Verði ljós - 01.12.1899, Page 3

Verði ljós - 01.12.1899, Page 3
179 minmimst þess, að þar sem barn þetta er, gefur guð og faðirinn oss þær tvær jólagjafir, sem vér þörfuumst mest af öllu, fyrirgefuiugu synd- anna og eilíft líf. Lítum á aðra þessa jólagjöf, fyrirgefningu syndanna! Er nokk- ur sá, er í fullri alvöru geti sagt: Eg þarl'nast liennar ekki? Ejarri fer þvi. Konungar og kotungar, auðmenn og öreigar, karlar og kouur, andans menn og einfeldningar, ungir menn og aldraðir — allir þarfuast þeir liennar fyllilega, euginn þeirra getur án þess verið, að guð léti honum í tó náð sína og miskunn. Vér getum gleymt syndarneyð vorri i önnum og umsvifum starf- lífsins, vór getum dulið hana með tötrum auðlegðar, ættgöfgi og ímynd- aðrar tignar. Eu þegar vér á alvörustundum lífs vors skoðum sjálfa oss í spegli guðlegs lögmáls, — þegar samvizkan íær að tala til vor fyrirstöðulaust og í fullri alvöru, — þegar guðs orð fær að tala til hjartna vorra í allri einfeldui sinni og segja við oss: „Þú segir, að þú sért ríkur og orðinn vel auðugur og þarfnist einskis, en veitst ekki, að þú ert vesall og vol- aður, fátækur og blindur og nakinn“ (Opb. 3, 17), og þegar dauðinn sendir oss kveðju sína svo hljóðandi: sjá, bráðum kem ég og sæki þig og þá áttu að standa reikuingsskap ráðsmennsku þinnar fyrir aug- liti hins heilaga guðs, sem eigi fer að mannvirðingum og þekkir öll þín verk, öll þín orð, allar þíuar leyndustu hugrenningar, — — þá brotnar oddurinn af oflæti voru, þá hverfur alt sjálfstraustið, þá hverfur alt of- traustið á dýrðinni, sem lífið býður oss í dag, en dauðinn sviftir oss á morgun; þá beygjum vér höfuð vor og andvörpum yfir syndum vorum, og þá verðum vér fegnir því, að geta horíið iun á Betlehemsbrautina og geta notfært oss ráðleggiugar guðs orðs, þar sem svo er að orði komist: „Ég ræð þér til að kaupa af mér gull í eldi hreinsað, svo að þú verðir auðugur, og hvít klæði til að skýla þér með, svo að ekki sjá- ist vauvirða nektar þinnar; berðu augnasmyrsl á augu þín, svo að þú verðir sjáandi11 (Opb. 3, 18). — Og svo er hin jólagjöfin, eilíft líf, ekki síður dýrðleg! Yeldi og máttur mannanna er orðinn mikill á jörðunui. Fyrir afl gufunnar berumst vér með hraðri ferð um láð og lög til fjarlægustu staða jarðarinuar. Og enn þá miklu hraðar berast orð vor og hugsanir heimsendanna á milli. Hin mikla jörð er orðin eins og dálítið tvinna- spjald þótt um vafið af rafurmagnsþráðum. Með hverju ári birtast oss nýjar uppgötvanir, hver annari stórkost- legri og hver annari nýstárlegri, og svo ótt berast þær oss að höndum, að það sem í ár vakti mesta undruu vora og aðdáun, er á næsta ári svo til gleymt og úr gildi gengið, og það má ganga að því visu, að það sem mest af öllu vakti aðdáun og undruu núlifandi kynslóðar, þyki fá- nýtt eða lítils virði þeirri kyuslóð, er tekur við af oss.

x

Verði ljós

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.