkinu. Englarnir stigu
niður til þess að bera mönnunum vitni
um, að hið fyrirheitna sæði væri fætt.
Peir fyllust fögnuði og þakklæti til hins
miskunnsama föður; hinn fagri lofsöng-
ur þeirra gaf til kynna þær tilfinningar,
sem alla jafna hafa ríkt 1 brjóstum
þeirra fáu, er sjálfir hafa reynt hvað
frelsarinn hefir gert fyrir þá persónu-
lega, og hljómaði nú í næturkyrðinni,
sem eins konar blessun yfir jörðinni.
Hér þarf ekki á neinni röksemdafærslu
að halda, gagnvart slíkri staðreynd sem
hér, hefir það enga þýðingu hvað guðs-
afneitarar, spottarar og efunarseggir
álíta.
y>Friður á jörðu /«
Síðan syndafallið varð, hefir fullkom-
inn friður ekki þekst á jörðinni. Menn-
irnir hafa lifað i sífeldri óeiningu við
Guð, við sjálfa sig og hver við annan.
Þeir hafa lifað í óeiningu, annað hvort
við hið illa eða hið góða. Friðurinn
hefir verið landflótta á jörðinni, flæind-
ur og útrekinn hefir hann orðið að fela
sig langt frá alfaravegum mannanna.
Hann hefir orðið að leita hælis á af-
viknum stöðum, hjá hinuin lítilmótlegu,
sem enginn gefur gaum að, já, ef til
vill hjá hinum fyrirlitnu, en trúuðu og
leitandi sálum, eins og hinum lítilmót-
legu hjarðmönnum. En jafnvel hjá þess-
um mönnum er friðurinn ekki varan-
legur, því þó ekki væri annað, þá mundi
ófriðargnýrinn alt í kring um þá ónáða
þá. Mennirnir munu ekki njóta friðar í
fullum mæli, fyr en syndinni er útrýmt,