Vörður - 01.09.1918, Blaðsíða 1

Vörður - 01.09.1918, Blaðsíða 1
VORÐUR —MÁLGAGN BARNAKENNARA— i. árg. Reykjavík, sept. 1918. 12. tbl. Kverlzensla. Ýmsir hugðu a'ð það mundi liggja eftir síðuslu prestastefnu að lilutast til um, að samin yrði góð kensluhók í kristnum fræðum við hæfi barna undir fermingu. petta varð þó ekki. Vita þó allir hve ótæk almennasta bókin er, Barnalærdómur H. H. þeir sem kverinu eru andvígir, vita bæði og við- urkenna, að höfundur þess var mætur maður og reit það í besta tilgangi. peir viðurkenna lika, að margt er þar fagurt og satt, sem sjálfsagt væri að lialda i nýrri bók. — En tímarnir breytasl og mennirnir með. Á Ix'ssu er vakið máls hér, af þvi að um það má ekki þegja. Vér verðum að breyta um kenslubók í kristnum fræðum hið allra bráðasta. „Kynnum barninu hið létta og einfalda og leið- um það frá því til hins þyngra og margbreyttara,“ segir uppeldisfræðin. Synd væri að segja, að þessu væri fylgt, þegar vér látum 10 ára börn og yngri glíma við að læra utanbókar um tilveru guðs, eigin- leilca hans, að hann sé eilífur, áumbreytanlegur, al- skygn, alvitur, heilagur, réttlátur, algóður og alsæll. Vér látum þau læra um þrenningu guðdómsins, sköpun heimsins, forsjón guðs, um englana, synd-

x

Vörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vörður
https://timarit.is/publication/518

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.