Kristniboðinn - 01.05.1933, Blaðsíða 4

Kristniboðinn - 01.05.1933, Blaðsíða 4
4 KRISTNIBOÐINN Þátttaka K. F. U. M. í þessu starfi hefir hina mestu þýðingu. ö, að Guð haldi áfram að leggja blessun sína yfir oss í starfi voru og hjálpa oss til að verða enn hæfari til þess að leysa af hendi þau hlutverk, sem framundan oss liggja«. Til athugunar. (Eftir ólaf Ólafsson kristniboða) Hafir þá. tekið sinnaskiftum, eins og lærisveinarnir, og gefist Jesú, þá á boð- skapurinn um drottinvald hans erindi til þín, og þér er ljúft að hlýða fyrir- skipunum hans, og framtíðarvonir þín- ar allar standa í órjúfanlegu sambandi við fyrirheiti hans. * Drottinn hefir blessað starfsviðleitni þeirra, sem kosta kapps um að vera honum þóknanlegir. Hann hefir verið með þeim og verið leiðtogi þeirra. Á dimmum dögum þúsund ára heiðni, er nú farið að bregða fyrir birtu. Við fögnum og gleðjumst yfir, að fá að stuðla að því, að þjóðir, er í myrkri sitja, fái séð ljós hans, að flytja þeim, sem örvænt hafa, von eilífs lífs. Hvílík blessun, sem æfinlega fylgir komu og nálægð Frelsarans! »Og máttug breyt- ast myrkra-ból í morgunstjörnur, tungl og sól.« Kristur veitir sálarfró og lífs- þrótt. Starfslíf, þekking og velmegun eflist alstaðar þar, sem Kristur nær yfirráðum. Gangi menn honum á hönd, þá veitist alt þetta að auki. * Ef orð mín mega sín nokkurs, vil ég hérmeð brýna það fyrir ykkur, eins alvarlega og mér er unt, að þið biðjið til Guðs í einrúmi hvern einasta dag, undantekningarlaust. - Takið fasta ákvörðun um það og látið það ekki bregðast, fremur en að neyta fæðu. Kjósið til þess kyrláta stund að morgn- inum, og byrjaðu á morgun. Hafði Ritn- inguna við hendina og temdu þér ró- lega íhugun og einlægni fyrir augliti Guðs. ❖ Veitist þér erfitt að biðja til Guðs í einrúmi og frá eigin brjósti, þá láttu það vera þér næga sönnun þess, hve mikils trúarlífi þínu er áfátt, hve mikil þörf þér er á að læra að biðja. En það lærirðu því aðeins, að þú sért fús til að heyja Jakobs baráttu, ekki til þess að sigrast á neinni mótstöðu hjá Guði, heldur til þess aðl sigrast á illu öflun- um í þínu eigin brjósti. Orð Guðs og andi upplýsir hjarta þitt. Kannastu af- dráttarlaust við syndir þínar fyrir Guði og sleptu honum ekki fyr en hann hefir fyrirgefið þér og þú ert í sátt við hann, sakir friðþægingardauða Jesú. E>á verða Guði gjafir þínar til kristniboðsins þóknanlegar, er þú gefur honum hjarta þitt. Þá mun þér þykja bænin inndæl iðja, er þú hefir eignast gleðina og frið- inn í Guði. — Fégjafir án Guðs bless- unar eru einskis virði. Án bænar get- um vér ekki áunnið eina einustu sál fyrir Guðs ríki, og' án bænar verður kristniboðinu ekkert ágengt. * Að lifa sjálfum sér er synd, ógæfa og glötun. En í því er eilíft líf og sæla fólgin, að vera Guðs barn og haga sér samkvæmt því. Hafni ég Guðs Smurða, lifi ég ekki Guði, þá væri það himin- hrópandi óréttlæti vanþakkláts sonar. »Allir hlutir eru til vegna Guðs, og all- ir hlutir eru til fyrir Guð«. Hann hefir skapað mig í þeim tilgangi, að ég' sé hans með líkama og sál. En er hjarta mitt gerðist fráhverft, ég reyndist ótrúr og vegsamaði hið skapaða í staðinn fyr- ir skaparann, þá endurleysti hann mig með blóði síns elskulega sonar. Og er nú tvöföld ástæða fyrir að ég lifi Guði. Hann er skapari minn og endurlausn- ari. »Kristur er dáinn fyrir alla, til þess að þeir sem lifa, lifi ekki fram- ar sjálfum sér, heldur honum, sem fyr- ir þá er dáinn og upprisinn. Skrifið slíka bók. Náttúrufræðingurinn Bettex skrifar: »Biblían er sannarlega engin venju- leg' bók! Hötuð og ofsótt meira en nokk- uð annað, og þó er ómögulegt að afmá hana eða uppræta. — Hún útbreiðist með undraverðum hraða, á hundruð- um tungumála, í mörgum miljónum ein- taka um gervallan heim. Frá einu heim- skauti til annars er hún lesin og efni hennar boðað. I krafti orðsins, er hún geymir, og í trúnni á það, láta blökku- menn brenna sig lifandi og Armening- ar og Kínverjar, pína sig til dauða. Hennar vegna eru kristnir Rússar of- sóttir með hatursfullum ákafa og elju. Semjið slíka bók, háttvirtu vísinda- menn og niðurrifsmenn Biblíunnar, og þá skulum vér trúa yður!« Engin sannfæring. Skotinn Buchanan lifði æskuár sín í algeru kæruleysi um frelsi sálar sinnar. Fyrstu hvatninguna til að leita Guðs fékk hann, er hann átti tal við bónda einn frá skozka hálendinu. Bóndinn sagði við hann: »Hvað er trúarsannfæring, vinur minn?« »Eg hefi enga trúarsannfæringu,« svaraði Buchanan; »ég er eins og óskrif- að pappírsblað í því efni.« »Gætið yðar þá,« svaraði bóndinn, »að Satan skrifi ekki nafn sitt á það.« Þessi orð urðu Buchanan alvarlegt umhugsunarefni. Hann varð ekki ró- legur, fyr en hann fann sannleikann og varð, fyrir Guðs náð, sannkristinn maður og frábær þjónn Drottins. ------------ Úr ýmsum áttum. |j MótmteH. Nefnd ein í Sviþjóð, sem Eideni erkibiskup er formaður fyrir, hefir sent ev- angelisku kirkjunefndinni þýzku mótmœli gegn Gyðingaofsóknunum þar í landi. í mót- mælaskjalinu stendur meðal annars: »Vér biðjum og vonum, að evangelisku kirkjun- um þýzku megi takast, með Guðs hj.álp, að halda uppi hinum sönnu grundvallarreglum kristninnar, sem þér hafið tekið fram i ávarpi yðar fyrir siðustu kosningar.« Kardinal-erki- biskupinn í París hefir einnig sent út hirðis- bréf, sem mótmælir Gyðingaofsóknunum. Þar segir, meðal annars: »1 nafni hinnar kristi- legu miskunnar og í tilfinningu hinnar sam- eiginlegu vonar, sem á að sameina alla þá, sem eru börn hins sama himneska föðurs, skor- um vér á presta vora og alla trúaða, að biðja fyrir því, að ofsóknum þeim, er Gyð- ingarnir stynja nú undan, megi linna.« Gyðlngur flutti fagnaðarboðskapinn til Rómaborgar, Rómverji flutti hann til Frakk- lands, Frakki flutti hann til Norðurlanda, Norðurlandamaður flutti hann til Skotlands og Skoti flutti hann til frlands. Svo er talið, að 3424 mismunandi mál og mállýzkur séu talaðar í heiminum. ISililían öll eða nokkur hluti hennar er nú þýdd á nál. 1 þúsund mál og mállýzkur. Af því geta menn séð, að mikið vantar enn á, að allir hafi tækifæri til að lesa Guðs orð á móðurmáli slnu. Þung skylda hvílir á kirkju Krists, að gefa þeim Guðs orð, sem ekki eiga það enn. Guðlnuslr Gyðingar stjórna Rússlandi nú. Af 503 meðlimum Dumunnar, þings þeirra, eru nú 406 Gyðingar. Af 42 ritstjórum ráð- stjórnarblaðanna eru 41 Gyðingur. K. F. U. M. í Jerúsalem hefir nýlega lok- ið við byggingu félagshúss þar I borginni, er kostaði 1 million dollara, og var það vígt síðastliðinn páskadag. Ameriskur auðmaður, James Neubegin Jarvie, gaf féð til bygging- arinnar og allir uppdrættir voru gerðir af amerískum byggingameisturum. Húsið stend- ur utan við hin gömlu takmörk bæjarins, við veginn til Betlehem. Þetta verður mið- stöð fyrir starf K. F. U. M. í Gyðingalandi. Byrjaö var á byggingu hússins árið 1928. Hebreska hefir, eins og menn vita, verið meðal dauðu málanna. En hin síðustu ár, er aftur farið að nota liana sem talmál I Gyð- ingalandi. Gyðingur einn, sem eigi alls fyrir löngu ferðaðist um landið helga, segir svo: »Ég var I Palestínu fyrir nokkrum mánuð- uðum, og þá heyrði ég, að hebreskan er að verða lifandi talmál á ný. Hún er kenslumál I 135 skólum, er Sionistarnir stjórna, og mæð- urnar tala þetta mál við börn sín frá því er þau fæðast. Það er notað I stjórnardeild- unum, og á kaupstefnum heyrir maður þaö talað. Gyðingleg blöð og timarit eru einnig gefin ut á hebresku. Þetta er athyglisvert, þegar gáð er að spádömi Esekíels I 37. kap. Lög um fangelsisrefsingu og miklar sektir fyrir guðlast hafa verið sett I Hollandi um þessar mundir. Lögin voru samþykt með 28 atkv. gegn 18, og eru sennilega fram komin vegna svívirðandi starfsemi Kommúnista og árása þeirra á kristindóminn, bæði I ritum, ræðum og með allskonar myndum. G-imsteinar Biílíunnar (Mannakorn). 730 tilvitnanir. Ný útgáfa endurskoðuð er nú komin út. Fæst hjá útgefanda, SIGURJÖNI JÓNSSYNI, — Þórsgötu 4 — Reykjavík. — Prentsmiðja Jóns Helgasonar.

x

Kristniboðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristniboðinn
https://timarit.is/publication/510

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.