Verði ljós - 01.04.1901, Blaðsíða 2

Verði ljós - 01.04.1901, Blaðsíða 2
50 ÍGÍur maðurinn verið sjálfum sgf nógur? Kafli úr ræðu eftir Harald Westorgaard, prófessor i hagfræði við Kaupmannahafnarháskóla. — — Ég játa því hiklaust, að hið mikla markmið lífsins er að leita að því, sem sameiginlegt er fyrir alla menn, og lifa fyrir það. En ég hlýt þegar að bæta því við, að mór er vel kunnugt um, að ein- mitt viðvíkjandi þessu atriði eru skoðauir manna mjög ólíkar, og það skiftir mjög iniklu. Þegar ég gjörskoða mína eigin sál og reyni að til- einka mér það lífsinnihald, sem sameiginlegt er öllum mönnum, þá verður guð á vegi inínum. Ekki nein ópersónuleg náttúru-vera, heldur hinn persónulegi guð, sem komist verður í lífssamfólag við. Mór kemur það svo fyrir sjónir, að þessi guð só einmitt alheild alls þess, er fólgið liggur í djúpi mannssálarinnar, svo sannarlega sem ég trúi því, að óg sé skapaður í guðs mynd, eins og Páll lýsir því með orðum gríska skáldsins: „Vór erum hans ættar“ (Postgj. 17, 28). En mór dylst ekki, að aðrir líta á málið alveg gagnstætt þessu. Þeim kemur guð íýrir sjónir, þegar alls er gætt, sem ískyggilegt og fjandsamlegt vald, er só þeim í öllu tilliti óskylt, vald, er vilji troða oss inn undir yfirráð sín, og krefja oss reikningsskapar fyrir það sem vér ekki höfum misgjört. A öllum tímum munu mennirnir, hvað skilning þeirra á guði snertir, skiftast i tvær sveitir. Onnur heldur því fastlega fram, að örugga lífs- skoðuu öðlist enginn án guðs, að öll farsæld sé undir því komin, að lifa í lífssamfélagi við persónulegan, almáttugan og alskygnan guð. Iíin þar á móti staðhæfir, að slíkur guð tálmi öllum þroska hins frjálsa persónuleika, og að þá fyrst verði maðurinn farsæll, er hann sé laus orðinn allra afskifta af guði, eða að minsta kosti þekki hann eiuvörð- ungu sem draumaveru, er eigi verði hönd á fest, líkt og algyðistrúin skoðar hann. Naumast hefir nokkur maður lýst þessari uppreistartilfinningu gagn- vart hinum persónulega guði ljósar, skáldlegar og átakanlegar en Byron lávarður. Ómurinn af henni gerir vart við sig í lýsing hans á hinni jarðnesku ást englanna í „Himin og jörð" („Heaven and Earth“); hann heyrist enn fremur í lýsingunni á hinum ósigranlega vilja Man- freds, þessum óbiluga mótþróa gegu sérhverju því valdi, sem vill leggja bönd á hann. En um frain alt heyrum vér hann sterkan í kvæðinu um Kain, þessari átakanlegu lýsingu á manninum, sem ekki vill heygja knó sín fyrir guði, en sór, þar sem guð er, ískyggilega og fjandsam- lega máttarveru, sem með því að leggja freistingasnörur fyrir manninn, tælir hanu út á eymdadjúpið, og ineð því að setja honum lögmál, neyðir hann til að syndga. Þetta streymir á móti oss sórstaklega i öllu því, er Lueifer segir, þessi voldugi andi, er ekki vill lúta guði í

x

Verði ljós

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.