Ungi hermaðurinn - 15.04.1911, Qupperneq 6

Ungi hermaðurinn - 15.04.1911, Qupperneq 6
30 Ungl hermaSurlnn. vorir fyrstu foreldrar voru reknir úr Paradís — en þú hefir drygt ótal marg- ar syndir móti almáttugum guði. Hinn uppspenti bogi hans hegningar og hið ógnarlega sverð hans róttlátu reiði vofir yfir þér, úti og inni, á nóttu og degi, hafir þú ekki iðrast og endurfœðst. Þú verðskuldar eilífa, eilífa glötun. Ef þú sór sjálfan þig í því ástandi, sem eg hefi hór talað um, þá er engin furða, þótt þú andvarpir: Ó, hvar er náð, frelsi og fögnuð að finna? -- Eg hefi litið til heimsins, en ekki fundið neitfc í Öllum hans glaumi og gjálífi, sem gat fullnœgt kröfum minrar ódauðlegu sálar — eg hefi litið í minn eigin barm og ekkert fundið nema synd og spillingu — eg hefi litið til þeirra, sem eg hugði vera vini mína — en sjá, þeir hafa brugðist mór. Kœri meðbróðir! En hvers vegna hefir þú smáð lcærleik hans, sem elskaði þig að fyrra bragði svo heitt, að hann lót h'fið fyrir þig? Hvers vegna hefir þú aldrei litið til hins blessaða guðs lambs, sem burt bar heimsins synd? Ó, rendu augum þínum til Golgata á þessari stundu. Þar getur þú séð Jesúm Krist, hangandi á krossinum, með út- breidda arma, fyrir þínar syndir. Þú getur séð hans gegnumstungnu liendur og fætur fyrir þínar syndir. Þú get- ur sóð hann með þyrnikrónuna á höfð- jnu fyrii þínar syndir. Þú getur séð hve fús hann var að þola miskunnarlausa meðferð, smánar- yrði, högg, já, kvalafullan dauða, fyrir þínar síndir. Hann leið saklaus og heilagur þær kvalir, sem þú verðskuldaðir að líða í helvíti. Hvílíka elsku, þakklæti, lotningu ber þór ekki að auðsyna slíkum himneskum ástvin og frelsara! Náðin, frelsið, sigurinn, kóróna lífs- ins — já, eilíft himnaríki stendur oss til boða fyrir fórnarblóð guðs blessaða sonar, sem hann úthelti á krossinum. Hve vanþakklát, köld og tilfinningar- laus væru hjörtu vor, ef vór gætum gleymt því, að )hann b a r v o r s ár, og lagði á sig vor harm- k v æ 1 i «. S. S. Hvert leiðir þú barnið þitt? Hinn nafnkunni þyzki prestur Otto Funcke segir svo frá dæmi móður sinn- ar í æfiminningum sfnum: »Þeir voru tfmarnir á skólaárum mín- um, að nærri lá, að eg týndi trúnni. En mór var frá barnæsku gefin vörn gegn öllum efasemdum mínum. Eg var sem só knúður til að segja altaf við sjálf- au mig : Ef efasemdir þínar eiga við góð rök að styðjast, þá hefir hún móðir þín verið einhver hinn mesti bjáni, sem nokkurn tíma hefir uppi verið. En gegn þeirri hugsun um móður mína reis ekki einungis hver blóðdropi í mér, heldur og skynsemi mín. Ó, hversu oft befir ekki myndin af heuni móður minni birst mór, — henni, sem var svo sæl og rík af sinni trú, — þegar eg hefi setið við skrifborðið mitt, og það leiddi mig aftur á rótta leið. Einu sinni bað ungur drengur föður sinn leyfis, að hann mætti fara með hon- um til nábúa þeirra. Faðir drengsins kvað nei við því, af því að snjókyngin væru svo mikil. »Það gerir ekkert til, pabbi«, mælti drengurinn, »því að eg geng í förin þín«. Við þessi orð leidd-

x

Ungi hermaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ungi hermaðurinn
https://timarit.is/publication/528

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.