Kosningablaðið


Kosningablaðið - 07.09.1908, Blaðsíða 2

Kosningablaðið - 07.09.1908, Blaðsíða 2
2 armaður fylgir þeim. Ekki nokkur maöur. Eg veit, að sumir menn gera lítiö úr því, sem Yestur-íslendingar leggja til þessa máls, og við höfum jafnvel orðið fyrir því óvirðingar-slysi, að hreytt liefir verið til þeirra illmœlum fyrir þessi af- skifti þeirra. Eg veit líka, að hvergi er ástin á íslandi hreinni en þar, hvergi ómengaðri af eiginhagsmuna-voninni en þar. Sjálfra þeirra vegna getur þeim staðið alveg á sama. Ekki ætla þeir að sækjast eftir neinum hlunnindum hór. Þeir taka til máls fyrir þá sök ein- göngu, að komið hefir verið við við- kvæman streng í brjóstum þeirra. Og þegar við gætum að þessari alveg dæmalausu eindrægni, þá sjáum við, hvað sá strengur hlýtur að liggja nærri hjartarótum þeirra. Uppkastið hefir sært íslendingseðlið í sálum þeirra. Eg lít enn lengra. Eg lít út fyrir þessa þjóð. Eg lít út til þeirrar út- lendrar þjóðar, sem okkur er náskyld- ust og hjartfólgnust — Norðmanna. Vel skil eg það, að frumvarpsmenn hafa verið að gleðjast í sumar af ummælum þaðan. Og sjálfsagt væri ósanngjarnt að sjá ofsjónum yfir þeirri gleði, sem þeir hafa haft í sumar. Hún hefir ekki logað þeim svo skært. Hún hefir verið eins og kertisskar, sem búið er að slökkva á. En hitt vitum við líka allir, að all- ir þeir Norðmenn, sem látið hafa uppi skoðun sina á þessu máli og taldir eru i sínu landi verulega frjálslyndir menn, framsóknarmenn, menn með hugsjónir hins nýja tíma, þeir hafa talið þetta Uppkast óhafandi handa frændum sín- um hór úti á íslandi. Og nú hefir loks þessa dagana komið fram á. sjónarsviðið sjálfur prófessorinn þeirra í þjóðarótti, og talað skorinorðara en nokkur landa hans áður. Viðvörunin frá Noregi hefir verið alvarleg og þrungin af hitamagni dýrkeyptiar reynslu og glóð frændrækn- innar og bróðurþelsins — sú viðvörun, að láta okkur ekki henda það sama sem Esaú með loðnu hendurnar: að selja frumburðarrótt okkar fyrir einn skamt af flatbaunum. Hvernig stendur á þossari megnu mótspyrnu, norður á Islandi, vestur í Ameríku, austur í Noregi? Við vitum það öll, að svo stendur á henni í fyrsta lagi, að nú er íslending- um ætlað að gjalda jákvæði við því, aö mnlimast í hina dönsku ríkis- heild. það er ómótmælanlegt. íslendingum er ætlað að viðurkenna það sjálfir, að út á við að minsta kosti sóu þeir Dan- ir. En þeir mótmæla því. Þeir afsegja að vera Danir í nokkurum skilningi iun á við eða út á við. íslendingseðlið mót- mælir þvl af öllum sínum mætti og allri sinni sál og öllu sínu hjarta. Þarna er það, sem leiðirnar skilja eft- ir mínum skilningi, í 1. gr. uppkasts- ins, við hina dönsku ríkisheild. Og frá ríkisheildar-hugmyndinni er það alt runn- ið, sem við höfum óbeit á I þessu Upp- kasti. Frá ríkisheildar-hugmyndiuni er það runnið, að við eigum að fela Dönum óuppsegjanlega utanrikismdl okkar. Okk- ur ægir við að gefa nokkurri þjóðóaftur- kallanlegt umboð yfir nokkuru íslenzku máli. Við vitum það allir — það er ljóst eins og dagurinn — að slíkt um- boð er uppgjöf sjálfstæðis hugsjónarinn- ar. Eg vil ekki gera lítið úr Dönum. Þeir eru að mörgu leyti merkisþjóð. En hitt segi eg óhikað, að þeir hafa ekki gefið okkur nokkurt tilefni til að halda, að það vrori viturlega ráðið, að fela þeim slíkt umboð. Þeir hafa ekki farið svo vel með nein mál okkar ís- lendinga þær aldir, sem við höfum stað- ið í sambandi við þá. Og þeir hafa ekki farið svo með mál nokkurrar ann- arrar þjóðar, sem þeir hafa náð tangar- haldi á. Fyrir fám dögum sagði einn snjall ræðumaður hór í bæ, að meðferð þeirra á málum einnar þjóðarinnar væri skömm fyrir hnöttinn. Og eg hugsa að um það sóum við honum öll samdónm. Frá ríkisheildar-hugmyndinni er það runnið, að okkur er ætlað að gjalda já- kvæði við því, að hafa liernaðarmál sameiginlecj með Dönum — eina ríkinu í heiminum, sem á í hörðum kappræð- um um sína eigin tortíming. Við höfum haldið því fram frá þeim degi, er Upp- kastið varð hór fyrst kunnugt, að þetta væri mögnuð hætta. Nú höfum við fengið staðfesting þeirrar skoðunar frá þjóðaróttarfræðingnum norska. Við vit- um, að alt tal um að Danir verji okkur í ófriði nær ekki nokkurri átt, er ekki annað en markleysuhjal og látalæti og barnaskapur. Við vitum, að hlutleysis- viðurkenning, þótt ekki vrori nema frá einni stórþjóð, er okkur margfalt meiri trygging en öll vörn Dana. Eg veit, að það er verið að telja okkur trú um, að þá hlutleysisviðurkenning getum við ekki fengið, nema við höfum her. En hverir eru að telja okkur trú um það? Sömu mennirnir, sem fylgja Dönnum í þessu máli. Sömu menuirnir, sem eru að telja okkur trú um, að öllum kröfum íslendinga sé fullnægt með þessu Upp- kasti — sömu dagana sem mikill hluti íslenzkrar þjóðar er að móttmæla þessu Uppkasti harðlega og hampar framan í þá þeirra eigin kröfum, um fult sjálf- stæði, sem þeir hóldu viku eftir viku fram í Kaupmannahöfn — en hlupuBt frá, eins og mennirnir af þingvelli í æfintýri Jónasar Hallgrímssonar, sem börðu hælunum upp í þjóhnappana af áfergjunni í að komast burt af helgasta þjóðréttindastað landsins. Eg veit, að þessir menn útvega okkur aldroi neina hlutleysis-viðurkenning. En eg veit líka að ekkert getur verið sanngjarnara en það, að við sóum viðurkendir hlutleysis- þjóð I ófriði, og að ekkert getur verið ósanngjarnara nó vitlausara en það, að heimta af okkur að hafa her. Og eg trúi því, að sanngirnin og vitið sigri í veröldinni, og að ósanngirnin og vitleys- an blði lægri hlut. Frá ríkisheildar-hugmyndinni er sömu- leiðis runnið jafnréttisákvœðið í Upp- kastinu. Eg veit, að reynt er að telja okkur trú um, að það skifti einstak- lega litlu máli. Með því só Dönum ekki ætlaður neinn annar réttur en hverjum öðrum útlepdingum, sem kunni að setjast hór að. En dönsku nefndarmcnnirr.ir segja sjálfir, að þetta ákvæði telji þeir skilyrði fyrir nokkuru sambandi með löndunum. Það á að vera skilyrði fyrir sambandinu, að Danir hafi hór ekki minni rótt en til dæmis að taka Tyrkir eða Kínverjar ! Eigum við ekki að sleppa því að gera Daui að fábjánum og óvit- um? Þeir eru hvorugt. Þeir eru ekki að fara með neinn slíkan hógóma. þeir cetlast til að eiga ísland með okkur. Það er mergurinn málsins. Það er merk- ing jafnréttis-ákvæðisins. Og því mót- mælum við, afsegjum það gersamlega. Danir hafa engan rótt til þess fengið. Og okkur er ekki of gott að eiga ís- land einum. llér hefir alt það dafnað, sem íslenzkt er, fyrir aðgerðir íslend- inga, en ekki Dana. Hór hafa íslenzkir menn en ekki Danir varðveitt það og elskað, sem þeir hafa sagt höf- undar Eddukvæðanna og fornsagnanna, það sem Snorri Sturluson hefir sagt og Hallgrímur Pótursson og Bjarni Thor- arensen og Jónas Hallgrímsson og Jón Sigurðsson og allir aðrir snillingar ís- lenzkrar tungu. Hór hafa íslenzkir menn, en ekki Danlr, hugsað og stritað og elskað og þjáðst, kynslóð eftir kynslóð og öld eftir öld. Hói hafa íslenzkir menn en ekki Danir lært að elska ísland. Við afsegjum sameignina. Eg veit það, að reynt er að telja okk- ur trú um, að ef við höfnum þessu Uppkasti, þá fáum við ekkert eðaverð- um fyrir enn verri ókjörum. Það er ekki uý bóla. Æfinlega þegar tilraunir hafa verið gerðar til þess að ginna þessa þjóð til þess að láta af hendi róttindi sín, þá befir henni verið ógnað með því, að hún skyldi hafa verra af, ef hún lóti ekki ginnast. Mikil furða þyki mór það, ef íslendingar eru ekki orðnir sárleiðir á öllum þeim hótunum. Mór þætti lík- legt, að þeim væri nær skapi að festa sér í hug og hjarta þessi fögru og 'karl- mannlegu orð Þorsteins Erlingssonar: Ef byggir þó, vinur, og vogar þér hátt og vilt að það sknli’ ekki hrapa, þá legðu þar dýrnstu eign, sem þú átt, og alt, sem þó hefir að tapa. Og fýsi þig yfir til framtíðarlands, og finnist þó vel geta staðið, þá láttu’ ekki skelfa þig leiðsögu hans, sem leggur á tæpasta vaðið. Mönnum hættir æfinlega við að finn- ast þeir vera að leggja á tæpt vað, þeg- ar þeir eiga að standa við hugsjónir sínar, standa við sannleikann og rétt- lætið í þungum straumi. En fýsi þá yfir til framtíðarlands, er ekkert annað vað til. Ætli þeir að svíkjast frá hug- sjónunum, sannleikanum og róttlætinu, þá eru þeir komnir út í þann karga- streng, sem ber þá óðara en þá varir út á regindjúp lítilmenskunnar og sið- ferðilegrar og þjóðlegrar tortímingar. Eg vona, að Keykvíkingar hugsi sór að fara vaðið á fimtudaginn kemur. E. H. Að níðast á sjálfstæðis- hugmyndinni. Skeytið, er hór fer á eftir, er sent af símfregnamanni Blaðskeytabaudalagsins í Khöfn. Það er sama efnis mikið til og Kristjaníu-skeytið mikla, er sent var á dögunum, en tveim atriðum þó við- bætt eða miklu ákveðnara orðuð. Khöfn 7. sept. 1908, kl. 2 sd. Gjelsvik, háskólakennari í lögum, ritar um sambandsmalið í Aftenposten, segir að Island sé riki samkvamt Gamla- sáttmdla; pað sjáist Ijóslega á uppsagn- arákvæðinu, ej sáttmálinn er rofinn. Segir að Uppkastið eigi að heita samningur en ekki lög; þá verði sam- bandið þjóðaréttarlegt en ekki ríkis- réttarlegt. Það er að níðast á sjáljstceðishug- myndinni, að kalla Island sjáljstatt land í sömu andránni og pað er ákveðið, að pað skuli vera partur úr hinni dönsku ríkisheild. 1. gr. orðist svo, að Danmörk og ísland séu frjáls og sjálfstæð ríki með sameiginlegum konungi yfir sér. 2. gr. orðist svo, að sambandið standi meðan löglegir ríkisarfar Glúcks- borgar-konungsættar eru á lífi. Gerðardómurinn í Haag dæmi um ágreiningsmálin. Þetta tvent, sem fyrra skeytið gat ekki um jafn-greinilega og þetta, er prenfcað hór með breyttu letri. Annað er uppsagnarákvæðið í Gamla- sáttmála. Höf. telur það óræk*n ríkis-vott, ef land er s 11 k u m sanmingi bundið, að það er laust allra mála við sarnn- ingsaðiljann, ef hann bregður heit sín I nokkru. Já, væri s v o um hnútana búið í Uppkastinu I En það er nú eitthvað annað. Það er ekki til uokkurt ákvæði í því eudanna I milli, sem tryggir oss það, að Danir geti ekki árs árlega verið að rjúfa það, sem þar er oss heitið. Ekkert nema samvizka sjálfra þeirra, sem oss finst nú, Islendingum, ekki sent allra sann- gjarnastur hæstaróttardómari í vorn garð. Eða hefir ekki fundist á umliðn- um öldunt. Þar að auki er það hnýtt með aftekn- um orðurn, að þrjú stórmál vor skuli vera óuppsegjanleg svo lengi sem Danir vilja eða það sem vór höfum kallað at- vikanlegt um aldur og œú. Það eiu óuppsegjanlegu málin sem gera oss ein með öðru fleira að ófull- valda hjálendu Danmerkur. Hitt atriðið var um áníðsluna á sjálf- stæðishugmyndinni. Svo skarplega hefir enginn kveðið á um það fyr en þessi merki þjóðaróttarfræðingur, svo harðorðir sem ýmsir hafa þótt þó um ríkisheild- arnafnið. Vór höfum aldrei neitað því, að ís- land kynni að mega nefna sjálfstætt land eftir Uppkastinu, — ef nógu lítið er látið felast í sjálfstæðishugmyndinni. það gerir prófessor Gjelsvik. Gerir það hiklaust. Segir, að hún verði aldroi teygð svo langt niður á við, ef ísland er kallað sjálfstætt land eftir Uppkast- inu, að þá verði ekki níðst á henni. Það verði þá niðst á orðinu: sjálfstceði. Og það þarfnaumast að velta lengi fyrir sór 1. gr. frv. áður en allir ætti að sjá, að þar standa tvær andstœður: frjálst og sjálfstœtt islenzkt land, sem er partur úr ríkisheildinni dönsku. Það væri ærin sök, að neita að stofna til frambúðar-sambands milli tveggja þjóða á eintómum mótsögnum og lok- leysum, þótt ekki væri annað. Sbr. frjálst og sjálfstætt land, sem ekki má láta af hendi, og er partur úr danska ríkinu, og landhelgi, sem er sórmál, en þó hermál (eftir kenningu sumra Úpp- kastsmanna) I Sitjið ekki lieima! Það or að bregðast ættjörðinni. Nú er reynt að neyta allra bragða af hendi Uppkastsmanna. Fá menn til að sitja heima kjördaginn, ef ekki vill betur, þá', sem engin von er um, að muni kjósa svo, að stjórninni líki. Ekki getum vér hugsað oss svo lítið spunnið í nokkurn mann, sem þjóð- félagið trúir fyrir að ráða að öllu leyti yfir sjálfum sér, að hann láti nokk- urn kúgara fá sig til þess, hvað sem í boði er. Láti fá sig til að luetta við aðstoð um hvort sem heldur er að afstýra eða koma til leiðar gagngerðri bylt- ing á þjóðarhögum landsins — láti sneiða burt nokkurn hlutafpersónuleika sjálfs sín! Nei, á hvaða skoðuri sem þér eruð í þessu máli, verðið þér að koma — sækja kjörfund. Gera það ekki fyrir nokkurn mann að loja honutn því, sem verður til þess, að þér svikið landið. Ættjörðin á heimting á, að þér séuð við, þegar annars vegar er verið að berjast um að ná henni á vald erlendri þjóð og hins vegar: að bjarga henni frá því. Hún á heimting á, að þér séuð ekki of fjarri henni daginn þann. Það g e t- u r farið svo, að þ é r getið bjargað henni. Munið eftir að láta engan ginna yður til að sitja heima eða sækja ekki kjörfund. Munið eftir, að það er af því, að þeir eru hræddir um málstað sinn, að hann verði undir, nema beitt verði svo ódrengilegum brögðum, sem það er. Munið eftir því, að það er að bregð- ast ættjörðinni, þegar sárast á að leika hána, og mest ríður á, að henni verði bjargað. I ísafoldarprentsmiðja

x

Kosningablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kosningablaðið
https://timarit.is/publication/503

Tengja á þetta tölublað: 1 a. Tölublað (07.09.1908)
https://timarit.is/issue/310650

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1 a. Tölublað (07.09.1908)

Aðgerðir: