Kosningablaðið - 20.10.1916, Page 4
4
KÖSNINOABLAÐIÐ
Verkamenn óg konur! Sækið vel
kjörfund og kjósið ykkar mann á
þing.
Erlingur Friðjónsson er ykkar
maður, og allir, sem þekkja hann
og dæma rétt, vita, að hann svíkur
ekki hugsjónir alþýðuflokksins.
Verkamaður.
jafna niður á verkafólkið í bænumlM
En verið þið rólegir, verkamenn góð-
ir, þið eigið fulltrúa í niðurjöfnunar-
nefnd eins og í bæjarstjórn, en ykkur
vantar fulltrúa á þing, og þessvegna
eigið þið að kjósa Erling Friðjónsson
á morgun.
Peir sjá það!
Kaupmannaliðið hérna í bænum
sér það, að úti er um gömlu flokka-
skiftinguna, þar eð bæði heimastjórn-
ar- og sjálfstæðiskauprnenn skora nú
á Magnús Kristjánsson til þings, —
menn sem barist hafa á móti honum
áður. Pað er því t rauninni alls ekki
heimastjórnarflokkurinn, sem býðar
Magnús fram, heldur kaupmannaliðið.
Kaupmenn sjá að Magnús er þeirra
fulltrúi, enda sendi vinnuveitendafé-
lagið hann á fund verkamanna, sem
fulltrúa sinn f fyrra vor. Nú ætla
þeir að senda hann til Alþingis, sem
fulltrúa sinn, og vonast eftir að verka-
menn stuðli til þess.
Verkamenn sáu við flugunni við
síðustu bæjarstjórnarkosningar — og
þeir munu sjá það enn, — ekki eru
þeir það sjónlausarí en kaupmenn.
Skrftið.
Kaupmannsfrú hitti verkamann á götu
og sagði >Þú kýst Magnús Kristjánsson*.
>Því þá?< sagði verkamaðurinn. Kaup-
mannsfrúin gat engu svarað og svarið er
ókomið enn þá.
Því skyldu vckamenn kjósa Magnús
Kristjánsson?
Magnús Kristjánsson var einn þeirra
manna, sem ekki vildi að konur fengju
mannsréttindi fyr en þær væru fertugar.
>Frúrnarc hérna í bænum vilja launa
honum þetta >frjálslyndi< í garð kvennfólks-
ins með því að kjósa hann til þings á
morgun.
Svo drcngilega barðist Magnús Kristjáns-
son á þingi fyrir kvennaskólamálinu að
fjárveiting til skólans var felld með öllu,
>dugnað< þennan vilja >frúrnar< launa
með því að kjósa hann á þing.
Sigurður dýralæknir hefur tvisvar barist
d móti verkamönnum við bæjarstjórnar-
kosningar. Ætlast hann nú til að verkamenn
kjósi sig í þakklætisskyni ?
Sverta?
Nú er komin fram tillaga um að
hækka aukaútsvörin f bænum um 14,000
kr., er rétt úr 24,695 kr. f 38,495 kr.
Erlingur Friðjónsson vakti fyrstur
máls á þvf, að hækka þyrfti útsvörin
á verslunum og efnamönnum í bænum,
til þess eitthvað væri hægt að gjöra
til framfara.
Mótstöðumenn E. F. eru svo að
reyna að sverta hann með þvf að
þessum fjórtán þúsundum eigi að
„Óháðir bændur“ —
ekki bændur.
Ýmsum raun koma kynlega fyrir um-
mæli >íslendings að >óbáðir bændur< séu
ekki bændur. Blaðið hefur þó oftar en
einusinni minst á það, að bændaflokkarn-
ir myndu sameinast þegar á þingjið kæmi<.
Skyldi blaðið með þessari mótsögn vera
að samþykkja þau ummæli >Norðurlands<
að bænda nafnið væri einungis kosninga-
beita fyrir bændur? Ef svo er, ætti flokk-
urinn að beita fyrir kjósendurna hérna í
kaupstaðnum, með því að kalla sig
>óháða kaupstaðarbúa<.
________Ji/lunið eftir__a_-<d
—^ vinnuveitendafélaginu!
Kaupfélag Verkamanna Flokkarnir,
Kaupfélagsstjórinn.
Leiðbeining:.
hefli starfað aðeins f 9 mánuði, í fé-
laginu eru nú 275 manns og auk
þess deildir f Ólafsflrði og á Dalvík.
Tala félagsmanna fer dagvaxandi.
Nú f ár borgar félagið f toll 4000
krónur og kemur það auðvitað þyngst
niður á fjölskyldumönnunum, t. d.
munu sumir fátækir fjölskyldumenn
borga um 40 krónur f toll auk tolls-
ins sem þeir greiða af vörum sem
þeir kaupa annarsstaðar en hjá kaup-
félaginu.
Þetta óréttlæti vill Alþýðuflokkur-
inn koma f veg fyrir.
Kiósandi, styddu að þvt og kjóstu
Erling Friðjðnsson á morgun.
Heimastjórnar- og sjálfstæðisflokkarnir
hafa enga stefnuskrá, og engin þjóðþrifa-
mál til að berjast fyrir. j^lþýðuflokkurinn
hefir yfirgripsmikla stefnuskrá að berjast
fyrir. Þess vegna eiga alþýðuflokksmenn
að sitja á þíngi. Þeir munu vinna fyrir
þjóðina.
Smeykir - eða hvað?
Þingmannaefnin M. K. og S. E. héldu
ekki fund með kjósendum fyrir kosningam-
ar. Voru þeir smeykir? Eða vissu þeir
skömmina uppá sig, að þeir hefðu engin
boðleg áhugamdl til að ræða þar við kjós-
endur?
Mótstöðumenn E. F. segja að hann
eigi ekki að fara á þing, af því að
hann sé kaupfélagsstjóri Verkamanna.
Hann ihuni þá ekki geta .sint því
starfl sæmilega. Þetta er mögnuð fjar-
stæða.
Kaupfélagsstjórinn er hvergi betur
settur en í Reykjavfk, yfir þann tfma
sem hann þarf að kaupa inn haust-
vörur fyrir félagið. Þar eru fleiri heild-
salar en hér, greiðari samgöngur og
betri skilyrði fyrir hendi að komast að
heppilegum kaupum. Þingsata Erlings
myndi þvf fremur verða til hagnaðar
fyrir kaupfélagið en skaða.
Ef þið viljið heira lygar um Erling
Friðjónsson, þá sneyðið ekki fram hjá
verzlun, sem selur tóbak, eða húsi, sem
miklir peningar eru geymdir í.
Svik.
Þingmannsefni kaupmannanna ætla að
fljóta inn með tilstyrk verkamanna, sem
bregðast alþýðuflokkum er þeir ganga til
kosninga. Skyldu margir verkamenn og
konur vilja stuðla að því, að von þeirra
rætist.
Hvað gengur þeim til?
Margur spyr nú hvað mótstöðu-
mönnum Erlings Friðjónssonar gangi
til að útbreiða allar þær lygar, um
hann, sem þeir láta fljúga um bæinn.
Ilalda þeir að kjósendur séu svo
heimskir að trúa öllum þeim óþverra ?
Nei, kjósendurnir trúa því ekki,
þeir svara á morgun.
X.
Likkisturnar.
Sá sem kýs eftir gömlu flokkaskifting-
unni, neglir sig fastan við líkkistur þess-
ara flokka, því þeir eru báðir pólitíkst
dauðir.
Samvinnufélagsskapur.
Þeir sem hafa áhuga fyrir samvinnufé-
lagsskap, eiga að styðja kosningu Erlings
Friðjónssonar. Hann er öflugurstuðnings-
maður þess máls.
Framboðin.
Framboð Erlings Friðjónssonar er sprott-
ið af þörf verkamanna til að eiga tals-
mann á Alþingi.
Framboð Magnúsar Kristjánssonar er
sprottið af löngun kaupmanna til eð eiga
þar fulltrúa.
En hvað skyldi >óháðum bændum<
ganga til að bjóða embættismann hér
fram f kaupstaðnum?
Útgerðarmennirnir.
Mælt er að útgerðarmaðurinn Evensen
hafi farið héðan s. 1. sumar með V« mil-
jón króna gróða í vasanum. Akureyrarbær
gat ekki látið hann gjalda útsvar af þess-
um gróða, fyrir klaufaskap M. Kristjáns-
sonar sem þingmanns bæjarins.
Ábyrgðarmaður: Finnur Jónsson,
Prentsmiðja Odds Björnssonar.