Vörður - 01.05.1918, Blaðsíða 6

Vörður - 01.05.1918, Blaðsíða 6
62 VÖRÐUR kaup frá 700 kr. og upp í 1500 kr. Farandkennarar til sveita fá venjulega alt frítt og 10 til 12 kr. á viku. í barnaskólunum i kaupstööunum, þeim sem bestir eru aö minsta kosti, finst Ögmundi kennara aö fult eins mikiö muni lært á því fjögurra ára aldursskeiöi, sem kenslan nær yfir, og hér á sér staö. Hann dáir kensluna hér í barnaskólunum upp aö ellefu ára aldri. Eftir þaö finst honum hún vera síöur til fyrirmyndar. Þegar er börn á íslandi eru komin í gegn um barnaskólann, þó námstími sé ekki lengri en þetta, finst honum aö fult eins mikillar vakningar verði vart hjá þeim og hér á sér staö. Alþýöufræðslan er eitt afar mikilsvert undirstööuatriði í lífi hverrar þjóöar. Alment er hún í mentalöndunum komin á margfalt hærra stig en hún hefir nokkuru sinni áöur veriö. Samt kemur öllum saman um, aö samkepnin meö þjóðunum i þeim efnum veröi margfalt meiri, þegar þessari styrjöld lýkur, en áður hefir veriö. Eins og nú er ástatt, .fær engin þjóð staðið annari á sporði, nema séö sé um, aö alþýðufræðslan sé í besta lagi. Á öllum svæöum veröur hér eftir í frekari skilningi en nokkru sinni áöur spurt eftir verkhæfasta manni. Og verkhæf- astur verður sá, sem mest kann og mest veit, flest skilur og best hefir æft hönd og huga undir urnsjón og tilsögn góöra og vakandi kennara. Alþýðufræðsla íslands þarf að veröa eins fullkomin og best gerist í mentalöndunum, eigi það aö geta haldið sér í samkepninni."

x

Vörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vörður
https://timarit.is/publication/518

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.