Kosningablaðið - 20.10.1916, Side 3

Kosningablaðið - 20.10.1916, Side 3
KOSNIN GABLAÐIÐ 3 trúi bæjarins og þessvegna verið lagður oftar en einusinni á kosn- ingametaskálarnar. Af fylgismönn- um hans hefir hann verið talinn þingmaður í meðallagi, þó að þing- seta hans hafi bundið fleiri en einfl syndabagga á bak honum, sem að sumu leyti mun stafa af bandalagi við honum verri menn. Hann hefir litlu áorkað fyrir kjördæmið, og stað- ið fremur slælega á verði, sem full- trúi bæjarins, sem drepið mun á síðar í þessari grein. F*að skal þó þegar viðurkent, fylgismönnum M. Kristjánssonar til maklegs hróss, að þeir eiga virðingu skilið fyrir það, að taka hann fram yfir frambjóð- anda þann, ér miðstjórn Heimastj.- fiokksins í Reykjavík ætlaði þeim að gleypa við. En hitt er aftur furðu- legt, að M. K. skyldi nokkurntíma gefa kost á sér til þingmensku fyrir flokksins hönd, eftir alt það endem- is-daður, sem forsprakkar flokksins hér voru búnir að gera sig seka í við landritara, og geta svo ekki afl- að honum sæmilega margra styðj- enda, þegar til stykkjanna kom. ««*«««« « »->« «»»»««»«» 2 — 3 ár. Öll þessi óþarfa féeyðsla og öll þau óþægindi, sem stafa af þessum vitlausu húskaupum, er þá- verandi þingmanni bæjarins, Magn- úsi J. Kristjánssyni, eingöngu að kenna, og verður honum aldrei fylli- lega vanþakkað það. Á síðasta þingi voru samþykt lög, er heimiluðu sveitarfélögum, að leggja útsvar á þá menn, sem rækju atvinnu í hreppnum skemur en 3 mán., — áður hafði verið á- kveðið að dvalartíminn þýrfti að vera 3 mán. —, en bæjunum var gleymt. F’á sátu þeir báðir á þingi M. Kr. og St. Stefánsson skólam. og hefði mátt ætla, að þeir mundu muna eftir útgerðarmönnunum, sem dvelja hér yfir nokkrar vikur á sumrin, og raka saman hundruðum þúsunda króna, en borga ekki einn eyri í bæjarsjóð. Og svo er niður- jöfnunarnefndin að bogra við, að reyta eitthvað í bæjarsjóðinn frá þessum mönnum, með því að *eggja — í fylsta lagaleysi — ör- lítinn skatt á hverja síldartunnu, sem aðkomumenn salta hér, — alda yar, að kunnugra manna sögn, aðallega runnin frá M. K., enda létu vinnukaupendur hann mest pjakka í málinu, eins og verkamenn munu líklega lengst muna. Petra, sem hér hefir verið tilfært, ætti að nægja til að sýna það og sanna. að kjósendur Akureyrar eiga M. K. fremur iítið að þakka, sem þinomanni, og meðferð bæjarmál- anna getur verið betur komin í höndum annara en hans, enda sást það Ijósast á fylgisleysi hans við síðustu bæjarstjórnarkosningar, er hann sem fyrsti maður á lista fékk ekki eins mörg atkvæði og annar maður á lista verkamanna og harla einkennilegt mætti það virðast, ef verkamenn og konur gæfu M. K. mörg atkvæði til þings, þar sem þeir hafa jafn álitlegt þingmanns- efni og þriðji frambjóðandinn, Er- lingur Friðjónsson, er, F*að verður ekki fjölyrt um þing- mannskosti Erlings Friðjónssonar hér. Hann er hvorki svo myrkur í máli, né flár í framkomu, að allir viti ekki hvar hann muni að hitta í þeirra engu skifta. Reyndar eru þess- ar mótbárur atkvæðasmala M. K. og S. E. svo hlæjilega barnalegar, að kjósendur ættu ekki að þurfa að glepjast á þeim, ef þeir gæfu sér tíma til að athuga þær. Eitt af því, sem þessir menn, at- kvæðasmalarnir fyrnefndu, hafa á móti E. F. er það, að hann sé ó- þjáll í samvinnu og ofstopafullur. F*etta er á engum rökum bygt. — Þeir sem hafa starfað með E. F. í félögum og nefndum þekkja það manna bezt, að enginn er fúsari en hann að taka tillit til skynsamlegra raka andstæðinganna, og ekki stend- ur á honum að miðla málum, svo að samkomulag fáist og málin köm- ist í framkvæmd. En aftur á móti tekur hann ekki með neinum silki- hönzkum á þeim mönnum, sem ráðast með heimskuofsa eða »rót- arskap* á menn og málefni, og má hver lá honum það, sem er maður til þess. Því þefir líka verið haldið á Iofti, að E. F. mætti ekki fara á þing, efnahag hans vegna. Hann væri Það ffetur munað þínu ATKVÆÐI! Þess hefir verið getið hér að ofan, að Magnús Kristjánsson hafi staðið fremur slælega í stöðu sinni, sem þingmaður bæjarins á undanförnum þingum, og skulu hér aðeins talin tvö dæmi því til sönnunar, þótt fleiri mætti til tína. Á þinginu 1913 var samþykt að landið keypti hús það, sem síma- stöðinni hér í bæ var holað niður i í fyrstu, og sem aldrei átti að vera annað en bráðabyrgðarheimili fyrir miðdepil bæjarsímans. Pá var það öllum fyrir löngu ljóst, að húsið var að öllu leyti ónógt og óhæfilegt fyrir símastöðina, bæði vegna legu þess í bænum og fleiri ástæðna, enda var þá svo komið, aðOddeyringar gátu ekki fengið síma lagðan heim til sín, vegna þrengsla á staurunum. Ymsir mætir menn í þinginu, þará meðal Hannes Hafstein, mæltu fast- legaámóti húskaupunum, en þing- menn, sem ekki þektu hér til, sam- þyktu þau, af því að málið var sótt af kappi — af hvaða ástæðum er mörgum kunnugt—, en þingmaður bæjarins þagði eins og steinn, eins og honum kæmi þetta mál ekkert viö, þó honum hefði verið í lófa lagið, að fyrra bæinn þeim vand- ræðum og landið þeim mikla óþarfa kostnaði, sem af kaupunum leiddi. Nú hefir orðið að grípa til þeirra örþrifsráða, að grafa símann norður í bæinn í jörð niður, og kosta til þess afarfé, fram yfir þarfir, svo þeir menn geti fengið síma í hús sín, $em búnir efU að bíða eftir honum skatt, sem ekki er meir en lho af því, er þeir myndu verða látnir borga í bæjarsjóð, ef lögheimiluðu það. Fyrir þetta athugunarleysi bæj- arfulltrúanna okkar, tapar bærinn fleiri tugum þúsunda árlega, þahg- að til ný reglugjörð verður samin og lögleidd fyrir bæinn. Og þetta er sárgröetilegast fyrir þá sök, að þarna er engu um að kenna öðru en hugsunarleysi og sljóleika þingm. fyrir hag bæjarins. Afskifti M. K. af bæjarmálum ættu að vera svo kunn, að ekki þyrfti að tala um þau hér, en inn- ræti hans og veivild í garð verka- manna hefir æ betur og betur kom- ið í ljós nú á seinni árum, síðan verkamenn fóru að taka þátt í stjórn bæjarmálanna. Hann hefir sem sé ætíð lagst eindregið á móti því, er fulltrúar verkainanna í bæjarstjórn- inni hafa komið fram með, til að bæta hag verkalýðsstéttarinnar, og er skemst á að minnast, þar sem eru kolakaup bæjarins nú í haust. M. K. vildi og vill enn — það sást seinast á bæjarstjórnarfundi s. I. þriðjudag — láta bæjarbúa rogast undir ánauðaroki kolakaupmann- anna hér í bæ, þrátt fyrir það þó að þeir séu — að margra dómi — búnir að vinna sér margsinnis til óhelgi, með framkomu sinni við bæjarbúa. I fyrravor, þegar Verkamannafé- lagið hækkaði kauptaxta sinn, mynd- uðu vinnukaupendur samtök til að kveða kauphækkunina niður. Sú fylkingunni. Hann er orðinn kunn- ur sem eindreginn fulltrúi verka- lýðsins í bæjarstjórninni, og það sem hann hefir skrifað í »íslending« um bæjarmál, og um tolla- og skattamál í ^jþagsbrún*, ætti að vera búið að kynna svo skoðanir hans á ýmsum málum, að kjós- endur þyrftu ekki að renna þar blint í sjóinn. Hann sýndi fyrstur manna ljóslega fram á, hversu á- lagning útsvara hér í bæ hefði ver- ið ranglát, meðan kaupmenn hefði ' ráðið öllu í niðurjöfnunarnefnd, og hvernig bærinn gæti aflað sér starfs: fjár, án þess að nokkrum væri ó- réttur ger, og hefir enginn leyft sér að andmæla því, enda ekki hægt að gjöra það. Og hinar skýru greinar Erl. í »Dagsbrún« sýna það ótvírætt, að hann sér næg ráð til að létta tolla- og skattabyrðinni af alþýðunni og leggja hana á þau breiðu bök, sem hún á að hvíla á. Og allir, sem þekkja E. F., vita vel, að hann fylgir fram sannfær- ingu sinni hvar sem er. Að öðru leyti skulu kjósendur látnir dæma um manninn, en at- hugað að nokkru það sem mób stöðumenn hans við þessar kosn- ingar hafa haft út á hann að setja og mest hampað undanfarna daga, þar sem þeir hafa verið að rölta á milli kjósenda, til að reyna að fá þá til að svíkja alþýðuflokkinn, og kjósa þá menn, sem annaðhvort berjast leynt og Ijóst á móti verka- mönnum, eða láta sig áhugamál ekki svo efnum búinn, að hann mætti við því atvinnutapi, sem hann hlyti að líða við að eyða tíma til þingsetu. Öllu bágbornari ástæðu er trauðla hægt að hugsa sér en þessi er. Mörgum mun vera það kunnugt, að ekki er nein ástæða fyrir Akureyrarbúa, að þurfa að hræðast það, að hann þurfi að leita á náðir þeirra með framfærslueyri, þó hann færi á þing, enda mun hann manna færastur að sjá sér farborða í því efni — og á náttúr- lega mest á hættunni sjálfur. F*essi föðurlega umhyggjusemi andstæð- inga hans verður því að dæmast sprottin af heimsku og illvilja og engu öðru. F*á er því óspart otað að kjósendum, einkum heimastjórn- armönnum, að E. F. sé æstur sjálf- stæðismaður, sem engum heima- stjórnarmanni beri að kjósa. Alt er þetta á sömu bókina lært, kjósend- ur góðir! Erlingur Friðjónsson til- heyrir engum jlokki, nema alþýðu- ýlokknum. Hann hefir marglýst yfir því, að gömlu pólitísku flokkarnir séu, að hans áliti, úr sögunni, og eigi að vera það, þeir hafi engin áhugamál til að berjast fyrir, og séu því dauðir landi og þjóð. Og hver getur eiginlega neitað því að svo sé? Jæja, kjósendur góðir! Nú verð- ur málið lagt í ykkar dóm. Látið dýralækninn og yfirfiskimatsmann- inn sitja heima og rækja þann starfa, sem þjóðin hefir fengið þeim að inna af hendi.

x

Kosningablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kosningablaðið
https://timarit.is/publication/504

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.