Verði ljós - 01.04.1903, Síða 8

Verði ljós - 01.04.1903, Síða 8
56 VEEÐl LJÓS! Hinn ytri kuldi er hættu e r lífi voru, það er satt; en hinn innri kuldi er engu hættuminni. Eitt af skáldum vorum roinnir á þessa hættu og kemst svo að orði: Vor ytri neyð, hún er næturís; en nötri sálin, er dauðinu vis, og nísti helið vorn hjartans pól, þá höfum vór vetur, en aldrei sól. Eátt er sorglegra en að sjá slíkan kulda læsa sig um mannslífin — sorglegt meðal annars . egna þess, að mennirnir vita oft eigi sjálfir af því, trúa því stunu m ekki, að þá só að kala andlega. Og þó er það svo. Kristnir menn! Ctætum vor fyrir kuldanum; látum aldrei kuldann læsa sig inn að hjarta lífs vors. Varðveitum kristnu trúna i góðum og siðsömum hjörtum, svo að vér þurfum aldrei að hryggja frelsara vorn með þvi að afneita honum; eu það gjörum vór eigi að eins þá, er vér eigi þorum eða viljum við hann kannast, heldur og þegar vér hreytum þannig, að á engu verður séð, að vér séum hans lærisveinar. Vor tími þarf þess vissulega með, að vér könnumst við nafn hans. Það eru svo ótal margir nú, sem hvorki vilja vera með nó móti Kristi; þeir þurfa þess með, að vór látum það á sjást í orði og verki, að vér sóum og viljum vera lærisveinar hins krossfesta og upprisna Jesú Krists. Afskiftaleysið í trúarefnunum er eitt af meinum vorra tíma. Aðkomast inn á þá braut, er að leggja út í kuldann. Vermum oss eigi við kola- eld slíkra manna, því að þá er hætt við að við endum sem afneitendur. Drögum heldur hina afskiftalausu til vor, úr kuldanum inn í hita kristilegrar trúar; fáum þá til þess að verma sig við vorn old — við kærleikann og vonina og trúna á Jesúm Krist. í kristnu mannfólagi eru trúarbrögðin eða kristna trúin hjarta þjóðlífsins. Hver sú þjóð, sem helgað hefir sig merki krossins, hefir viðurkent að húu æski þess, að kristileg áhrif berist um alt þjóðlífið. Hún hefir lýst yfir því, að hún vilji að hvert barn þjóðarinnar verði lærisveinn Jesú, að öll opinber störf sóu gerð í Jesú anda og í hans nafni, að öll löggjöf þjóðarinnar só kristileg og að allar hreyfiugar í þjóðlífinu vermist af geislum kristilegrar trúar og vonar. Og óneitau- lega ber sagan þess óræk merki, að lífi hverrar þjóðar hafi farið stór- lega fram, þegar kristin trú hefir náð að verða hjarta þjóðlífsins. Það er fullreynt orðið, að sannir og dyggir lærisveinar Jesú eru hinir beztu borgarar, sem nokkurt riki getur eignast. Eg skal að vísu játa, að trúarbrögðin eða kristiudómurinn hefir verið misbrúkaður í þessum heimi, eins og alt annað. Stundum liefir hann verið settur i hásæti hins veraldlega valds og gjörður að harðstjóra mannanna; en sú mis- brúkun hinnar katólsku kirkju er nú fyrir löngu brotin á bak aftur.

x

Verði ljós

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.