Nýjar kvöldvökur - 01.11.1915, Síða 8

Nýjar kvöldvökur - 01.11.1915, Síða 8
272 NYJARIKVÖLDVÖKUR. Háttprúða stúlkan. Eftir Louise May Alcott. (Framhald.) Þegar Maud var ferðbdin héldu þau tafar- laust af stað Willi og hdn, en Tumi horfði á eftir þeim meðan til þeirra sást, fer síðan blístrandi inn, gekk um gólf stundarkorn og fór svo að sofa í hægindastól föður sfns, af því hann hafði ekkert að starfa sem væri hon- um til ánægju. Hann vaknaði við að komið var með te handa honum einum, því Fanny hafði lokað sig inni vegna höfuðverkjar. Pegar haun hafði matast var klukkan ekki nema 8. Hann kveykti sér í vindli og fór að hugsa um að kvöldið myndi ekki verða sér- lega skemtilegt fyrir sig. Trix var bálreið og Fanny lasin og geðill, svo ekkert var við þær tætandi. »Eg hygg að réttast sé að fara dt til Pollyar og bjóða Willa að aka með til skólans og svo get eg utn teið skotið Maud heim til sín, því enginn getur gizkað á hvenær pabbi ketnur heim,« tautaði hann og bjó sig þegar undir að framkvæma þessa hugsun. Hann ók þegar af stað og kom hesti og sleða fyrir í nágrenni við bdstað Pollyar. Svo skundaði hann heim til hennar, inn í hdsið og upp stigann. Heyrði hann þá að Polly var að tala í ákafa inni hjá sér. Hann hafði oft hlegið að henni fyrir, að hdn talaði með ákafa um þau efni sem henni voru hug- næm, en undirniðri dáðist hann að dómgreind og skarpskygni stdlkunnar, og hve fast hdn hélt við sannfæring sína. ^ Dyrnar á herbergi Pollyar voru opnar og frá hinum dimma gangi sá Tumi glögt og heyrði hvað fram fór innifyrir. Útsýnið var ekki margbrotið, en snoturt og aðlaðandi. Bjarm- inn frá eldstæðinu lýsti upp hið litla herbergi. Maud sat á stól við eldinn og var að strjdka og klappa Öskupotti milli þess sem hdn var að fást við epli, sem hdn var að steikja. Willi lá í bekknum og hin gáfulegu augu hans hvíldu á Polly, sem sat fyrir framan hann og strauk hið breiða enni piltsins meðan,hdntalaði. Pað var auðheyrt að þau höfðu verið að byggja loft- kastala fyrir framtíðina, því Polly sagði með sinni vanalegu sannfæringarfestu: »Hvar sem þd hinsvegar berð niður, Willi, þá ættirðu ekki að sækjast eftir að fá stóra og dýra kirkju. Mér geðjast langtum betur að hinum fátæklegu gömlu kirkjum, sem eru ekki eingöngu bygðar til skrauts og prýðis, heldur til þess að fólk komi saman í þeim til að hlusta á uppbyggi- lega stólræðu og taka þátt í kirkjusöngnum hvort með öðru. Mér er sama þótt kirkjurnar væru kaldar og sætin hörð, þar var guðrækni innan veggja, sem hafði áhrif á fólkið lengur, en meðan það sat í kirkjunni. Eg er eigi hrif- in af þeim kristindómi, sem ménn afklæðast jafnhliða sunnudagafötunum og er áhrifalaus' þar til næsta sunnudag. Eg vil hafa að áhrif hans sjáist alla vikuna, jafnt virka daga sem helga. Og eg vona þd verðir einn þeirra presta, sem prédikar bæði með orði og eftirdæmi.* »Pað vona eg að eg verði, systir, en þd hefur víst heyrt þau munnmæli, að þá drengi, sem óhæfir þyki til alls, sé þó ávalt hægt að gera að prestum. Mér finst þó oft eg naum- ast muni verða fær um að vera prestur, svo vandasöm staða finst mér það muni vera,« sagði Willi brosandi. »Einhverju sinni hafði maður nokkur svip- uð orð við föður okkar, og eg man svo vel eftir því að hann svaraði: »Pað gleður mig að getað gefið gáfaðan og góðan son í þjón- ustu kristindómsins.* »Er það víst að hann segði þetta?« spurði Willi og roðnaði. Pilturinn var tilfinninganæm- ur sem stdlka, og gladdist afvhrósi því, er hinn kæri faðir hans hafði sagt um hann. »Já,« svaraði Polly, sem með þessu glæddi kjark og viljaþrek bróður sins. »Já, og faðir

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.