Kristniboðinn - 01.05.1933, Síða 3
KRISTNIBOÐINN
3
neina leið út úr vandræðunum á fast-
an grundvöll. Hvað tala menn þá mest
um? Hverju eru menn mest alteknir af
og hvað mergsýgur líf manna meira en
peningarnir? Peningarnir, sem menn
eiga, en þó enn frekar peningarnir, sem
menn ekki eiga, — peningarnir, sem
aðrir eiga, — en hvað þeir ráða yfir
mönnunum og ríkja yfir hugum þeirra
og vekja öfund, hatur og gremju, svo
að lífið verður ljótt og ruddalegt.
Pá er það yfirráð blaðanna. Pað er
mjög furðulegt, hvílíkt vald blöðin hafa
yfir mönnunum. Par telja menn hina
æðstu speki að finna. Par finst sann-
leikurinn í fullum mæli. Nýungar í
dag, úreltar á morgun. En menn þykj-
ast þurfa að fylgjast með, og þetta er
auðveldasta leiðin til þess, að geta
myndað sér skoðanir á því, sem við
ber, og svo láta menn kúgast í allri
auðmýkt.
Svo eru flokks-yfirráðin. Þau kveikja
í þúsundum manna áhuga og æsingu
á vorum tímum. Hvort það er rétt eða
rangt, sem barist er fyrir, hvort það
göfgar mannlífið eða spillir því, það
hefir enga þýðingu. Stefna flokksins
er hið eina, sem þýðingu hefir, og það
er vopnið gegn andstæðingunum, sem
á að yfirbuga þá, og það nægir.
Og svo er það síðast en ekki sízt yfir-
ráð almennings. Þetta segja aðrir. Petta
er tízka núna. Það er álit félaganna og
kunningjanna. Eftir því eiga menn að
hugsa og álykta, og svo fljóta menn með
straumnum. Pótt einstaklingseðlið,
sjálfstæðið, hið marglofaða frelsi, líði
við það og jafnvel fjúki veg allrar ver-
aldar, það hugsa menn ekkert um, því
það er svo kosnaðarsamt og fyrirhafn-
armikið að hugsa.
Yfirráð peninganna, blaðanna, flokk-
anna og almennings skipa: »Hangið þið
við ef þið ætlið með! Og svo fylgja menn
skipuninni.
Eða hvað lýst yður?
Ef þessi yfirráð skipa meðal annars
svo fyrir, að menn skuli ausa auri á
kirkjuna og kristindóminn, og alt, sem
því heyrir til, þá gera menn það auð-
vitað! Pegar því er haldið fram, að all-
ir siðir og venjur sé orðið úrelt, að menn
skuli gifta sig hjá lögmanni, og skilja
svo aftur þegar svo vill verkast; eða
þá búa saman ógift, ef það sýnist hag-
feldara og þægilegra, og láta fýsnir og
tilfinningar ráða, því það sé eðlilegast,
— þá gera menn það umsvifalaust.
öþverrasögur, blót, guðlast, lýgilegar
fullyrðingar og allskonar ruddaskapur
í orði og æði, er talið svo undur eðli-
legt alt saman, það er álit fjöldans og
þeim yfirráðum lúta menr erðalaust.
Nú vil ég spyrja, 1. tileíni af þessu:
Er nokkur meining í þessu? Yerða menn
betri við það eða hreinni? Yerður meiri
hátíðleiki yfir lífi manna við þetta?
Veitir það raunverulega eða varanlega
gleði? Veitir það öruggleika og hvíld?
Veitir það burðarmagn á erfiðleika-
tímum eða því um líkt?
Já, ég veit, að þetta þykja einfeldn-
ingslegar og gamaldags spurningar, en
hver veit, nema sú staðhæfing sé enn
í; gildi, að sönnu mannlífi lifi sá einn,
er kappkostar að vera hreinn og góð-
ur, glaður og öruggur, og sem ekki er
ánægður nema samræmi, menning og
hátíðleiki sé yfir dimmviðrisdögum
hversdagslífsins, svo að hann geti ávalt
séð heim.
Pess vegna mun kristindómurinn
ávalt beina boðskap sínum til hins
mannlega í mönnunum og mæla fram
með sér við samvizku þeirra. »Hví dæm-
ið þér ekki jafnvel af sjálfum yður,
livað rétt sé?« sagði Jesús Kristur einu
sinni, þegar hann stóð frammi fyrir
hinum mikla mannfjölda. Mennirnir
komast aldrei fram hjá honum. Hann
slær aldrei fram miskunnarlausum fyr-
irskipunum. Hann beinir orðum sínum
til einstaklingseðlisins, til innra manns-
ins; til hinna leyndustu kima í brjóst-
um manna, og hver sannur maður verð-
ur að játa, að hann hafi á réttu að
standa.
Mistök kirkjunnar hafa verið mörg,
hún hefir margt og mikið á samvizk-
unni, það er sannleikur. Hinir kristnu
eru syndugir menn og það þarf ekki
mikið hugvit til þess, að benda á þá
og draga galla þeirra fram í dagsljós-
ið; það er líka sannleikur. En hátt, ofar
kirkjunni og hinum kristnu, stendur
Ilann, Jesús Kristur. Og það er hann,
sem vér höfum saman við að sælda.
Fyrir honum skal hvert knje einhvern-
tíma beygja sig og viðurkenna, að hann
er Drottinn.
Hvað á ég að gera við Jesús?
í þessari spurningu dragast allir
þræðir saman í einn hnút. Ilann gengst
ekki upp við neina yfirborðs-aðdáun,
eða höfuðhneigingu í viðurkenningar-
skyni. »Við heilsum hver öðrum, hann
og' ég,« sagði trúleysinginn Voltaire, —
»en að öðru leyti höfum við ekkert sam-
an að sælda.« Hann kærir sig ekkert
um að vera aðeins fögur fyrirmynd,
sem maður getur borið virðingu fyrir,
en lifir að öðru leyti eins og manni
sjálfum sýnist. Hann kom hingað í
heiminn til þess að verða frelsari frá
synd. Hann kallaði menn, sem einstakl-
inga, út úr mannfjöldanum, til þess að
gera upp lífsreikning sinn frammi fyr-
ir hinum lifandi Guði. Hann kemur til
hins einstaka manns, sem hefir komið
auga á, að það, sem hann þarfnast fram-
ar öllu öðru, er fyrirgefning af náð.
Það er ekki nema einn staður til, þar
sem samband næst milli himins og jarð-
ar, milli Guðs og manna, og það er við
krossinn á Golgata. Fyrirgefningarstað-
urinn.
Þess vegna hringja klukkurnar yfir
höfuðborginni, þess vegna eru þessar
línur einnig skrifaðar, — til þess að
minna mennina á, að frelsi fæst að-
eins í því, að vera bundinn honum með
böndum kærleikans. Hjá honum réttist
úr bognu bakinu og leiðin opnast til
frjálsrar framgöngu, og hjá honum sjá-
um vér heim. Það er frelsi, það eitt og
ekkert annað.
Undir yfirráðum, —- svo er lífið án
0
Guðs. Eins og elskuð börn hjá elsku-
legum föður sínum, — svo er lífið með
Guði. Pað er hátíðalíf og öruggleiki. —
Pú ert nægjusamur, ef þú gerir þig
ánægðan með minna. (Lausl. þýðing).
Truarprá í Kína.
Eftirfarandi smágrein stóð nýlega í
Kristniboðstíðindum sænsku kirkjunn-
ar:
»Aðalframkvæmdastjóri K. F. U. M.
í Kína, David Yui, skrifar aðalstöðv-
um K. F. U. M. í Geneve:
Þjóðai’ógæfa vor knýr oss, marga Kín-
verja, bæði leiðtoga og aðra, á kné fyr-
ir lifandi Guði, sem stýrir örlögum þjóð-
anna.
Ég heimsótti nýlega Nanking, ásamt
konu minni, og söfnuðum við þá sam-
an, fyrir mjög eindregna beiðni for-
setans, Chiang Kai-Shek og konu hans,
dálitlum flokk kristinna manna og
kvenna, er kom saman síðdegis á hverj-
um degi, til þess að biðja sameiginlega
fyrir Kína. Þessi flokkur reyndist mjög
ötull og einarður í lifandi trú á fyrir-
heiti Guðs.
Dr. C. T. Wang, sem til skamms tíma
hefir verið utanríkisráðherra, er van-
ur að segja að kristindómurinn sé hin
eina frelsisvon Kína. Margir aðrir leið-
togar, og þar á meðal margir, sem ekki
eru kristnir, hafa allir komist að sömu
niðurstöðu.
Trúarleg þrá virðist nú ganga eins
og alda yfir landið, einkum meðal stud-
enta og annara æskumanna þjóðarinnar.
I ýmsum hlutum Kína rekum vér nú
ötullega kristniboðsstarfsemi, einkum í
bæjunum.
Fornvinur vor, Sherwood Eddy, veit-
ir oss þýðingarmikla aðstoð í þessu.
Hundruð ungra manna hafa tekið þá
ákvörðun að lifa nýju kristilegu lífi og
enn þá fleiri eru teknir að nema kristna.
trú. Kristniboðar með sérstökum náð-
argjöfum leiða vakningasamkomur með-
al hinna kristnu í ýmsum bæjum, og
Guð notar þá á hinn undursamlegasta
hátt.
Land vort hefir orðið fyrir margvís-
legu óláni hin síðustu ár. Hvernig ætt-
um <ér að hafa nokkra von um Kína,
ef slíkt ólán getur ekki vakið djúptæka
trúarþrá í þjóðinni, svo hinir kristnu
verði knúðir til að gera heilhuga til-
raun til þess að leiða landa sína fram
fyrir hásæti Guðs, svo þeir fengju lof-
að og vegsamað hans nafn.
Sjálfur finn ég til hins innilegasta
þakklætis í hjarta mínu við hugsunina
um þessa öldu vaknandi trúarlífs, er
gengur yfir land vort, og um endur-
fæðingaranda þann er vottar fyrir inn-
an hinnar kristnu kirkju í Kína um
þessar mundir. Vér trúum því, að þetta
verði, ekki aðeins Kína til björgunar,
heldur muni styðja að því að upp rísi
nýtt Kína með glæsilega framtíö fyrir
sér.