Verði ljós - 01.04.1901, Side 7

Verði ljós - 01.04.1901, Side 7
55 mundir og nálega aðfram komið. Pyrirboðanir Amos hafa þvi ekki verið bygðar á stjómarfari þátímans, eins og það lá fyrir, enda skildist alls eigi betur, þótt sú hefði verið ástæða spádómsins, það, sem var insti kjarni kenningar lians. Hvers vegna var fyrirdæming þjóðarinnar svo óumflýjanleg og sjálfsögð, ráðin og ákvörðuð af guði sjálfum ? Þetta sá spámaðurinn af réttlætismeðvitund. Hjá Ainos finnum vér svo að segja siðgæðislögmálið persónulega boldi klætt. Gruð er réttvísinnar guð ; trúarbrögðiu eða hið siðferðis- lega samband mannsins við guð skal ekki vera mjúkt hægindi, heldur ósveigjanleg skyldukrafa. Israel trúði á guð, trúði því að hann mundi ekki slá hendi sinni af honum, heldur hjálpa honum og frelsa liann frá öllum óförum. Amos játar og felst á ísraels sérstaka samband við guð: „Þig einan hefi ég valið mér af öllum jarðarinnar þjóðum?11 En hver er hans ályktun? „Eyrir því vil ég hegna þér fyrir alt þitt ranglæti.“ Amos hafði fyrirfram skynjað hvað annar meiri síðar fól i þessum orð- um: „Aí þeim sem mikið er gefið, verður mikils krafist". Hið ytra samband er í sjálfu sér eiuskis virði: „Eruð þér ekki fyrir inér eius og synir Blálendinga, ó Israelsbörn!11 segir guð fyrir munn Amosar. Eigi sannar heldur neitt sú sórstaka mildi Drottins, að hann leiddi Israel út frá Egyptalandi og yfir eyðimörkina; því að hið sama hafði liann gjört fyrir verstu óvini þeirra: „Hef eg eigi leitt ísrael út úr Egyptalandi? og Eilistea frá Kaí'tor, ög Sýrlendinga frá Kir?“ Að vísu var þjóðin trúrækin á sinn hátt. Hún þykist aldrei gera ofmikið af fórnum og hátíðahöldum. En alt slíkt skoðar spámaðurinu eins og tilraunir til að múta hinum réttvísa dómara, rétt eins og þá var algengur siður. Svo segir Guð ennfremur hjá Amos: „Eg hata og fyrirlít yðar helgidaga, ég hefi enga velþóknun á yðar hátíðasam- komum. Þó þór fórnið mór brennifórnum og matfórnum, þá þóknast mér þær ekki og ég vil ekki líta við þakkarfórnum af yðar alifé. Burt frá mér með glauminn yðvarra söngva! Ég vil ekki heyra hljóminn yðvarra harpna, heldur látið réttinn fram fljóta sem vatn, og réttlætið sem sírennandi straum." „Leitið min, og þá munuð þór lifa.“ „Hatið hið illa en elskið hið góða, og setjið dómstól i yðru borghliði“. En nú er það einmitt þetta, sem ísrael er ábótavant. Amos sór ■umhverfis sig auðuga óhófs- og illlifnaðarmenn, sem draga undir sig fé til að get.a notið sællifis sins, með því að uudiroka hina snauðu og veiku, og þeim er skömm að höllunum þvi þær eru reistar með okri og harðstjórn. Réttvísin er sem maðksmoginn viður og ráðvendniuni er varpað til jarðar; mútur eru teknar gegn hinum saklausa, og hinn fátæki er seld- ur fyrir lélega skó. Og allra verst er það, að þeir hvorki vita nó við- urkenna vonsku sína, heldur lifa hugsunar- og kærulaust, og hafa eigi minstu liugmynd um hve allir hlutir eru óstöðugir. Samt sem áður er engin þörf á hyggindum eða opinberun. Amos

x

Verði ljós

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.