Ungi hermaðurinn - 15.03.1908, Blaðsíða 4

Ungi hermaðurinn - 15.03.1908, Blaðsíða 4
24 Ungi hermaðurinn Sunnudagaskólalexíur. Sunnudag 15. marz 1908. Matt. 25, 31-46. Hver á að dæma? Jesús i sinn ljómandi hásæti; menn og konur og miklir herskar- ar af börnutn og dýrðlegir englar munu standa umhverfis hann. Hvernig verður því niðurskipað? í 2 flokka. Hér á jörðu eru margir flokkar; þar munu þeir að eins verða 2. Hvað gildir? Mettið þá hungruðu, gefið þyrstum að drekka, föt þeim, sem nakt- ir eru, vitjið sjúkra og hýsið vegfarendur. Teksti til náms utanbókar. Alt, sem þér hafið gjört við hinn minsta af minum hræðrum, það hafið þér mér gjört. (Matt. 25, 40.) Sunnuclagaskólalexíur. Sunnudag 22. marz 1908. Jóh. 5, 2-9. Lœknandi vatn (5, 2—4). Þetta vatn var heilnæmt. Þegar það óx, þá flýtti hinn veiki sér að komast ofan i það, með hjálp vina eða ættingja. 31 ár (v. 5.) Hugsaðu þér þann tíma! — hve einmana hann hefir verið! Aðrir voru læknaðir, og voru fagnandi á hurtu gengnir, en hann lá hér enn. Teksti til nárns utanbókar. Allir skulu heiðra soninn eins og þeir heiðra föðurinn. (Jóh. 5, 23.). Biblíulestur fyrir flokksforingjaefni Um ihugun. M.d. Orðskv. 23, 7. F.d. Matt. 9, 4. Þrd. 2. Kor. 10, 5. Föstd. Sálm. 139, 23. Miðvd. Sálm. 44, 22. Laugd. Róm. 2, 15. Sunnud. 1. Kor. 3, 20. Utg. og ábm. Hj. Hansen, adjutant. ^^^^^reinarnar^^ddar^f^^H^^^^^ Isafoldarprentsmiðja. S ongvar. 11. Lag: Dejlig er den Himmel blaa. Jesú litla lamb eg er, Létt hann mig á órmum ber ; Yfir mörk og myrkur dala Míu er leið til himinsala. Jesú litla lamb eg er, Ljúft hann mig á örmum ber. Jesú eigin eign eg er, Ást hann mesta sýnir mór; Sitt hann biessað blóð lét renna Blessun hans svo mætti’ eg kenna. Jesú eigin eign eg er Ást hann mesta sýnir mór. Steinninn Jesú auga’ eg er I kærleika’ hann til mín sór; Frá mér öllum vetidir voða Vill mig bezt hans hjálp aðstoða Steinninn Jesú auga’ eg er. I kærleika’ hann til mín sór. 12. Lag: Jorden Uro har og Jammer. Hór á jörð er hvers kyns mæða Harmur, sorg og stríð; En hjá Guði’ er eilíi' gleði — Eilíf sumartíð; Bætt er stríð og brátt á enda, Bíðum þolinmóð, Himius gleði aldrei endar; Er það huggun góð. Kór: Gleðistað með gullnum hliðum Getur’ ei dauðinn náð. Þar er engin hrygð nó harmur, Hvorký í lengd né bráð. Þar mun safnast helgra hópur Hér frá jarðar dal, Sem að aldrei yfirgefa Aftur dýrðarsal. Hlusta þeir á helga söngva, Hvílík unun góð, Heyrir þú nú hátt að gjalla Himnesk bergmáls Ijóð.

x

Ungi hermaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ungi hermaðurinn
https://timarit.is/publication/528

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.