Verði ljós - 01.03.1897, Page 10

Verði ljós - 01.03.1897, Page 10
42 Þeir þurfa ai’) verða samhentari en þeir hafa verið hingað til, starfa meira i sameiningu, koma optar saman til þoss að ræða velferðar- mál kirkjunnar í heild sinni og hinna einstöku safnaða, til þess að styrkja hver annan og uppörfa hvcr annan, því að það er svo hætt við, að hinn góði vilji verði framkvæmdalítili, ef að hver situr á sinni þúfu, án þess að hafa nokkur andleg mök við bræður sína, Yorir tímar eru umfram alt framkvæmdalífs-tímar, alt logn, kyrr- staða og aðgjörðaieysi verður nú á tímum skoðað sem áhugaloysi og alvöruleysi. Og hvergi er það hættulegra en í kirkjunni, ef söfnuðirnir fá þá skoðun á leiðtogum sínum, að málcfni kirkjunn- ar og kristindómsins sje þeim ckkért alvöru- eða áhugamál. E>að er því eitt iifsspursmál fyrir kirkju vora, að þossir prestar vorir, scm í hjarta sínu eru einlægir og hollir þjónar kirkju sinnar og hafa einlægan vilja á að roka erindi drottins, láti þetta ásjást í framkvæmdarsömu lífi; söfnuðurinn þarf að sjá það, þarf svo að segja að geta þreifað á því dagsdaglega, að hjer er prestur gagn- tekinn af hinum cilífu hugsjónum, prestur, sem meira en að nafn- inu til hefir helgað sig Jesú Krists heiiaga málefni, prestur, sem af frcmsta megni kappkostar að vera prestur eptir hjarta Krists. Það getur ekki hjá því farið, að slíkur prestur vinni brátt áheyrn safnaða sinna og orð hans finni þar meðtækilegan jarðveg. Bn því floiri slíka starfsmenn sem kirkja íslands eignast, vinst einnig annað, sem mikið ríður á, sem sje það, að hin kenni- mannlega hugsjón glæðist og skýrist í meðvitund safnaðanna og á hinn bóginn, að óánægjan með hin hempuklæddu heimsbörn fer vax- andi. Því einnig þetta er lífsspursmál fyrir framtíð kirkju vorrar, að söfnuðirnir verði enn heimtufrckari, gjöri enn stærri kröfur til bæði hins trúarlcga og siðferðilega lífs presta sinna, láti sig það ekki einu gilda, hvort sóknarpresturinn rífur niður eða byggir upp, dreifir í stað þess að safna saman. Að sama skapi, sem þeir eiga að fjölga, er eingöngu vilja efla dýrð drottins í söfnuðunum, að sama skapi eiga liinir að fara fækkandi og hverfa, allir leiguþjón- ar, sem bjóða söfnuðum sínum steina fyrir brauð og vekja hneyksli í söfnuðinum með óvandaðri og óprestlegri hegðun. Því slíkir prestar munu enn vera til á meðal vor og því miður enn of marg- ir — einnig það hefir baráttan milli trúar og vantrúar leitt í ljós — monn, sem virðast liafa hálf-óljósar hugmyndir um eðli kristin- dómsins og um þýðingu hinna kristilegu sáluhjálparsanninda, mcnn, sem virðast jafnan vera reiðubúnir til að slaka á klónni við van- trúna og kæruleysið og gjöra sjer enga samvizku af því að breyta

x

Verði ljós

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.