Verði ljós - 01.04.1903, Page 10

Verði ljós - 01.04.1903, Page 10
58 VERÐI LJÓS! ala börnin upp í Jesú trú. Mannanna kærleikur megnar aldrei að verina þau til hlitar og varðveita þau frá spillingu heimsins, efkærleiki guðs verður eigi eign hjartans. fÞú getur kent barninu þínu hiuar fegurstu lífsreglur, þú getur ámint það um að lifa jafnan heiðarlegu lifi, og sjá, öll slik bönd bresta utan af því sem brunninn þráður á freistingastuudinni i hávaða og glaumi hins ginnandi nautuarlífs. En kendu því að þekkja frelsarann og elska hann þegar á barnsaldri, og þú mjrnt reyna, að það er miklu sterkari vörn gegn öllu illu. Að visu kann slíkur ungur lærisveinn oft að hrasa, en hann er undur ttæmur fyrir augnatilliti meistarans — miklu fljótari til að sjá að sér en hinn, sem aldrei hefir eignast Jesú trú í hjarta sitt. Sá sem á bernskualdri hefir lært að elska Jesúm, lionuin íinst auga hans livíla á sér alla æfi — og betri vörn gegn illu er engin til. Enginn skilji orð míu svo, að eg sé að örvænta uin kristilegt lif þjóðar vorrar. Síður en svo. Mór finst meira að segja nú að sumu leyti vera að færast ný hlýja inn í það, einhvers ofurlítils vorgróða verða vart þar. En því að eins getur sá vorgróði þróast, að vér hver og einn viljum hlúa að honum í kærleika. Ef vór könnumst við það, að kuldiun só hættulegur fyrir þjóðlífið, þá reynum að efla kærleikann meðal vor. Trúarhiti einstaklingsins getur vermt langt út frá sér. Arið 1674 dó holdsveikur maður í lítilfjörlegu bæjarhreysi hérna uppi á Hvalfjarðarströndinni. Síðan eru liðnar meira en tvær aldir, og allan þennan tíma hefir þessi maður vermt ótal hjörtu tsleudinga. Um langan aldur hafa ljóð Hallgríms Péturssonar „svalað hjartans und“ margra manna á landi þessu; með orðum haus hafa börnin jafnan síðan lært að biðja „blítt og rótt við sinnar móður kinn“, með þau á vöruu- um hefir margur gamall sofnað síðsta blundinn; með sálmum hans höfum vór sungið inn f oss hlýju kristilegrar trúar. Slík blessun hefir oinn heittrúaður maður verið fyrir þjóðlíf vort kynslóð eftir kynslóð. Fæstum er gefið að verma svona út frá sér. Til þess að liafa slfk langvarandi áhrif á mennina þarf það tvent að fara saman, að hafa mikla trú og mikla náðargáfu og beita hvorutveggja vel; það gerði þetta dýrmæta skáld, sem fyrst og fremst söng um Kristí kvöl. En fæstum er slíkt lánað. Og þó getum vór öll haft áhrif til góðs á ein- hvern mann. Gerum oss það ljóst, að hver einasti einstaklingur hefir áhrif á aðra — og þá um leið á þjóðlífið — til ills eða góðs. Verum þá í flokki þeirra, sem vilja hlúa að kristindóminuiu í lifi þjóðar vorrar, af því að vér vitum að kristna trúiu er hjarta þjóðlífsins. Eg liefi getið um Hallgrím Pótursson til þess að minna yður á, hversu miklu góðu einn oinstaklingur getur komið til leiðar. Eu gleymum því þá heldur ekki, að til þess þurfum vér sjáfir að eiguast lifandi kristindóm. Miunum jafnframt aðra á það, sem áhugamiklir eru um að blása nýju lífi í þjóðlíf vort, að til lítils er að ætla sér að verma útlimi

x

Verði ljós

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.