Trú - 01.10.1905, Side 8

Trú - 01.10.1905, Side 8
Ó4 T R Ú. að hitta trúboðana, sem gátu frætt hann meira um þennan mikla Guð. Meiri og meiri varð angistin yfir vonbrigðunum, og út af öllu þessu fleygði hann sér flötum ofan á jorðina. Hann fór að athuga með sjálfum sér, hversu þessi ár höfðu verið löng og þreytandi, sem hann hafði beðið. Hann hafði ekki fyr en nú gert sér verulega grein fyrir, hversu langt það hafði verið. Hann vissi líka hvað hann hafði fyllilega vonazt eftir, að geta vitað nokkuð meira um þennan mikla Guð, sem trúboðarnir höfðu sagt honum frá. Þetta var stór reynsla, sem mundi hafa getað rænt sterkari sálu en Kar hafði. (Framh.). Sunnudagaskólinn er fluttur á Bergstaðastrœíi 40, og verður þar þangað til hentugra húspláss fæst. Takið eftir! Allir þeir kaupendur að blaðinu „Trú", sem bústaðaskifti hafa í haust, eru vinsamlega beðnir að láta útgefanda vita um það sem allra fyrst. Útg. er fluttur á Bergstaðastrœti 40. Útgefandi kaupir nr. 2 af I. árg. „Trúar", Þeir sem kynnu að vilja selja þetta tölublað. eru beðnir að snúa sér til útg. sem fyrst. Uppsögn að blaðinu verður að vera skrifleg, og bundin við áramót þess. Ógild nema komin sé til útg. fyrir 1. janúar. Prentuð í prentsmiðju Þjóðólfs 1905.

x

Trú

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Trú
https://timarit.is/publication/514

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.