Verði ljós - 01.04.1903, Blaðsíða 15
VEUÐI LJÓS!
m
ið afskiftaleysi, sé alls ekki að lcitaí vautrú einni eða vondum vilja þessara
manna, heldur með fram hjá kirkjunni sjálfri þ. e. kirkjunnar inönnum.
Þeir kvoði í prédikunum sínum upp rangláta dóma, leiðiulega sleggju-
dóma um mentalíf nútímans, þeir hafi ýmigust á öllum siðbótakröfum
tímans og óbeit á öllum vísindalegum rannsóknum, og séu hræddir við
þær; alt þeirra tal og hugsunarháttur sé fóstur löngujiðiuua tíma.
Þar sem menningunni hofir fleygt fram ár frá ári, hefir kirkjan
látið staðar nema við hina orþódoxu trúfræði 17. aldarinnar og lífs-
„ideal“ píetistanna á 18. öld. Gamla orþódoxa trúfræðin er sprottin
fram af hugsunarhætti, sem er svo gaguólíkur hugsunarhætti vorra tima,
að nútíminn getur hvorki skilið hana né felt sig við hana. Þess vegna
haía menn svo mjög fjarlægst kirkjuna á síðari tímum. Kirkjan hefir
sjálf gjört þá leiða á sór með því að ávarpa þá á máli, sem þeir alls
ekki skildu. Hvernig á kirkjan nú að snúa sér í þessum vanda ?
Klaveness svarar hér um bil á þessa leið:
Vér verðum að flytja mönnunum fagnaðarerindið á þann hátt að
tímans börn skilji oss og í þeim búningi, að þau geti tileinkað sór það.
Vér verðum vandlega að athuga, hver skilyrði þessir meun hafatilþess
að gota tileinkað sér trúarleg sanniudi. „Skilyrðin eru nú ekki mörg“,
segir liann; „mætti ekki taka dálítið tillit til þess? Væri ekki heppi-
legra að eiuskorða boðun faguaðarerindisins við t. a. m. nýja testa-
mentið eitt, eða jafnvel við kristindómsboðskap þriggja fyrstu guðspjall-
anna, heldur en að bera á borð fyrir menn heilt trúfræðikerfi, ávöxt
guðfræðilegrar íhugunar margra alda ? Með því væri tekið tillit til
þarfa tímans eins og hann er. Muudi það ekki vera leyfilegt eða í
anda Jesú? Mundi ekki millígram (þúsundasti partur úr grammi) trúar-
legs sanuleika, lifandi tileinkað, verða þyngra á metunum en strákeilt
lærdómskerfi, sem fæstir geta botnað í eða tileinkað sór ?
Hvað eigum vór að pródika fyrir þessari kynslóð, sem audvarpar
undir fargi orsakalögmálsins? Eigum vór að pródika fyrir þeim, að
oymd kynslóðarinnar eigi rót sína að rekja til syndar Adains, sem Guð
tilreikni þessari kynslóð, en að guð hafi tilreiknað Kristi syndasekt
Adams og allra manna og að Kristur hafi tekið hana á sig og bætt
fyrir hana með því að taka á sig hegninguna og uppfylla lögmálið i
vorn stað? Hvað sem menu annars vilja segja um alt þetta kerfi af
tileinkunum og tilreiknuuum, verður þó hver maður að játa, að það er
ekki einfalt. Nei, vór verðum að flytja tímans böruum fagnaðarerindið
eins einfalt og óbrotið og Jesús fiutti bændunum í Galíleu það. Aðal-
efni prédikunarinuar verður þá, eftir kenningu Klaveness, í fæstum
orðurn þetta: Guð er faðir yðar, heilagur faðir, sem vill, að þér verðið
fullkomnir, en jafnframt ástríkur faðir, sem fyrirgefur fúslega þeim er
iðrast, og blessar margfaldlega þá, er hlýðnast boðum lians. „Þetta er
evangolíum Jesú“, segir Klaveuess, „sem hann pródikaði með muuni