Nýjar kvöldvökur - 01.11.1915, Síða 7

Nýjar kvöldvökur - 01.11.1915, Síða 7
HVERJUM ER UMAÐ KENNA 271 vil eg fara hvert út í veröld sem vil!... Langt, langt í burt, út á heimsenda.* Pegar förin var afráðin, fann Lescuyer að sér létti um hjarta. Hann ráðstafaði eignum sínum og bjó sig til brottferðar. Hann sökti sér þegar ofan í huggunarríka drauma, sá sjálf- an sig yfir í ókunnu landi við hlið sonar síns, sem vinnan hafði hafið upp, og var nú giftur og búinn að stofna sér heimili. En svo köfuðu upp fyrir honum ný tormerki, og kvöldu þau hann mjög. Gat Chretien tekið að sér konu, nema segja henni hvað ilt hann hefði að hafzt? Nei, það væri ekki rétt. En svo datt Lescuyer Louise Rameau alt í einu í hug; hann sá um hana auðvitað hvort eð var, og ætlaði sér að fryggja framtíð hennar áður en hann færi. Hún var þakklát við Chretien Forgeat og var um- burðarlynd við hann í hjarta sínu. Hún hafði liðið skipbrot í lífinu eins og hann; en tvö borð eru nóg til þess að timbra saman úr honum flota, og hann getur stundum bjargað lífi manns. Louise tók fágnandi og feginsam- lega boðinu um að fara út í víða veröld, og þegar Chretien Forgeat heyrði að hún ætlaði að fara með, brá brosi á varir hans — fyrsta brosinu síðan morðsmálið stóð yfir. * * * Chretien Lescuyer stóð upp á háþiljunum í stóru ferðakápunni sinni og rendi augunum yfir dökka steinana í hafnarkampinum, þar sem liggja þungar járnfestar yfir —yfir gömlu, hellu- þöktu húsin —yfir mannfjöldann, sem stóð þar í bleytunni og beið þess að skipið færi — yfir ræflalegu burðarmennina, sem voru að roga síðustu ferðakistunum út á skip. En hvað það var alt skuggalegt, skitið og ólundarlegt! En samt var það nú dálítið horn af Frakklandi, sem hann var nú seinast að yfirgefa. Hjarta hans engdist saman af sorg. Nú fann hann þiljurnar bifast undir fótum sér. Pað brakar í þessu stóra Ameríkufari, og skrokkurinn stundi við, þegar vélin fór af stað. Skrúfan heggur í vatnið undir skutnum, svo að það sýður þar og vellur með hinum mesta gauragangi. Skipið þokast hægt og hægt út frá grárri steinstéttinni, án þess á beri. Svo er alt umkringt af vatni; svo er það komið út á miðja höfn; húsin líða hægt og hægt í fjar- lægð. Pað er komið af stað. Chretien Lescuyer snýr sér að þeim, þess- um þremur, sem fara með honum til útlanda. Engum af þeim fellur þungt að yfirgefa ætt- jörðu sína; hún geymir altof sárar endurminn- ingar þeirra til þess; meir að segja, ekkert þeirra horfði til lands. Litla stúlkan, sem sat á keltu Louise, rétti litiu hendurnar út á móti Forgeat, en hann brosir framan í móðurina og barnið. Pessir þrír veslingar eru skapaðir til þess að aðstoða, hugga og elska hvert annað; það er eins og þau þá þegar séu orðin ein fjölskylda. Og Chretien Lescuyer verður hlýtt um ^hjartaræt- urnar við að hugsa til þess, að guð fyrirgefur alt, og að tíminn og fjarlægðin skapa gleymsku. En nú fer gufuskipið á fullan skrið, þegar það er komið út fyrir hafnarkampinn og merk- isstöngina, og fer þegar ögn að rugga undir þegar sjórinn stækkar. Það fer að koma þéttur vindur, sem sundrar þokunni, þeytir öldutopp- unum upp í froðukamba, en mávarnir fljúga miili öldutoppanna. Svo rífur til í lofti og sér fyrst í tvo heiðríkjubletti, og svo fleiri og fleiri. Góða veðrið er að koma aftur. Pokan sundrast og það birtir til. Skýin rekur burt og sólin kemur fram í allri hátign geisladýrðar sinnar. Öldurnar verða grænar. Kinnungar skipsins kljúfa ölduhryggina með silfurhvítu rokdrifi; og flutningaskipið ruggar og veltur, en heldur þó altaf í sömu áttina og smýgur sjóinn liðlega; fram undir því glitrar hafið í litglampa vonarbjarmans. Endir.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.