Verði ljós - 01.04.1899, Síða 8

Verði ljós - 01.04.1899, Síða 8
56 En eins og ]>egar er sagt, þá mótmælir ritningin sjálf þessari gömlu innblásturs-kenningu. Ekkert getur verið fjær sannleikanum eu það, að höfundar hinua helgu rita hafi verið eins og dauðar ritvélar í lieudi guðs anda við samuingu ritanna; svo að segja á hverri einustu hlaðsiðu allrar ritningarinnar sjáum vér áþreifanleg merki mannlegs samverknað- ar. Hvað getur hugsast mannlegra en þær sorgar- og gleðitilfinn- ingar, iðrunar- og trúartilfinningar, sem fyrir oss verða í Daviðssálmum eða bréfum Páls postula! Hvernig ætti mannlegur samverknaður að vera útilokaður við samningu guðspjallanna, þar sem hver guðspjalla- maðurinu fyrir sig skýrir frá því, sem hann hefir séð og heyrt, eða eins og viðburðirnir hafa komið honum fyrir sjónir eða borist honum til eyrna. Eða þar sem höfuudar ritanna sjálfir vitna til eldri lieimildar- rita, sem þeir liafi notfært sér við samniugu ritanna, eins og t. a. m.Lúlcas guðspjallamaður tekur með heriim orðmw fram i upphafi guðspjalls síns (Lúk. 1,1—4), eða höfundur Mósesbókanna, erhann vitnar í „bókina um styrjaldir drottins“ (4. Mós. 21, 15), höfundur Jósúabókar, er vitnar í „bók hins réttláta11 (Jós. 10, 13), og höfundar Konungabókanna og Krouiku- bókanna, ervitna i ýms rit, sem vér nú ekki þekkjum, — hvernig geta menn neitað mannlegum samverkuaði þar sem svo stendur á ? En svo er annað atriði, sem hér kemur til greina og sýnir oss ber- lega, að þessi umgetna inublásturs-kenning er röng. Dað er hin sögu- lega framþróun opinberunarinnar. Hin guðlega opinberun birtist i ritn- ingunni í sögulegum búningi og á mismunandi stigi, alt eftir mismun- andi þroskastigi mannanna. I fyrstu er hún í ýmsu tilliti óljós og ó- greinileg, en eftir því sem fram líða stundir og mennirnir vaxa að þroska og andlegum móttækileika, að sama skapi verður opinberunin Ijósari og greiuilegri. Til þess að sauufærast um þetta, þarf ekki ann- að en bera saman gamla og nýja testamentið, — eins og afturelding og albjartur dagur eru ]>au hvort í hlutfalli við annað; gamla testamentið birtir oss undirbúningstimann, nýja testamentið sýnir oss „timans fyll- ingu“. Sú guðsþekking og sá skilningur á veru gnðs og vilja, og uin- fram alt á hjálpræðisráðstöfunum guðs, sem mætir oss í gamla testa- mentinu, stendur óneitanlega á lægra stigi en alt þetta, eins og það birtist í nýja testamentinu, eftir að Guð hefir opinberast mönuunum i syn- inum Jesú Kristi. Eða þá munurinn á guðshugmynd garnla testamentis- ins og hins nýja — er hann ekki hér um bil samsvarandi muninum, sem er á þrumuröddinni á Sínaífjalli og sæluboðunarröddinni á Galileu- fjallinu, þar sem Jesús kendi? Anuars vegar ber mest á hinum heilaga og vandlætingarsama dómara, hins vegar þc,r á móti ber mest á liinum kærleiksrika og miskunnsama föður; annars vegar er strangdæmið, hins vegar náðin. Já, þessi stigmunur í opinberuninni birtist ekki að eius, er vér berum saman gamla og nýja testamentið, heldur vorðum vér hans jafnvel varir innan vébanda gamla testamentisins eins út af fyrir sig.

x

Verði ljós

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.