Ungi hermaðurinn - 01.01.1908, Blaðsíða 3

Ungi hermaðurinn - 01.01.1908, Blaðsíða 3
Ungi hermaðurinn 3 Eldgamla ísafold. Sérhver drengur og atúlka á að læra að elska föðurland sitt. Og þau eiga einnig að læra að þekkja það, en til þess verða þau að vera vel að sér í landafræðinni, og sórstaklega í því, sem viðvíkur voru kæra Feðrafróni. Ungi hermaðurinn mun nú og síðar flytja myndir af ymsum stöðtim lands vors, og er ekki nema eðlilegt að vér byrjum með því að syna höfuðstaðinn fyrst. — Til vinstri handar hér á mynd inni sést kirkjan og alþingishúsið. Þar eru samin þau lög landsins, sem eiga að verða ykkur til gagns og heilla, þeg- ar þið þroskist og verðið fullorðin, menn og konur. Vér skulum biðja Guð að hjáipa lög- gjöfum vorum til að semja góð lög, sem geti orðið oss bæði til tímanlegrar og eilífrar nytsemdar. I flokki einum á Englandi er barnayfir- liðþjált'i, sem verið hefir barnavinur 1 mörg ár og ötull starfsmaður meðal þeirra. Hann nytur nú þeirrar ánægju, að fimtíu af þeim, er notið hafa leið- sagnar hans og handleiðslu, eru uú ýmist fyrirliðar, söngmenn, barnafor- ingjar eða flokksforingjaefni. Enginn hefir kent mér það. Lítill drengur sat fyrir utan sals- dyrnar, meðan verið var að halda barua- samkomu. Eg fór út og leitaðist við að fá drenginn til að koma inn. Eg vil ekki koma inn, sagði hann. Hvers vegna? spurði eg. Eg kann ekki að biðja, svaraði hann. Hvers vegna kantu ekki að biðja ? spurði eg. Af því að enginn hefir kent mér það, svaraði drengurinn. Komdu inn með mór, og við skulum kenna þér um Jesúm, sagði eg. — En eldri bróðir hans, sem hafði heyrt samtalið, sagði: Hún mamma vill ekki leyfa okkur það. — O, þér mæður! leyfið hörnum yðar að koma til Jesú og aftrið þeim ekki frá því. Lifandi hundur er betri en dautt ljón.

x

Ungi hermaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ungi hermaðurinn
https://timarit.is/publication/528

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.