Ungi hermaðurinn - 15.07.1910, Blaðsíða 5

Ungi hermaðurinn - 15.07.1910, Blaðsíða 5
Ungl hermaSurlnn 53 Frá dýraheiminum. Finna dýrin til meðaumkunar? D/r syna oft meðaunikun sjúkum, særSum eða ellihrumum félögum af sama kyni og hjálparlausum ungum, og leitast viö að bjarga þeim eftir mætti. Fyrir franskan riddiraliðshest, sem var munn- sár, tugðu tveir aðrir hestar, sem stóðu við hliðina á honuin í sama hesthúsi; bæði heyið og hafraua og /ttu því svo til hans í jötunni. Þetta gjörðu þeir nokkra mánuði og frelsuðvi þannig hinn munnsjúka hest frá því að verða hungurmorða. Árið 1864 sendi riddaraliðsforingi einn d/rafræðisfélaginu í Lundúnum sk/rslu um hest, sem var við riddarasveit hans. Hestúrinn hafði veikar tennur, svo hann gat ekki tuggið fóður sitt, en tveir nábúahestar hans tugðu fæðuna fyrir hann. Allir liðs mennirnir í riddarasveitinni voru látnir skrifa undir, að skyrslan væri sönn. Menn vita dæmi til, að rottur veita gömlum og blindum félögum sínum að stoð og aðhjúkrun. Iíaupmaður nokk- ur sá einu sinni stóra rottu koma út úr holu og gá nakvæmlega í allar áttir; sneri svo inn í holu sína aftur; en að litlum tíma liðnum kemur hún út ásamt öðrum tveimur fólögum og var önnur blind. Þær tvær, sem sjáandi voru, lótu stórt hálmstrá þversum í munninn á hinni blindu og hóldu svo með munnum sínum um hvorn enda þess og leiddu þannig á milli sín hina blindu stallsystur sína, sem vel gat verið móðir eða amma þeirra. Þær leiddu hana svo á afvikinn stað, þar sem þó var sólskin, fóru svo til næstu kornhlöðu og tíndu þar korn og báru það til hinnar blindu rottu. * * * Eftirfarandi atvik gjörðist um borð í ensku skipi: Skipslæknirinn lá vakandi í rúmi sfnu eitt kvöld þegar alt var orðið hljótt. Sér hann þá að rotta kem- ur inn 1 káetuua og skygnist vandlega um, en fer svo bráðum út aftur, og að litlum tíma liðnum kemur hún enn aft- ur og leiddi þá aðra rottu við hlið sór, þannig að hún hélt með munninum í annað eyrað á henni. Þar næst kom þriðja rottan og tóku nú þessar tvær að tína og safna sarnan smá brauðmol- um, sem fallið höfðu á gólfið, og báru það til rottunnar, sem hin fyrsta hafði leitt þangað og vitanlega var blind. * * Náttúrufræðingur einn segir svo frá, að þegar prestur nokkur á skemtigöngu átti leið yfir m/rarsund eitt, þá mætti hann stórum hóp af vatnsrottum, og á meðal þeirra uppgötvaði hann eina blinda, sem var Ieidd af annari á þaun hátt, að þær höfðu á milli sín smáspytu og hóldu í sinn endann livor með munninum. Mundu eftir þvi, aÖ dýrin er mönnunum falin til umönnunar. Vertu góður við dýrin!

x

Ungi hermaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ungi hermaðurinn
https://timarit.is/publication/528

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.