Trú - 01.05.1904, Page 6

Trú - 01.05.1904, Page 6
22 T R Ú . kraftur streymir yfir þá menn, sem ganga á slíkum vegi. Þeir eru ríkulega blessaðir með því, að hlýðnast Guði í öllum hlutum. fí»ýtt úr ensku]. Svertinginn. Frásaga frá þeim tíma, sem þrælasalan átti sér stað í Norður-Ameríku]. [Niðurl.]. „Við förum ekki langt, því eg hef verzlun niína hér í borginni, og eg hef komið því þannig fyrir, að konan þín og börnin verða með þér". „Guð veri lofaður fyrir þetta", sagði Móses. „En má eg fá leyfi til að fara á bænasamkomur einstöku sinnum?“ „Já, Móses, þú mátt fara þrisvar sinnum á sunnudögum, og á hverju kvöldi í vikunni. Þú getur beðið til þíns Guðs, og verið svo glaður í Drottni þínum, eins og þú vilt fyrir mér, og í hvert sinn, sem þú biður til Guðs, hvort heldur það er heima hjá þér eða annarsstaðar, þá bið þú fyrir mér, konu minni og börnum; ef þú ert rétttrúaður maður, þá gera þínar bænir ekkert ilit, heldur þvert á móti gott“. En á meðan Móses hlýddi a alt þetta, sem hr. B. sagði, vakti það innilega gleði hjá honum, og augu hans tindruðu. Hann hló svo hátt og dátt, sem svertingjum er tamt, þegar þeir verða fyrir mikilli gleði, og sem enginn getur lýst rétt, nema sá sem þekkir þá. Og hann hrópaði hátt og sagði: „Dýrð sé Guði! Dýrð sé Guði, ætið og um eilífð! Eg þakka fyrst mínum Guði fyrir, að hann hefir gefið mér þennan nýja húsbónda, og þar næst húsbónda mínum fyrir alla hans velvild, sem hann liefir sýnt mér, konu minni og börnum. Aldrei hafði eg vonazt eftir svo góðu hér á jörðu. Það er alveg eins og sú tign, sem Jósep hlaut forðutn í Egyptalandi, eftir að honum hafði verið kastað í fangelsi af Phótifar, eigi nú að hlotnast mér“. Eftir að Móses hafði lagt blessun sína, yfir sinn gamla húsbónda og kvatt hann, fór hann með sínum nýja húsbónda til hans heimilis.

x

Trú

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Trú
https://timarit.is/publication/514

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.