Tákn tímanna - 01.11.1920, Blaðsíða 8

Tákn tímanna - 01.11.1920, Blaðsíða 8
16 TÁKN TÍMANNA fr . ---^ Tákn Tímanna, málgagn S. D. Aðventista, kemur út einu sinni i mánuði. Kostar kr. 2,75 árgang- urinn. Gjalddagi 15. okt. og fyrirfram. Útg.: Trúboðsstarf S. D. Aðventista. Rilstjóri: 0. J. Olsen. Sími 899. Pósthólf 262. Afgreiðslan í Ingólfsstræti 21 b. —4 fjallsrætur, þess vegna var mjög gest- kvæmt þar á sumrin, fólk fann unað og hressingu í því að anda að sjer hinu tæra og heilnæma fjallalofti. Frú Geusel leigði báðar stofurnar sínar, sjálf hafði hún einungis svefnherbergið og eldhúsið eftir. Pað var hefðarfrú nokkur, sem fékk þær, hún hafði með sér dóttur sína 6 ára gamla. Elisabet litla Smith og Káthe léku sér saman og urðu brátt góðir vinir. »Sér barnung mær tekur missirinn létt.« Það gladdi móðurina að sjá föðurlausa barnið leika sér glalt og áhyggjulaust við ókunnu telpuna. Frú Geusel tók það mjög sárt þegar barnið hennar var hælt að muna eftir föður sínum, hún sagði Káthe litlu sög- ur af honum, sýndi henni myndirnar af honum og gerði alt, sem hún gat til þess að við halda íninningu hans i buga hennar. Káthe fékk aldrei nóg af þvi að heyra sagt frá pabba, — en hún harmaði ekki vegna þess missir, sem hún fann ekki til. »Hann kemur aflur, mamma,« sagði hún oft huglireystandi. »Nei barnið mitt, hann er dáinn — hann liggur í köldu dimmu grötinni,« svaraði móðirin með grátþrunginni röddu. En Káthe stóð fast á þvi, að hann kæmi upp úr gröf- inni aftur. »Manstu ekki mamma, að Jesús tók Lasarus upp úr gröfinni, prest- urinn segir að Guð geti alt, og þá get- ur hann líka vel komið með pabba aftur.« Móðirin stundi þungan og snéri sér undan. Hvernig átti fjögra ára barnið að skilja sorg hennar! Með vonleysishug hugsaði hún um framtíðina. Hvað mundi veturinn færa henni? Hún kveið fátæktinni, en þó enn meir einverunni af tómleikanum. Veturinn, sem leið álti hún þó manninn sinn ennþá, þá skrifaði hún og fékk bréf, þá hafði hún enn von — vonina um að hann kæmi aftur — en — nú var ekkert að hlakka til — ekkert að vona framar í þá átt. Ef það hefði ekki verið barnsins vegna, þá mundi hún nú hafa sótt um ráðs- konustöðu eða eitthvað þessháttar, því vinna varð hún af öllum kröftum ef vera mætti hún fremur gæti hrundið frá sér þeim ömurlegu hugsunum er sífelt ásóttu hana. Nú beið hennar þetta kyrláta einstæð- ingslíf heima. »En þegar neyðin er stærst, er hjálpin næst«. Þegar frú Smith var að búa sig lil heimferðar um haustið, kom hún einhverju sinni inn í eldtiúsið til frú Geusel og spurði hvort hún væri því nokkuð mótfallin að fara með sér heim, og auðvitað átti dóttirin að vera með. »Jeg held að þér hefðuð gott af að lyfta yður upp, þér hafið ekki við neitt að skilja — hér.« Frh. Guðs orð er perla skær og skir, sem skín með ljóma hreinum; sú perla er aldrei oss of dýr, því eignast hana reynum. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Tákn tímanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tákn tímanna
https://timarit.is/publication/498

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.