Kosningablaðið - 07.09.1908, Blaðsíða 1

Kosningablaðið - 07.09.1908, Blaðsíða 1
1 a I?eyk,javík 7. september 1908 Þingniálafundur um sambandsmálið i' Reykjavik 6. sept. Þau höfðu boðað til hans öll 4 þingmannaefni þessa kjördæmis, og var fundurinn haldinn undir berum himni — talað af veggsvölum Reykjavikur- hótels, áheyrendur í Vallarstræti og á Austurvelli. Auk þingmannaefnanna töluðu þejr Hannes Þorsteinsson ritstjóri, Þor- steinn Erlingsson og Einar Hjörleifs- son úr flokki sjáifstæðismanna, en af innlimunarmanna hálfu ráðgjafinn, Jón jakobsson, Halldór Daníelsson og Jón Olafsson. Þeir þóttu furðu-daufir í dálkinn, ráðgjafinn og Jón Jakobsson. Feng- ust mest við að reyna að verja nokk- ur rninni háttar atriði i frumvarps- ómyndinni alræmdu. Ræða Halldórs Daníelssonar var ekki annað en ítrekun ýmislegs þess, er stendur í ritlingum Jóns Jenssonar og þeir hafa marghrakið, Þorsteinn Erlingsson og Magnús Arnbjarnarson. Þ. E. svaraði því þó enn af nýju vel og skurulega. Landlæknir G. B. flutti hitt og þetta hjóm af því, er staðið hefir í innlim- unarmálgögnum hans og þeirra félaga, og þótti ekki mikið til koma. Hitt þingmannsefnið innlimunar- manna, Jón Þorláksson verkfræðingur, talaði slétt og felt, mikið lof um ímyndaða kosti frumvarpsins, en nauðalítið um röksemdir hjá honum. Hér fer á eftir ágrip af helztu ræð- um hinna, það sem rúm leyfir nú og næst. Fundurinn stóð frá kl. 43/4 til 8V2. Aít á valdi Dana. Ágrip af þingmálafundarræðu dr. ións Þorkelssonar landskjalavarðar 6. september 1908. Menn eru að tala um að þjóðin sé réttlaus; hún hafi afhent hann í fyrsta skifti með Gamla-sáttmála. En sannleikurinn í þessu rnáli er sá, að vér eigum enn í dag, og að minsta kosti alt fram að xo. septem- ber, forn landsréttindi vor óglötuð með öllu. Við höfum engin sam- bandslög gert við nokkra erlenda þjóð nema Gamla-sáttmála. En með hon- um eru engin mál afhent i konungs- vald. Einungis konungi lofað skatti (konungsmötu og konungskaupi). Hermál hafa engin verið til, aldrei frá landnámstið. Og utanríkismálin höfum vér ekki getað afhent, því að þau voru ekki til heldur. Og með lögbókunum (Járnsíðu og Jónsbók) fær konungur ekki fremur nokkurt vald á slíkurn málurn. — — Frumvarpið er ekkert annað en endurskoðun á stöðulögunum (frá 1871), eins og líka til var stofnað í fyrstu. Réttarstaða landsins er ekki betri eftir Uppkastinu, og að surnu leyti verri. Samkvæmt stöðulögunum get- urn vér t. d. lokað landhelgintxi fyrir Dönunt hve nær sem vér viljum, en ekki eftir Uppkastinu. Og með frum- varpinu innlimum vér oss sjálfir dönsku riMHeildina. En stöðulögin höfum vér aldrei viðurkent á formlegar. hátt. í Uppkastinu endanna á milli er ekkert til setn sýnir, að landinu sé ætlað að verða fullvalda ríki. Enginn maður væri kallaður fullveðja, sem fengi ekki að ráða málurr. sínum nema að helmingi, ef hann ætti aldrei til æfiloka von á að fá yfirráð yfir hinu. Utanrikismál og hermál eru fjarri því, að vera falin Dönum með um- boði til meðferðar af vorri hendi sam- kværnt Uppkastinu. Þau eru tekin aj oss nauðugum. Því að nefndarmenn hafa haldið því fram til seinustu laga, að þau væri afhent oss nú ásamt öðrum málum uppsegjanlegum. Einmitt þessi tvenu mál eru aðal- einkennin á því, hvort vér erum full- valda riki eða ekld. Og úr því að þau eru af oss tekin, þarf ekki að því að spyrja, að oss er ekki fullveldið ætlað. Hið eina mál, sem léð er rnáls á að láta oss fá einhvern tíma í hendur, og kynni að geta bent á töluvert sjálfstæði og einhvern myndugleika, er luestircttur. En það er látið af höndum með eftirtölum og þar næst þvi skilyrði, að breytt verði dóma- skipun landsins, og þess jafnframt látið getið í athugasemdunum við frumvarpið, að Danir vonist til, að frarn á petta verði ekki farið fyrst um sinn. Og par að auki er það komið undir pví, hve nær Dönum þykir dómaskipun landsins nógu rnikið breytt til þess, að vér fáum að stofna hæstarétt. — — Styrkurinn til íslenzkra stúdenta, sem eitt ákvæðið er um i frumvarp- inu, er ekkert sambandslagamál. Ekki þá öðru vísi en svo, að Danir ættu að greiða oss styrkinn nú, því að hann er vort fé, allur eins og hann er, en ekki þeirra. Um siðaskiftatímana tók konungur undir sig allar eignir klaustranna og ætlaði fyrst að reisa í þess notum skóla hér við klaustrin, en sá sig brátt um hönd og dembdi skólunum upp á biskupana. Eftir mörg ár var svo stofnaður þessi sjóður til styrktar stúdentum. Og íslendingar fengu hlutdeild í hon- um. Fram eftir öllu var það kallað klaustur og að vera á klaustri (hafa klausturfé). Þetta fé alt er því réttur og eign íslendinga, en engin gjöf af Dana hálfu. Enda fór þingið . 1905 fram á það með þingsályktun, að þetta fé yrði að miklu greitt, og lagt tii kenslustofnana hér á landi, sem hanga nú á horriminni sökum þess, að Dan- ir moka þessu fé voru í íslenzka stú- denta í Kaupmannahöfn, og binda þá með því við sínar kenslustofnanir.------ í 9. gr. frv. er ákveðið, að upp- segjanlegu málin skuli vera laus eftir 23 ár. En þó eru ætluð 12 ár fyrir því í viðbót, að togast um við Dani, hvort við fáum þau eða ekki. Og að lyktum á konungur að ákveða, hvort þeim skuli skilað að nokkru eða öllu. Það er alveg undir því kornið, hvaða hugarþel sá konungur, sem þá er, hefir til íslendinga, hvort þeir ná nokkrum þessum inálum eða ekki. Frumvarpið bannar hvergi rík- isþinginu, og gefur ekki bannað því, að leggja það til, að þessum málum sé alls ekki skilað oss í hendur. Og hvað langt verður þá að bíða eftir að vér náum þeim? Síðasti ræðumaður (G. B.) gat þess, að með frv. væru sérmálin losuð út úr ríkisráðinu og að skipun í Islands- ráðgjafaembættið yrði talin eitt sér- mál landsins. í frumv. stendur eðlilega ekkert um þetta. Sökum þess, að það gat og getur ekkert um þetta mál ákveð- ið. Uppkastið tekur aðeins til sambands- mála landanna, en getur ekkert ákveð- ið um sérmálin. Það rná því enginn láta pað blekkja sig, að petta sé jengið með því að sampykkja jrumvarpið. Vér náum þessu hvort sem vér fell- um það eða samþykkjum. Því að þetta er sérmál, sem vér getum slcip- að fyrir um hve nær sem vér viljum og hvernig sem vér viljum. Nefndarmenn hafa haldið því frarn til síðustu stundar, allir sem einn mað- ur, að landið ætti enn óskert öll sín fornu ríkisréttindi. En undir eins og Uppkastið kemur hingað til lands, rísa hér upp rnenn, sem hafa gert alt til þess að reyna að sýna fram á, að landið væri gersamlega réttlaust. Svo fljótt skipaðist veður í lofti. Og svo vonlaust var að afla Upp- kastinu fylgis, að það þótti ófæra, nema hægt væri að korna landsmönn- urn jafnharðan í skilning um, að þeir væri gersamlega réttlausir. En réttindum landsins hafa Islend- ingar haldið fram öld eftir öld og alt til þessa dags. Nú á að fara að gera það alt að ósannindum og allar liðnar kynslóðir og vora beztu rnenn að ósanninda- mónnum um þetta mál. Einungis til þess, að geta látið þessi innlimunar- lög ganga yfir land og þjóð. Hvora ætla kjósendur að meta rneira ? Mennina, sem hafa slitið sér út á því að halda uppi réttindatilkalli þjóð- ar sinnar alla æfi með pvi mikla trausti, að réttlætið mundi ráða að iokum og öllurn kröfum hennar yrði sint? Eða hina, sem hafa lagt svo óskil- janlega mikið kapp á það í alt sumar, að jótum troða pennan rétt, í peirri von, að þá mundu landsmenn blekkjast til að taka því, sem væri sýnu skárra en bláber fullnæging áréttleysis-kröfunum ? * * * Halldór Daníelsson bæjarfógeti hélt því fram í ræðu á fundinum, að ís- lendingar hefði samþykt stöðulögin frá 1871 með stjórnarskránni 1903. Fyrirspurn gerð til dr. J. Þ. um, hvort hann væri á sömu skoðun. Hann neitaði þessu af þeim ástæð- urn, að formlega sé þetta og hafx verið fjarstæða og ógerningur, að samþykkja stöðulögin, sem ætlast er til að verði sambandslög, samþykkja þau með stjórnarskrárbreytingu, þar sem stjórnarskráin sé sérrnál og nái ekki út fyrir sérmálasviðið. ■ •mtm t Danska ríkisheildin. Nú er ekki lengur tími til þess að ræða um einstök atriði þassa máls ná- kvæmlega. Og naumast kostur á að koma með nýjar röksemdir. Eg læt mór nægja að drepa á fáein yfirlits- atriði. Aldrei hefir á síðastliðnum manns- aldri verið jafnsnörp og ákveðin víðtæk mótspyrna meö Islondingum gegn nokk- uru máli eins og þessum fyrirhugsða samningi — sem við megum ekki einu sinni kalla samning, heldur eigum að kalla lög, þegar búið verður að sam- þykkja hann, — sem eg vona að aldrei verði. Eg á ekki eingöngu við kjósendur þessa lands. Vitanlega getur mér ekki betur skilist, eftir þeim fregnum, sem borist hafa, en að kjósendur þessa lands ætli með atkvæðum sínum að sökkva þessu Uppkasti, eins og það er nú orð- að, niður á tvítugt dýpi á fimtudaginn kemur, og binda við það eitthvert hel- jarbjarg, svo að þaö komi ekki upp aftur aö eilífu. Eg á lika við ceskumenn þessa lands. Það liggur við að leitun só á þeim æsku- manni um þvert og endilangt Iandið, eftir því sem alstaöar er sagt, sem ekki sé þessu uppkasti andvígur af allri sinni sál og öllu sínu hjarta. Eg veit, að sumum þykir lítils um það vert. Eg veit, að sumir menn hæðast að því. Mér þykir það dásamlegt og glæsilegt, hvað eldur ættjarðaiástarinnar logar nú glattog skært hjá æskulýð þessa lands. Og eg minnist þessara orða skáldsins (Þ. E).: Og stansaðu aldrei, þó stefnan sé vönd, og stórmenni heimskan þig segi; ef æskan vill rétta þér örvandi hönd, þé ertu á framtiðar vegi. Eg lít lengra. Eg lít til landa okk- ar í Vesturheimi. Þar er mótspyrnu- eindrægnin átakanleg. Þrátt fyrir allar þeirra deilur og dómlausan flokkaríg fylkjast þeir allir að og rótta hver öðr- um bróðurhönd í þessu máli. Allar mörgu símskeyta-yfirlýsingarnar frá þeim eru ekki áþreifanlegasta sönnunin, og eru þær þó full-skýrar. Greinilegastur er fundurinn í Winnipeg, sem tveir frumvarpsmenn stefna til. Þeir fá sam- an múg og margmenni. En ettginn fund-

x

Kosningablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kosningablaðið
https://timarit.is/publication/503

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.