Verði ljós - 01.04.1903, Blaðsíða 16
64
VERÐI LJÓS!
sínum og Hfi sínu og innsiglaði með blóði sínu á krossinum, og sém
faðirinn hefir innsiglað með upprisu hans frá dauðum11.
Sérstaklega finnur Klaveness að þvi, hve mikla áherzlu menn leggi
á syndaeymdina í prédikun nútímans, en gleymi svo allri annari
eymd í heiminum, og hversu menu leitist við að vekja syndameðvit-
undina með því að halda fram trúarsetningunni um algjöra spillingu
manneðlisius og gjöri þessa tilfinningu fyrir syndaeymdinni hjá sjálfum
oss að sáluhjálparskilyrði. Þetta telur Klaveness rangt. Yér verðum
að halda oss við veruleikanu, benda á verulegar syndir og brot, benda
á lögmálið, á verkefni þau sem guð hefir fengið mönuuuum að leysa
af hendi. Með þvi að halda á lofti hinni siðferðilegu hugsjón getum
vér vakið syndarviðurkenninguna hjá tímans börnum. En fyrst og
síðast eigum vór að prédika fullkomna syndafyrirgefningu fyrir alla þá,
sem vilja gjöra guðs vilja og því iðrast synda sinna.
Þetta er í höfuðdráttunum það sem Klaveness álítur, að nútíminn
þarfnist og sem því verður að heimta af pródikun uútímans. — En er
þetta framkvæmanlegt ? Geturn vér yfir höfuð varið það að taka upp
slíka prédikunaraðferð ?
Þýzku prelátarnir í Lundi, sem hlustuðu á Klaveness, er hann
flutti þetta erindi, svöruðu spurningu þessari harðlega neitandi. Og
nú hefir gamla kristindómsstefnan norska svarað henni fyrir sitt leyti
og svarið er harla ákveðið n e i. En maðurinn, sem hér hefir svarað
fyrir hennar hönd, er euginn annar en biskupinn i Kristjánssaudi, J. C.
Heuch. Og svarið birtist í riti, sem hann gaf út í haust eð var og
nefnist „Móti straumnum11 („Mod Strömmen11) — eldheitu sóknar-
riti, þar sem með mikifli mælsku og þaðau af meiri gremju er ráðist á
alt hið nýja, sem komið hefir fram innan norsku kirkjunnar á siðari
árum, en jafníramt með þeirri óbilgirni í garð nýju stefnunnar og þvi
skilningsleysi á markmiði hennar, að búast má við að höggið, svo hátt
sem það er reitt, verði ekkert annað en vindhögg.
Vór skulum nú í næsta blaði skýra stuttlega frá efni bókariuuar
og þeim viðtökum, sem hún hefir fengið.
Hjá öllum bóksölum landsins fásti
PRÉDIKANIR á öflum sunnu- og helgidögum kirkjuársins. Höf-
undur: Helgi Hálfdánarson, lector theol. Búið hefir til prentunar sonu.i
höfundarins Jón Helgason, prestaskólakennari. YIII -f- 495 bls. ístóru
8vo með mynd höfundarins. Verð : óinnb. 3 kr. 85 a., i velsku bandi 5
kr. 35 a. i skrautbandi 5 kr. 50 a. og 6 kr. Fólagsprentsmiðjan.
I
TJtgefondur:
Jón Helgason, prestaskólakennari, og Haraldur Níelsson, kand. í guðfræði.
Beykjavik — Félagsprentsmiðjan.