Verði ljós - 01.01.1896, Blaðsíða 14
10
mitt og samvizka býður mjer. Jeg veit, að þú berð svo mikla
virðingu fyrir orðum þins gamla fósturföður, að þú leggur ekki
brjef mitt ólesið frá þjer, enda þótt þú gangir að því vísu, að þar
muni fram koma gamaldags skoðanir, sem hin yngri kynslóð vorra
tíma þykist vaxin upp úr. Bæri jeg ekki þctta traust til sonarþels
þíns, dytti mjer ekki einu sinni í hug að fara frekar út í þá
sálma, — on af því jeg cr sannfærður um, að þú lest orð mín,
langaði mig til að skrifa þjer lítið eitt um það, lxvað jeg hefi
hugsað um þessi efni, sem þú stendur efandi gagnvart. — Það
verður vitanlcga ekki nema eins konar inngangur, sem þú færð frá
mjer í dag, því að sjónin er farin að linast og höndin að stirðna
við ritstöf. —
Þú segir á einum stað síðar í brjefi þínu: „Það eru nú svo
mörg og stór spursmál á dagskrá í andans heimi, sem mjer virðast
miklu þýðingarmeiri en þau, er viðkoma kristindómnum“, og bæt-
ir svo við rjett á éptir: „Mannsandinn er nú hjcr um bil vaxinn
upp úr því, að rífast um gamlar trúarsetningar“. Er það ekki
skrítið, að jeg skuli hafa heyrt einmitt þessi sömu orð töluð í upp-
vexti mínum, að mannsandinn væri nú hjer um hil vaxinn upp úr
því, að rífast um gamlar trúarsetningar! og enn þá skrítnara, að
100 árum áður hafi sömu hugsuninni verið slegið frain af ýmsum
spekingum! Jeg fer úr þessu að álíta, að mannsandinn sjé sein-
þroska í meira lagi, hafi honum ekki farið meira fram en þetta á
meira en liundrað árum. Ætli þeir hefðu ekki hrist höfuðið, spek-
ingarnir miklu á 18. öldinni, sem í einfeldni sinni voru að jarð-
syngja kristindóni og kirkju, ef þeim hefði vcrið sagt, að andi
mannsins yrði ekki kominn lengra undir lok 19. aldarinnar en það,
að vera hjer um hil — ekki alveg — vaxinn upp úr þessum barna-
skap, að vera að rífast um gamlar trúarsetningar! En annars
held jeg, Bergþór minn! að þú hafir ekki sem bézt yfirvegað orð
þín, því að svo vel er þjer kunnugt um þau spursmál, sem uppi
eru í andans heimi nú á dögum, að þú hlýtur að vita, að eitt af
þcim, sem hvað mest hafa hertekið hugi manna og hvað mcst cr
rætt og ritað um, einnig á vorum dögum, er cinmitt spurningin,
sem meistarinn frá Nazaret forðurn daga lagði fyrir Faríseana:
„Hvað virðist yður um Krist? Hvers son er hann?u Mjer þætti
gaman að vita, hvaða spursmál það skyldi vera, sem hertekur hugi
iiciri manna, sem meira sje talað og ritað um, sem meira sje deilt
um, en þetta? Það er vert að gefa gætur að þvi, að það er
cins og þessi spurning sje alt öðrum lögum háð, en allar aðrar,