Tákn tímanna - 01.12.1919, Side 8

Tákn tímanna - 01.12.1919, Side 8
24 TÁKN tímanna búa til eggjaköku, þá held ég að ég geti farið, en ég get ómögulega borið heilan líter af mjólk heim«. »Jæja«, sagði ég, »fáðu þá bara hálfan líter, en mundu eftir því, að ég þarf helzt að fá heilan líter«. Þegar hann kom aftur, sagði hann: »Ég fékk hálfan líter hjá afa, en ég helti dálitlu niður þegar ég fór yfir lækinn. Ó, hvað ég er þreyttur í handleggnum«. Ég var svo heppin að ég átti svo mlkla mjólk til áður að ég gat búið til eggjaköku; en þegar búið var að borða var ekkert eftir handa mér eða Lárusi. Þegar hann spurði, hvort ég hefði gleymt sér, sagði ég, að ég hefði ekki haft nóga mjólk til að búa til eggjaköku handa öllum, svo að hann og ég gæt- um nú ekkert fengið. Aumingja Lárus. Honum lá við að gráta, en hann reyndi að stilla sig. Daginn eftir kom hann til mín og sagði: »Mamma, viltu ekki að ég sæki mjólk fyrir þig i dag, ég held að ég geli borið hana«. B^að er gott«, sagði ég, »en þú verður svo lengi, að ég er hrædd um, að þú verð- ir ekki kominn aftur þegar ég þarf að brúka hana«. »f*ú skalt nú bara vita«, sagði hann, og áður en ég almennilega vissi að hann var farinn, stóð hann við dyrnar með tvo lítra af mjólk. »Hérna, mamma«, sagði hann heldur en ekki upp með sér, »ég hefi ekki helt einum dropa niður! Því horfir þú svona á mig, mamma ?« »Ég er að gá að lata drengnum, sem fór að sækja mjólk í gær; ég sé hann hvergi«, svaraði ég. »Hann finnur þú aldrei, hann drukn- aði í læknum. Nær sem þú þarft hjálp- ar við, skaltu kalla á mig«. Svona skildist Lárusi fyrst, að einnig hann varð aö hjálpa til í húsinu«. »Gott og vel«, sagði frú Brown í því hún gekk út, »en ef ég færi svona að, mundu nágrannarnir segja, að ég svelti Harald«. »Auðvitað mátt þú búast við útásetningum«, svaraði ég, »en slíkt ætti nú engan að saka«. M. E. W. Draumspekingurinn. Vér höfum allir lesið, hversu erfitt það var oft fyrir hina voldugu konunga í fornöld að fá menn, sem gátu ráðið drauma. Þó er sagt frá Skotlending nokkrum, sem nýlega var svo heppinn að eiga slíkan draumspeking í ætt sinni. Að þýðing draumsins hafi verið rétt, er víst ekkert efamál. Verkmaður við skipa- kví eina sagði konu sinni frá undarleg- um draum, sem hann hafði dreymt urn nóttina. Hann þóttist sjá fjórar rotlur, sem koinu til hans í halarófu. Fyrsta rotlan var mjög feit, tvær þær næstu voru magrar, en sú seinasta var blind. Maðurinn var mjög hugsjúkur yfir, hvað þelta mundi þýða, því það var venjulega álitið óheillamerki að dreyma rottur. Hann sneri sér til konu sinnar, en vesalings konan gat ekkert hjálpað honum. Sonur hans, skarpskygn lítill hnokki, hafði lika heyrt drauminn og bauðst nú til að þýða hann. »Feita rott- an«, sagði hann, »er veitingamaðurinn sem þú heimsækir svo oft, mögru rott- urnar tvær eru manna og eg, en blinda rottan er þú sjálfur, pabbi«. »Því enginn reynist fyrir það þó hann lofi sjálfan sig, heldur sá, sem lofstír fær af Drottnk. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Tákn tímanna

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tákn tímanna
https://timarit.is/publication/498

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.