Trú - 01.03.1905, Síða 7

Trú - 01.03.1905, Síða 7
T R U . 5 umstungið sjálfa sig með margskonar þjáningum, og mætti því hver og einn rannsaka sjálfan sig, og biðja Guð að varð- veita sig frá slíkri voðalegri hættu". (Þýtt). Dýrðlegur vitnisburður. Frá kristilega vinnandi sál. Fyrir þrettán árum síðan var eg sjómaður í Bandaríkja- herflotanum; en á meðan eg var á þessum herskipum var líf mitt orðið algerlega eyðilagt og spillt. Því þegar við kom- um á hverja höfn, sem var a leið okkar, næstum að segja í kringum allan hnöttinn. var vínið það eina, sem eg undi mér við. Drykkjuskapur var þá búinn að fá svo mikið hald á mér, að ég var rekinn í burtu af herskipinu, en fyrir þá orsök, að vera rekinn í burtu, og það upp á skriflegan hátt. sem vana- legt er, fyrir þá skuld, að hafa verið svo óreglusamur, og það svo langvarandi. Guð veit, að eg mátti til að jata þetta fyrir vinum mínum, en eg geri það aðeins Guði til dýrðar, og líka til að sýna, að liann er almattugur til að frelsa í það óendanlega. En þegar eg var rekinn frá, fékk eg vasa mína fulla af peningum, og svo fór eg til New-York. Það fyrsta, er eg tók fyrir, þegar þangað koni, var, að eg eyddi fé mínu í drykkju- skap og óhófssömum lifnaði. lig hélt ál'ram þessum óhóflega lifnaði, þar til rélt fyrir ári síðán, að eg fann sjalfan mig inn á milli svínahjarðar, þar sem þau voru að éta fóður sitt. Eg var heldur en ekki hræddur við þetta, því eg vissi, að þau eru ekki lengi að ráðast á mann, og rífa mann i sig, þótt hann sé lifandi, ef hann að eins er ekki sjálfbjarga, þeg- ar þau eru mjög húngruð, svo eg bjargaði mérsem fyrst i burt þaðan, sem von var. Fór eg þá beint ofan götu sem heitir Rosivilst. Hún liggur beint ofan að sjónum, þar sem skipin koma inn að bryggjunum. Mér fanst, þá eg fór þessa götu afram, að eg hafa sjálan djöfulinn a eftir mér, og alla hans púka með honum. Því nú var eg búinn að fá þann sjúkdóm, setn heitir á ensku: Delerium Tremens. Eg var búinn að vera í þessu drykkjuskaparslarki tvo og halfan mánuð, bæði

x

Trú

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Trú
https://timarit.is/publication/514

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.