Tákn tímanna - 01.12.1919, Page 4

Tákn tímanna - 01.12.1919, Page 4
20 TÁKN TÍMANNA friði. Hann stóð upp og talaði lil storms- ins á Genezarets vatni, og hann breytt- ist i hæga golu. Hann fór inn i her- bergið í húsi Jaríusar, þar sein stúlkan lá dáin, rak hinn hávaðasama hóp út, kallaði stúlkuna til lífs aftur, og færði frið og gleði inn í hin sorgþrungnu hjörtu foreldranna og systkina. Hann leit á hópinn, sem færði hórkonuna til hans, til þess að hann dæmdi hana, og þegar hann hafði sent hópinn burtu með því að rita misgerðir hans i sand- inn, sneri hann sér meðaumkvunarfuli- ur að konunni og færði henni fyrir- gefningu og frið. í lífi hans birtist friður, sem heimur- inn ekki gat skilið, þótt sjálfur væri i hættu gat hann rélt hönd sína út og læknað eyru ofsækjandans. Smánar- orð falskra vina og háð óvinarins höfðu jöfn áhrif. Engin reiðisvipur sást á and- liti hans, þegar skipunin gekk út um að húðstrýkja hann, heldur ekki þegar verkið var framkvæmt. Þyrnikórónan, sem selt var á höfuð hans með ómild- um höndum, kom ekki tungu hans til að mæla eitt einasta óvingjarnlegt orð. Og þegar vaiir hans loksins hreyfðust undan kvölunum á Golgatha, þá heyrð- ist bæn fyrir óvinunum. Er það mögulegt, að þessi undursam- legi friður, sem birtist í lífi hans, einnig geti gert vart við sig í lífi barna hans? Án efa, því hann gaf lærisveinum sín- um eftirfarandi loforð: Frið læt eg eftir hjá yður, ekki eins og heimurinn gefur gef eg yður. Hjarla yðar skelfist ekki né hræðist. Jóh. 14, 27. Páll bað lærisveina sina um að láta frið Guðs sigra í hjörtum þeirra. Ko). 3, 15. Þegar Jesús hugsaði um hið háleita kall föðursins, gátu afleiðingarnar ekki vakið neinar hræðsluhugsanir hjá hon- um. Musteri sálar hans var svo uppljómað af skæru ljósi frá hæðum, að engar jarðneskar mótbárur gátu orsakað myrk- ur eða truílað frið hans. Ósk Guðs er, að börn hans einnig nú lifi svo, að lif þeirra eins og líf frelsarans fyllist gleði og friði, sem er æðri öllum skilningi. Fil. 4, 7. Gagnvart slíkri gleði varð hin nag- andi sorg, sem svo oft reyndi að gera að engu gleði Jesú að vikja og kvíðinn sem vildi ræna sólargeislunum í lífi hans að hverfa að eilífu. Þessi háleita gleði hvíldi á kraíti hins hæðsta, eins og líka stendur skrifað: »t*ú afrekar æ- varandi frið, þess vegna treysta menn á þig«. Es. 26, 3. Heimurinn mun sjá kraft þennan í lífi sannkristins manns, en ekki skilja hann. Farísearnir sáu hann í lífi Krists og margir furðuðu sig stórum, ér þeir sáu hina háleitu tign, sem ætíð birtist i öllu lífi hans og framkvæmdum. Líf hans var eitt mikið starf, en ekkert var framkvæmt í flauslri. Enginn ótti gat komið honum til að hraða sér meira en hann var vanur. Um Guðs fólk stendur: »Sá sem trúir er ekki óðlátur«. Es. 28, 16. Guðs reiði. — — — Eg vil tala vel um Guð, og eg vil segja: Guð hefir aldrei verið reiður nokkrum manni. Hvernig eigum vér þá að úlskýra reiði hans? Fað skaltu heyra: Maður nokkur átti fimm börn. Svo kom hálsveikin og lók eilt þeirra. Hann brældi hús sitt með brennisteini og sótt- hreinsaði það sem liann gat, En árið

x

Tákn tímanna

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tákn tímanna
https://timarit.is/publication/498

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.