Tákn tímanna - 01.12.1919, Qupperneq 3

Tákn tímanna - 01.12.1919, Qupperneq 3
TÁKN TÍMANNA 19 frumkvöðull syndarinnar að engu gerð- ur og hið upprunalega samræmi í sköp- unarverki Guðs aftur fengið. Og það er þetta sem felst í þessum dýrmætu orð- um: »Friður á jörðu!« Hann, sem í fyllingu tímans mun gera þetta sæluríka ástand að veruleik, er korninn! En sá friður sem ríkja á yfir allri jörðinni, er enn ekki fenginn, því Jesús segir: »Ætlið ekki að eg sé kominn til að flytja frið á jörð, eg er ekki kominn til að flytja frið, heldur sverð«, Matt. 10, 34—38. En þrátt fyrir það, að mennirnir þann- ig hafa reynt að gera hann að þrætu- efni, þá var það þó takmark hans að koma á friði í hinu friðvana landi. »Nafn hans er friðarhöfðingi, og þessi mun friður vera«, Es. 9. 6., Mika 5, 4. Hann kallast einnig »Síló« eða friðsemj- ari, 1. Mós. 49, 10., því ætlunarverk hans er að semja frið, þar sem ófriður er. Það er fyrir hann, sem mennirnir verða aftur teknir í sátt við Guð, og þegar þelta verk hans er fullkömnað, og hinir hógværu erfa landið, þá munu þeir »gleðjast yfir ríkulegri gæfu«. Sálm. 37, 11. Þá rætast í fylsta skilningi orð- in: »Friður á jörðu«. y>Og velþóknun yfir mönnunum«. Aldrei hefir kærleikur Guðs lil mann- anna orðið augljósari en hér. Sú fórn er hann færði, er ofar skilningi mann- anna. En þegar hann lók þá ákvörðun að færa þessa fórn, til þess áð mönn- unuin gæfist kostur á að öðlast það aftur, er þeir höfðu mist, þá var það gert með gleði og velþóknun, því ritað er: »Hann ákvað fyrirfram að taka oss i'yrir Jesúm Krist sér að sonum, sam- kvæmt velþóknun vilja síns, dýrðlegri náð sinni til vegsemdar, sem hann hafði með sjálfum sér ákveðið að framkvæma«, Ef. 1. 5, 9. Hann gerði það ekki með tregðu eða óljúfu geði, heldur með gleði, af þvi hann hafði velþóknun á mönn- unum. Og eins og hann var fús á að gefa son sinn, svo fús er hann einnig á að veita öllum þeim móttökn, er trúa á soninn og byggja von sína á honum — ekki vegna eigin verðskuldunar, en vegna þess, að þeir eru sér þess með- vitandi, að þeir eru i nauðum staddir. Já; »í dag er yður frelsari fæddur« og hann skal lieita »Jesús«, því liann mun frelsa silt fólk frá syndum þess«. Þetta er boðskapurinn um frelsarann, sem einmitt nú á Jólunum er kunn- gerður allur kristninni. Og þótt að vér ekki álitum, að jólin í þessu efni hafi nokkra þýðingu, eða að hátíðahald þeirra sé boðið í Guðs orði, en að þau séu af alt öðrum og vafasömum rótum runnin, þá er þó liinn dýrðlegi sann- leikur hinn sami, að boðskapurinn um fyrstu komu frelsarans á og mun verða mikið fagnaðarefni sérhverjum sann- kristnum manni. Og sá sem finnur þetta mun af öllu hjarta geta tekið undir með hinurn glaða og fjöruga englasöng, er liljómaði fyrir utan Betlehem þessa minnisstæðu nótt: »Dýrð sé guði i upphœðum, og friður á jörðu og velþóknan yfir mönnunum.« E. A. Friður Guðs. í lífi Jesú Krists birtist undurfagur friður. Ekkert gat nokkurn tíma hrælt liann eða orsakað að hann gleymdi sínu háleita starfi, sem hann var sendur að framkvæma. Hann talaði til hinna djöfulóðu, sem bjuggu í gröfunum og þeir létu liann í

x

Tákn tímanna

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tákn tímanna
https://timarit.is/publication/498

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.