Trú - 01.10.1905, Qupperneq 5
T R Ú .
61
er hann kom heim, sagði María við hann: „Heyrðu, Hans,
komdu og sjáðu hvað eg hefi fengið indæla bók. Viltu ekki
lesa dálítið í henni fyrir mig, á meðan eg sit og bæti flík-
ina þá arna. Það var eins og Hans gæti aldrei staðið á
móti, þegar María sagði „komdu". Þetta kvöld las hann um
stund í Biblíunni, og aftur næsta kvöld, og þá var það, að
hann hitti á þessi orð: „Komið til mín allir þér, sem erfiðið
og þunga eruð hlaðnir, og eg mun gefa yður hvíld".
„María!“ kallaði hann, „Biblían fer að verða alveg eins
og þú. Nú skil eg altsaman". „Hans, sagði María, og lagði
hendurnar um hálsinn á honum, „hvað meinar þú með því,
að Biblían liafi sömu aðferð og eg". „Jú, sérðu, þú ert alveg
ólík því, sem eg hefi vanizt heima. Þar klingdi ávalt þetta
„farðu", en þú segir ætíð „komdu". Nú skil eg að það er
Biblían, sem hefir kent þér að segja „komdu", en ekki
„farðu", og þess vegna elska eg þessa bók nú. „Góði Hans",
svaraði María, „þetta er ekki sá eini staður í Biblíunni, þar
sem stendur „kom", þar er alstaðar svo til orða tekið: „kom"
og „komið". Hér skalt þú sjá. Hún þurfti ekki lengi að
leita, því hún var kunnug biblíunni. Hún fletti upp hjá Es.
55, og las: „Heyrið allir þér, sem þyrstir eruð, gangið til
vatnsins I þér, sem ekkert silfur hafið, komið og kaupið fæðslu !
komið og kaupið, án silfurs, og ókeypis, bæði vín og mjólk!"
Hún fletti aftur upp hjá Lúk. 14: „Kom, þvi alt er til
reiðu". Svo hjá Jóh. 7: „Ef nokkurn þyrstir, þá lcomi
sá til mín og drekki". Op. 22.: „Og andinn og brúðurin
segir kom þú. Sá, sem þetta heyrir, hann segi: kom þú. Sá
sem þyrstur er, hann komi; hver sem vill, hann talci gefins
lffsins vatn".
„En heyrðu, Hans", sagði María ennfremur, hér er þó
það bezta „kom“, sem finst í allri Biblíunni, og hún fletti
upp hjá Matt. 25 : „Komið þér ástvinir míns föðurs og eignist
það ríki, sem yður er fyrirbúið frá upphafi veraldar". „Sjáðu,
Hans. Alstaðar stendur það svo: kom, og komið".
Nú er María löngu dáin. Síðasta orð hennar til Hans
var þetta: „Eg fer til himnaríkis, Hans; kom þú líka þang-
að, því þú mátt ekki verða eftir, og dóttir okkar litla má
heldur ekki verða eftir". í hvert sldfti sem Hans les í Biblí-
unni orðið „kom", þá er sem hann heyri hina blíðu og við-