Væringi - 12.03.1918, Síða 2
2
VÆRINGI
1. bl,
HIMMÍI
£9
V æ r i n g i
kemur út þegar tækifæri gefst og kostar
10 aura eintakið. Aðeins selt í lausasölu.
Ritstjórar og útgefendur
5. Magnússon og St. Sigurðsson.
Af framanrituðu ætti mönnum ekki að blandast hug-
ur um það, að félagið hér er Skátafélag þótt það
beri sérnafn.
5. 5.
Skátabúningurínn.
Rað er vanalegast hér í bæ, að Skátarnir séu að-
eins í búningum sínum á æfingum félagsins (auð-
vitað til undantekningar). — Mér finst það ætti alls
ekki að eiga sér stað, að Skátarnir væru í öðrum
búningum hvar sem helst er og ekki sízt í fjölmenn-
um samkvæmum eða öðrum mannamótum. Eg álít
því, að foreldrar þeir, sem drengi eiga í Skátafélag-
inu, gerðu réttast í að koma þeim alls eigi upp öðr-
um fötum en Skátabúningum. — Skáti er Skáti og
það á að sjást bæði í framkomu og búningi.
Skátabúningarnir eru líka langt frá því að vera
dýrari en önnur klæði, en langt um ódýrari 25 —
30 kr. búningurinn, sem fer þó auðvitað eftir því^
hvar, hvenær og hvemig efni er tekið í þau. — En
eitt er víst að verðið getur alls ekki orðið til
að fæla frá að kaupa Skátabúninginn frekar en
önnur föt.
S. S.
Það, sem Skáti œtti ekki að gjöra er
að hæðast að öðrum, hvorki félagsbróðir sínum eða
öðrum úti í frá, þó eitthvað sé athugavert við þá,
því hæðnin getur oft verið eins sár og hárbeitt
sverð. Hún getur jafnvel sært svo fínustu tilfinn-
ingar að þær grói seint eða aldrei aftur.
aö að hafa hávaða í frammi úti á götum eða mann-
fundum, því það kastar óorði, bæði á mann sjálf-
an og félag hans.
að felia aldrei dóm yfir aðra, því það er ósiður sem
engum heiðarlegum manni sæmir. — »Guðs er
eins að dæma.«
að ef maður hefir gert eitthvað, sem órétt er, þá
að bera á móti því og margfalda þannig afbrot
sitt með lýgi.
S. S.
Hitt og þetta.
Kappglímur
um verðlaunagripi U. M. F. A. voru háðar á
sunnudagskvöldið var.
Um Akureyrarskjöldinn glímdu 5 menn. Hlut-
skarpastur varð Garðar Jónsson með 4 vinninga.
Um GuIIpeninginn glímdu 5 unglingspiltar. Hlut-
skarpastur varð Árni Valdemarsson með 4 vinn-
inga.
Um Silfurpeninginn glímdu 6 drengir. Hlutskarp-
astur varð Agnar Gíslason með 5 vinninga.
Bændaglíma var háð á eftir kappglímunum.
Húsið var fult og skemtu menn sér vel. Glímur
eru fögur íþrótt og alíslenzk. Heill þeim, sem styðja
karlmannlegar íþróttir.
Spakmæli (þýdd).
Vertu ánægður með það sem þú átt, en ekki með
það sem þú gjörir.
Sem Skáti og sem' maður, — vert þú eins fullkom-
inn og þú getur.
Þeir menn, sem altaf eru reiðubúnir til að fórna
hinum síðasta blóðdropa, eru vanalega sparsamari á
þeim fyrsta!
Skátaæfing
annaðkvöld í Barnaskóla Akureyrar kl 7. Allir
félagsmenn ættu að mæta bæði þá og endrarnær.
Drengir!
Gangið í Skátafélagið.
í næsta blaði byrjar mjög skemtileg og fræð-
andi Skátasaga. Einnig verður byrjað á sögu Skáta-
hreifingunnar, uppruna hennar og útbreiðslu. Grein-
ar með fyrirsögnunum; »Það sem allir Skátar eiga
að vita.« og »Rað sem Skáti ætti ekki að gjöra.«
munu halda áfram fyrst um sinn.
Utanhéraðsmenn og þeir hér á Akureyri, sem
ekki hafa fengið blaðið, geta fengið það keypt á prent-
smiðju Björns Jónssonar Norðurgötu 17.
Prentsmiðja Björns Jónssonar. 1918.