Verði ljós - 01.06.1899, Síða 6
86
sem vér þó trúum, að sé hiun algjöri samileikur, og rýrum með því álit,
kristindómsins í augum annara.
En á bak við þennan kvíða, þessa Ijósfælni að því er snertir hinar
vísiudalegu rannsóknir viðvíkjandi eðli og uppruna ritningarinnar, feist
misskilningur á sambandi kristindómsins við heilaga ritningu, misskiln-
ingur, sem rýrir tign kristindómsins. Það var þessi sami misskilning-
ur, sem gömlu lútersku guðfræðingarnir gerðu sig seka í, þegar þeir
gripu til hinnar gömlu gyðinglegu innblásturkenningar, til þess með
henni að tryggja sem bezt og skorða algildi heilagrar ritningar. £>eir
álitu nefnilega, að kristindómurinn gæti ekki staðist í heiminum nema
hann styddist við ritningu, er væri að upprunanum til algjörlega guð-
dómlegt verls og þvi jafnóskeikul í öllum greinum. Sömu skoðun hafa
enn í dag allir þeir menn, sem vilja halda dauðahaldi í hina gömlu inn-
blásturskenningu; þeir eru hræddir um, að kristindómurinn sé þegar
farinn, sé þessari kenningu kipt burtu. Og vantrúarmenn vorra tíma
láta ekki sitt eftir iiggja til þess að ala slika skoðun hjá almenningi,
þeir vita sjálfir bezt liversvegna þeir gera það; það er ekki langt síðan
„leikmaður11 nokkur var að „leika sér“ að þvi í einu af blöðum vorum,
að telja mönnum trú um, að væri bókstafsinnblásturs-kenninguuni hafnað,
lilyti allur evangeliskur kristindómur að hrynja i rústir — það mátti
eklci minna vera! — únítaratrúin ein þyldi það, að þessari máttarstoð
væri kipt burtu! En öllum þessuin mönnum skjátlast hér i meira lagi.
Vissulega verður því ekki neitað, að kristindómur vor stendur i
nánu sambaudi við heilaga ritningu. Eu heilög ritning er okki og get-
ur ekki verið hinn eini grundvöllur kristindómsins. En sé þetta rétt álitið,
þá má geta nærri, hvílikt vit er i þvi að ætla, að kristindómurinn hrynji
í rústir, þótt bókstafa-innblásturs kenningin, sem ekki öðlast alment.gildi
. i kirkju vorri fyr en 1600 árum eftir stofnun kirkjunnar, líði undir lok.
Kristindómurinn hatði staðið 1600 ár — og það i fullu fjöri — áður en
gömlu lútersku guðfræðingarnir komu til sögunnar og þessi kenning með
þeirn, og þess verður hvergi vart, að kristindóminum liafi lmignað i
kirkjunni eftir að menn fyrst tóku að víkja frá þessari kenningu aftur.
Grundvöllur kristindómsins er og verður Jesús Kristur sjálfur, ekki ein-
gi'mgu sem hin sögulega persóna, ,er lifði hér á jörðu fyrir svo eða svo
mörgum ölduin, heldur einnigog umfram alt sein hinn lifandi persónuleiki
við hægri hönd föðursins á himuum, sein á öllum tímum lifir og starf-
ar í kirkju siuni fyrir heilagan anda. Hann er ekki bundinn við neina
bók þannig, að tilvera hans standi og falli með henni eða þeim skoð-
unum, sem mennirnir hafa gert sér um hana. Það er skylda vor við
kristindóminn, að kannast við þetta og hafa það hugfast, og óg álít, að
það sé styrkleiki kristindómsins nú á tímum, að þetta liefir í frá tímum
postulanna aldrei staðið jafnskýrt fyi-ir meðvitund hins kristna safnaðar
og einmitt á vorum dögum, Heilög ritning getur ekki verið hinn eiui