Ungi hermaðurinn - 15.06.1912, Side 7
tJngl hermaöufinn
47
þurfti viðkomandi heimilisþörfum henn-
ar; og það leið ekki á löngu, að þeir
og Ólína gamla voru öll beztu vinir. —
Drengirnir fundu, að það var alls ekki
svo leiðinlegt að vera hjá henni. Hún
kunni margar fallegar og skemtilegar
sögur, sem hún sagði þeim, og eftir
þetta létu þeir aldrei stein í poka henn-
ar, en báru hann oft fyrir hana.
Kæri lesari ! Bið þú Jesú að búa í
hjarta þínu, því þá munt þú aldrei
gjöra öðrum skapraun í orði eða verki.
----------------—
Sagan af norska Jóhanni.
Það eru nokkur ár síðan, að unguí
piltur norskur, sem Jóhann hét, sigldi
raeð ensku skipi til Melbourne (í Astra
líu) og eitt kvöld kom bann í trúboða-
hús þar i borginni. Andi Guðs talaði
þar til hans, og áður en Jóhann yfir-
gaf samkomusalinn, gaf hann Jesú hjarta
sitt. Fólagar hans sáu fljótt breytingu
þá, sem orðin var á Jóhanni, og gjörðu
gys að honum fyrir guðræknina, en hann
gaf því engan gaum, því hann hafði
þegar smakkað, hversu sætur Drottinn
er. En svo bar við einn dag á heim-
leiðinni til Englands, að skipstjórinn hólt
skipverjunum veizlu og sparíiði ekki á-
fengið þann daginn. Allir drukku því
og óskuðu skipstjóranum langra lífdaga
nema Jóhann, hann óskaði að vísu skip-
stjóranum langra lífdaga, en nann var
ófáanlegur til að bragða á áfenginu. —
Skipverjunum féll það illa og sjálfur
skipstjórinn reiddist Jóhanni og skipaði
honum að drekka með, en Jóhann litli
stóð sem bjarg mitt á meðal hótandi
yfirmanna og bölvandi skipverja og al-
veg þverneitaði að bragða einn dropa af
áfenginu. Rót.t í þessu sló bátsmaður-
inn hann, svo að Jóhann lá flatur á
þilfarinu, en stóð fljótlega á fætur og
sagði: Guð hjálpi mór — eg er ekki
hræddur. Draið þið hann upp á ráar-
endann, drengir, hrópaði skipstjórinn. —
Nú voru skipverjar ekki lengi að
bregða kaðli undir hendur Jóhanns og
drógu hann svo upp á ráareudann.
Þar hókk hann og dinglaði fram og
Friðrik 8. á leið til Þingvalla 1907.